Sem betur fer eru margir aflögufærir Brjánn Jónsson skrifar 22. júlí 2011 08:45 Alvarlegt ástand Tugir þúsunda hafa látist úr vannæringu í Sómalíu. Meirihluti þeirra sem hafa látist eru börn.Fréttablaðið/AP Hungursneyð ríkir í tveimur héruðum Sómalíu og tugir þúsunda hafa látist. Ástandið í nágrannaríkjunum er sömuleiðis alvarlegt. Sigríður Víðis Jónsdóttir hjá UNICEF segir í samtali við Brján Jónasson að bregðast verði tafarlaust við til að bjarga fólki sem líður skort. Þjóðir í austanverðri Afríku glíma nú við verstu þurrka á svæðinu í hálfa öld, og hefur ástandið þegar valdið mikilli neyð á stóru svæði. Tugir þúsunda hafa þegar látið lífið, meirihlutinn börn. Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF), segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þessu neyðarástandi. Verstur er vandinn í Sómalíu. Þar hefur matvælaverð hækkað gríðarlega og styrjaldarástand ríkt árum saman. Þegar við bætast gríðarlegir þurrkar verður úr því eitruð blanda segir Sigríður. „Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast hratt og örugglega við. Það sem vantar aðallega er fjármagn. Það skortir ekki viljann, en það vantar framlög til að útvega hjálpargögn. Í okkar huga, hjá UNICEF, er mikilvægast að meðhöndla börn sem eru orðin vannærð, og það verður að gera strax í dag. Sé það gert geta þau náð sér að fullu á örskömmum tíma.“ Meirihluti nauðstaddra börnSameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í tveimur héruðum Sómalíu sé orðið svo alvarlegt að þar sé brostin á hungursneyð. Þar eru aðstæðurnar orðnar svo skelfilegar að það má engan tíma missa til að bjarga fólki frá dauða. Einn af hverjum fimm sem þjást af vannæringu í Sómalíu er undir fimm ára aldri. Meirihluti þeirra sem þjást eru börn. Upplausnarástand hefur ríkt í Sómalíu undanfarin ár og erfitt eða ómögulegt að koma hjálpargögnum til landsins. Nú er ástandið orðið svo slæmt að stríðandi fylkingar innan landsins hafa heitið því að starfsmenn hjálparsamtaka verði látnir óáreittir og þeir fái að koma neyðarhjálp til nauðstaddra. Sigríður segir að þótt það sé ekki vandalaust að koma hjálpargögnum til Sómalíu séu birgðir þegar komnar á vettvang. Þó að ástandið sé verst í Sómalíu hafa þurrkar í Austur-Afríku einnig valdið uppskerubresti og matarskorti í nágrannaríkjum Sómalíu: Keníu, Eþíópíu og Djíbútí. Sigríður segir UNICEF senda hjálpargögn til þessara landa enda aðgerðir samhæfðar fyrir öll þau svæði þar sem uppskera hafi brugðist vegna þurrka. „Ástandið er verst í Sómalíu þar sem þrjú áföll hafa í raun dunið á fólki: matvælaverð sem hækkað hefur um allt að 270% á einu ári, verstu þurrkar í yfir 50 ár og átök. Í nágrannaríkjunum hafa ekki verið allsherjarátök, en á móti kemur að til þeirra koma flóttamenn frá Sómalíu. Það er erfitt fyrir nágrannaríkin að taka við flóttamannastraumi þar sem þau ríki eru líka í vanda.“ Þúsundir flýja yfir landamæri Sómalíu á hverjum degi, og stærstu flóttamannabúðir í heimi eru nú í austurhluta Keníu, þar sem nærri 400 þúsund manns búa í búðum sem engan veginn voru gerðar fyrir svo gríðarlegan fjölda. Meirihluti flóttafólksins eru konur og börn. Þarf að verða neyðarástandÍslendingar hafa í gegnum tíðina brugðist vel við hjálparkalli vegna neyðarástands í fjarlægum heimshlutum, og Sigríður segir að söfnun UNICEF fyrir börn í austurhluta Afríku gangi vel. „Við erum mjög hrærð yfir því hversu góðar viðtökur við höfum fengið, og hvað það eru margir sem virðast láta sig þetta varða, og það um hásumar þegar fólk hefur margt annað að hugsa um. Við höfum fundið fyrir því að fólk er óttaslegið, og áttar sig á því að það getur gert eitthvað til að lina þjáningarnar,“ segir Sigríður. „Við erum mjög meðvituð um það að hvert framlag skiptir máli. Við þurfum ekki endilega að gefa háar upphæðir til að þær komi að gagni. Við leggjum mikla áherslu á að margt smátt gerir eitt stórt, og litla Ísland getur svo sannarlega safnað fé sem skiptir máli. Sem betur fer eru margir Íslendingar aflögufærir, jafnvel þótt það sé ekki nema um nokkur hundruð krónur.“ Oft virðist sem barnið þurfi að detta ofan í brunninn áður en alþjóðasamfélagið bregst við ástandi eins og því sem nú er í austanverðri Afríku. Peningarnir virðast oft ekki byrja að streyma fyrr en ástandið er orðið virkilega slæmt, þó að sömu upphæðir hefði mögulega mátt nota fyrr til að koma í veg fyrir að vandinn yrði jafn slæmur og raun ber vitni. „Það var svo sannarlega ljóst í hvað stefndi, og hjálparstofnanir vöruðu við því. En hjálparstofnanir eins og UNICEF reka sig á frjálsum framlögum og geta ekki gert neitt nema fá til þess aðstoð frá almenningi og öðrum,“ segir Sigríður. „Það er alltaf erfitt að vekja fólk til meðvitundar um ástand sem er ekki þegar orðið – þó að það stefni í að verða mjög slæmt. Nú er ástandið þannig og þá ranka menn við sér. Þá förum við að sjá fréttamyndir að utan af fólki sem býr við algjöra neyð. Og þá fer allt í gang. En það sem við sjáum samt greinilega núna er að það er síður en svo orðið of seint að hjálpa,“ segir Sigríður. „Við erum þó, þegar allt kemur til alls, að bregðast við á tímum þegar hefur ekki orðið hungursneyð í öllum hlutum Sómalíu, það hefur ekki orðið hungursneyð í nágrannaríkjunum. UNICEF telur að ef ekki verði brugðist við gæti hungursneyðin breiðst út um alla sunnanverða Sómalíu á innan við tveimur mánuðum. Það er enn þá tækifæri til að grípa inn í.“ Ekki bara eyðimörk og hungurStarfsmönnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að vonum umhugað um hvernig ástandið kemur við börn á svæðinu. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta virðist fyrst og fremst vera neyðarástand meðal barna. Meirihluti þeirra sem þjást í Sómalíu eru börn, og börn eru í meirihluta þeirra tugþúsunda sem hafa þegar fallið í Sómalíu. Því yngri sem börnin eru því líklegra er að þau látist,“ segir Sigríður. Hún hefur sjálf ferðast víða, meðal annars til Eþíópíu og Keníu, tveggja af þeim löndum sem nú er safnað fyrir. „Það var ákaflega upplýsandi að ferðast þangað. Það er gott að hafa í huga, sem maður sér auðvitað ef maður kemur á þessar slóðir, að það er langt því frá að þarna ríki einungis hungursneyð og ömurleiki. Eþíópía, sem dæmi, er land sem er eins og heil heimsálfa. Þar er allt frá háum fjöllum að eyðimörkum, og þar á milli litrík græn svæði. Þar er gríðarlegur margbreytileiki, enda búa margar þjóðir í þessu stóra landi. En þar er líka fólk sem hefur það mjög slæmt. Þar eru margir sem þjást og mikilvægt að koma þeim til aðstoðar.“ Af fréttamyndum sem berast frá þessum heimshluta er auðvelt að gera sér í hugarlund að þetta sé ein eyðimörk, en þá verður að hafa í huga að þurrkarnir í austanverðri Afríku nú eru þeir mestu í hálfa öld. „Það er alltaf hollt að muna að myndin er miklu flóknari en sú mynd sem fjölmiðlar ná að sýna okkur, hvort sem er á þessu svæði eða öðrum sem komast í fjölmiðlana vegna hörmunga.“ Getum ekki bjargað öllumSigríður hefur oftar verið hinum megin við borðið, en hún hefur mikið skrifað um fjarlæg lönd sem blaðamaður, auk þess sem lokaverkefni hennar í heimspeki snerist um þá spurningu hvort við berum siðferðilega skyldu til að hjálpa öðrum og hvernig sú skylda vakni þá. „Þegar maður fer af stað og sér hvað heimurinn er margbreytilegur, hvað það eru margir sem búa við neyð, og hvað Íslendingar sem þjóð eru að mörgu leyti heppnir, fyllist maður auðvitað einhverjum eldmóði. Einhverri von um að það sé hægt að gera eitthvað til að bregðast við þessum vandamálum,“ segir Sigríður. „Auðvitað vona ég að það sem við erum að gera breyti einhverju. Það er ekki hægt að ætla sér að gera kraftaverk á hverjum degi, og ég veit að við erum frekar fá og smá hér á Íslandi. En það verður að hugsa að margt smátt geri eitt stórt. Droparnir mynda á endanum hafið. Ég held að litlir hlutir geti á endanum skipt máli. Það þarf oft ekki mikið til að breyta, og það hvetur mann áfram,“ segir Sigríður. „Við getum kannski ekki bjargað öllum heimsins börnum, en við getum svo sannarlega bjargað einhverjum.“ Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Hungursneyð ríkir í tveimur héruðum Sómalíu og tugir þúsunda hafa látist. Ástandið í nágrannaríkjunum er sömuleiðis alvarlegt. Sigríður Víðis Jónsdóttir hjá UNICEF segir í samtali við Brján Jónasson að bregðast verði tafarlaust við til að bjarga fólki sem líður skort. Þjóðir í austanverðri Afríku glíma nú við verstu þurrka á svæðinu í hálfa öld, og hefur ástandið þegar valdið mikilli neyð á stóru svæði. Tugir þúsunda hafa þegar látið lífið, meirihlutinn börn. Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF), segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þessu neyðarástandi. Verstur er vandinn í Sómalíu. Þar hefur matvælaverð hækkað gríðarlega og styrjaldarástand ríkt árum saman. Þegar við bætast gríðarlegir þurrkar verður úr því eitruð blanda segir Sigríður. „Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast hratt og örugglega við. Það sem vantar aðallega er fjármagn. Það skortir ekki viljann, en það vantar framlög til að útvega hjálpargögn. Í okkar huga, hjá UNICEF, er mikilvægast að meðhöndla börn sem eru orðin vannærð, og það verður að gera strax í dag. Sé það gert geta þau náð sér að fullu á örskömmum tíma.“ Meirihluti nauðstaddra börnSameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í tveimur héruðum Sómalíu sé orðið svo alvarlegt að þar sé brostin á hungursneyð. Þar eru aðstæðurnar orðnar svo skelfilegar að það má engan tíma missa til að bjarga fólki frá dauða. Einn af hverjum fimm sem þjást af vannæringu í Sómalíu er undir fimm ára aldri. Meirihluti þeirra sem þjást eru börn. Upplausnarástand hefur ríkt í Sómalíu undanfarin ár og erfitt eða ómögulegt að koma hjálpargögnum til landsins. Nú er ástandið orðið svo slæmt að stríðandi fylkingar innan landsins hafa heitið því að starfsmenn hjálparsamtaka verði látnir óáreittir og þeir fái að koma neyðarhjálp til nauðstaddra. Sigríður segir að þótt það sé ekki vandalaust að koma hjálpargögnum til Sómalíu séu birgðir þegar komnar á vettvang. Þó að ástandið sé verst í Sómalíu hafa þurrkar í Austur-Afríku einnig valdið uppskerubresti og matarskorti í nágrannaríkjum Sómalíu: Keníu, Eþíópíu og Djíbútí. Sigríður segir UNICEF senda hjálpargögn til þessara landa enda aðgerðir samhæfðar fyrir öll þau svæði þar sem uppskera hafi brugðist vegna þurrka. „Ástandið er verst í Sómalíu þar sem þrjú áföll hafa í raun dunið á fólki: matvælaverð sem hækkað hefur um allt að 270% á einu ári, verstu þurrkar í yfir 50 ár og átök. Í nágrannaríkjunum hafa ekki verið allsherjarátök, en á móti kemur að til þeirra koma flóttamenn frá Sómalíu. Það er erfitt fyrir nágrannaríkin að taka við flóttamannastraumi þar sem þau ríki eru líka í vanda.“ Þúsundir flýja yfir landamæri Sómalíu á hverjum degi, og stærstu flóttamannabúðir í heimi eru nú í austurhluta Keníu, þar sem nærri 400 þúsund manns búa í búðum sem engan veginn voru gerðar fyrir svo gríðarlegan fjölda. Meirihluti flóttafólksins eru konur og börn. Þarf að verða neyðarástandÍslendingar hafa í gegnum tíðina brugðist vel við hjálparkalli vegna neyðarástands í fjarlægum heimshlutum, og Sigríður segir að söfnun UNICEF fyrir börn í austurhluta Afríku gangi vel. „Við erum mjög hrærð yfir því hversu góðar viðtökur við höfum fengið, og hvað það eru margir sem virðast láta sig þetta varða, og það um hásumar þegar fólk hefur margt annað að hugsa um. Við höfum fundið fyrir því að fólk er óttaslegið, og áttar sig á því að það getur gert eitthvað til að lina þjáningarnar,“ segir Sigríður. „Við erum mjög meðvituð um það að hvert framlag skiptir máli. Við þurfum ekki endilega að gefa háar upphæðir til að þær komi að gagni. Við leggjum mikla áherslu á að margt smátt gerir eitt stórt, og litla Ísland getur svo sannarlega safnað fé sem skiptir máli. Sem betur fer eru margir Íslendingar aflögufærir, jafnvel þótt það sé ekki nema um nokkur hundruð krónur.“ Oft virðist sem barnið þurfi að detta ofan í brunninn áður en alþjóðasamfélagið bregst við ástandi eins og því sem nú er í austanverðri Afríku. Peningarnir virðast oft ekki byrja að streyma fyrr en ástandið er orðið virkilega slæmt, þó að sömu upphæðir hefði mögulega mátt nota fyrr til að koma í veg fyrir að vandinn yrði jafn slæmur og raun ber vitni. „Það var svo sannarlega ljóst í hvað stefndi, og hjálparstofnanir vöruðu við því. En hjálparstofnanir eins og UNICEF reka sig á frjálsum framlögum og geta ekki gert neitt nema fá til þess aðstoð frá almenningi og öðrum,“ segir Sigríður. „Það er alltaf erfitt að vekja fólk til meðvitundar um ástand sem er ekki þegar orðið – þó að það stefni í að verða mjög slæmt. Nú er ástandið þannig og þá ranka menn við sér. Þá förum við að sjá fréttamyndir að utan af fólki sem býr við algjöra neyð. Og þá fer allt í gang. En það sem við sjáum samt greinilega núna er að það er síður en svo orðið of seint að hjálpa,“ segir Sigríður. „Við erum þó, þegar allt kemur til alls, að bregðast við á tímum þegar hefur ekki orðið hungursneyð í öllum hlutum Sómalíu, það hefur ekki orðið hungursneyð í nágrannaríkjunum. UNICEF telur að ef ekki verði brugðist við gæti hungursneyðin breiðst út um alla sunnanverða Sómalíu á innan við tveimur mánuðum. Það er enn þá tækifæri til að grípa inn í.“ Ekki bara eyðimörk og hungurStarfsmönnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að vonum umhugað um hvernig ástandið kemur við börn á svæðinu. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta virðist fyrst og fremst vera neyðarástand meðal barna. Meirihluti þeirra sem þjást í Sómalíu eru börn, og börn eru í meirihluta þeirra tugþúsunda sem hafa þegar fallið í Sómalíu. Því yngri sem börnin eru því líklegra er að þau látist,“ segir Sigríður. Hún hefur sjálf ferðast víða, meðal annars til Eþíópíu og Keníu, tveggja af þeim löndum sem nú er safnað fyrir. „Það var ákaflega upplýsandi að ferðast þangað. Það er gott að hafa í huga, sem maður sér auðvitað ef maður kemur á þessar slóðir, að það er langt því frá að þarna ríki einungis hungursneyð og ömurleiki. Eþíópía, sem dæmi, er land sem er eins og heil heimsálfa. Þar er allt frá háum fjöllum að eyðimörkum, og þar á milli litrík græn svæði. Þar er gríðarlegur margbreytileiki, enda búa margar þjóðir í þessu stóra landi. En þar er líka fólk sem hefur það mjög slæmt. Þar eru margir sem þjást og mikilvægt að koma þeim til aðstoðar.“ Af fréttamyndum sem berast frá þessum heimshluta er auðvelt að gera sér í hugarlund að þetta sé ein eyðimörk, en þá verður að hafa í huga að þurrkarnir í austanverðri Afríku nú eru þeir mestu í hálfa öld. „Það er alltaf hollt að muna að myndin er miklu flóknari en sú mynd sem fjölmiðlar ná að sýna okkur, hvort sem er á þessu svæði eða öðrum sem komast í fjölmiðlana vegna hörmunga.“ Getum ekki bjargað öllumSigríður hefur oftar verið hinum megin við borðið, en hún hefur mikið skrifað um fjarlæg lönd sem blaðamaður, auk þess sem lokaverkefni hennar í heimspeki snerist um þá spurningu hvort við berum siðferðilega skyldu til að hjálpa öðrum og hvernig sú skylda vakni þá. „Þegar maður fer af stað og sér hvað heimurinn er margbreytilegur, hvað það eru margir sem búa við neyð, og hvað Íslendingar sem þjóð eru að mörgu leyti heppnir, fyllist maður auðvitað einhverjum eldmóði. Einhverri von um að það sé hægt að gera eitthvað til að bregðast við þessum vandamálum,“ segir Sigríður. „Auðvitað vona ég að það sem við erum að gera breyti einhverju. Það er ekki hægt að ætla sér að gera kraftaverk á hverjum degi, og ég veit að við erum frekar fá og smá hér á Íslandi. En það verður að hugsa að margt smátt geri eitt stórt. Droparnir mynda á endanum hafið. Ég held að litlir hlutir geti á endanum skipt máli. Það þarf oft ekki mikið til að breyta, og það hvetur mann áfram,“ segir Sigríður. „Við getum kannski ekki bjargað öllum heimsins börnum, en við getum svo sannarlega bjargað einhverjum.“
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira