Innlent

Húsnæðisskortur ríkir í Vestmannaeyjum

Íbúum fjölgar í Eyjum þriðja árið í röð en þó eiga Eyjamenn langt í land með að ná fyrri hæðum enda hafði íbúum fækkaði stöðugt í sautján ár þar á undan.
Íbúum fjölgar í Eyjum þriðja árið í röð en þó eiga Eyjamenn langt í land með að ná fyrri hæðum enda hafði íbúum fækkaði stöðugt í sautján ár þar á undan.
Elliði Vignisson
Íbúum hefur fjölgað í Vestmannaeyjum þriðja árið í röð en íbúum fækkaði sautján ár í röð þar á undan. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að nú sé fjöldi íbúa kominn í 4.200 manns og væri sú tala orðin mun hærri ef ekki væri fyrir að fara húsnæðisskorti í bænum.

„Það er slegist um leiguhúsnæði og það er búið að byggja um 40 íbúðar- og einbýlishús á seinustu tveimur til þremur árum en samt stöndum við frammi fyrir því hér í Vestmannaeyjum að húsnæðismarkaðurinn er þröngur og það háir frekari vexti,“ segir hann.

„Við erum alveg í öfugum takti við borgina. Þegar vel gekk þar í fjárhagsbólunni þá vorum við að glíma við mikla erfiðleika en nú erum við aldeilis að rétta úr kútnum.“

Heimaey á þó langt í land með að ná fyrri hæðum en árið 1998 voru 4.628 manns með skráð lögheimili í Eyjum. Þá fór Eyjamönnum stigfækkandi og náði sú dýfa til botns árið 2008 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 4.055.

- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×