Hjálpum. Núna. 22. júlí 2011 06:00 Sameinuðu þjóðirnar hafa nú formlega lýst því yfir að hungursneyð ríki í Sómalíu. Í fréttum heyrum við af mestu þurrkum í 60 ár. Myndir berast af aðframkomnu fólki sem nú berst yfir landamærin til Eþíópíu og Keníu. Þetta neyðarástand kemur ekki skyndilega eða óvænt. Þetta er ekki jarðskjálfti. Alþjóða Rauði krossinn hefur varað við yfirvofandi neyðarástandi í meira en tvö ár. Í desember 2008 sendu samtökin út neyðarkall og leituðu til alþjóðastofnana um stuðning við að koma í veg fyrir harmleik sem þá var talinn vera í uppsiglingu í Eþíópíu, Sómalíu og Keníu. Ætlunin var að bregðast við neyðinni sem þá var að myndast og grípa til margvíslegra aðgerða til að koma í veg fyrir ennþá meiri neyð. Viðbrögðin voru nánast engin. Í janúar á þessu ári sendi keníski Rauði krossinn út neyðarkall vegna uppskerubrests, sem þá var orðin staðreynd. Viðbrögðin voru lítil. Alþjóða Rauði krossinn heldur úti umfangsmiklu hjálparstarfi í Sómalíu við ákaflega erfiðar aðstæður. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna starfið. Nú er komin mynd á neyðina og það er mynd af börnum sem koma í flóttamannabúðir nær dauða en lífi af hungri. Ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að hungursneyð ríki í tveimur héruðum Sómalíu, Bakool og Neðra-Shabelle, staðfestir það sem þegar var orðið ljóst. Margar ástæður eru fyrir þessari hungursneyð: Þurrkar, borgarastyrjöld, þjóðfélagsbreytingar. Það skiptir ekki máli nú. Það eina sem skiptir máli nú, þegar börn deyja úr hungri, er að koma til hjálpar. Rauði krossinn er á staðnum í Sómalíu. Núna. Samtökin dreifa mat, einkum til barna, frá 39 heilsugæslustöðvum og 18 matardreifingarstöðvum. Verið er að fjölga færanlegum teymum til að ná enn þá víðar. Rauði kross Íslands styður þetta starf. Söfnunarsími Rauða krossins er 904 1500 til að gefa 1.500 krónur sem dregnar eru af næsta símreikningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa nú formlega lýst því yfir að hungursneyð ríki í Sómalíu. Í fréttum heyrum við af mestu þurrkum í 60 ár. Myndir berast af aðframkomnu fólki sem nú berst yfir landamærin til Eþíópíu og Keníu. Þetta neyðarástand kemur ekki skyndilega eða óvænt. Þetta er ekki jarðskjálfti. Alþjóða Rauði krossinn hefur varað við yfirvofandi neyðarástandi í meira en tvö ár. Í desember 2008 sendu samtökin út neyðarkall og leituðu til alþjóðastofnana um stuðning við að koma í veg fyrir harmleik sem þá var talinn vera í uppsiglingu í Eþíópíu, Sómalíu og Keníu. Ætlunin var að bregðast við neyðinni sem þá var að myndast og grípa til margvíslegra aðgerða til að koma í veg fyrir ennþá meiri neyð. Viðbrögðin voru nánast engin. Í janúar á þessu ári sendi keníski Rauði krossinn út neyðarkall vegna uppskerubrests, sem þá var orðin staðreynd. Viðbrögðin voru lítil. Alþjóða Rauði krossinn heldur úti umfangsmiklu hjálparstarfi í Sómalíu við ákaflega erfiðar aðstæður. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna starfið. Nú er komin mynd á neyðina og það er mynd af börnum sem koma í flóttamannabúðir nær dauða en lífi af hungri. Ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að hungursneyð ríki í tveimur héruðum Sómalíu, Bakool og Neðra-Shabelle, staðfestir það sem þegar var orðið ljóst. Margar ástæður eru fyrir þessari hungursneyð: Þurrkar, borgarastyrjöld, þjóðfélagsbreytingar. Það skiptir ekki máli nú. Það eina sem skiptir máli nú, þegar börn deyja úr hungri, er að koma til hjálpar. Rauði krossinn er á staðnum í Sómalíu. Núna. Samtökin dreifa mat, einkum til barna, frá 39 heilsugæslustöðvum og 18 matardreifingarstöðvum. Verið er að fjölga færanlegum teymum til að ná enn þá víðar. Rauði kross Íslands styður þetta starf. Söfnunarsími Rauða krossins er 904 1500 til að gefa 1.500 krónur sem dregnar eru af næsta símreikningi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar