Hyggst stefna Bolungarvíkurkaupstað 20. júlí 2011 07:00 Frá höfninni í Bolungarvík. Haukur Vagnsson segir að nokkur sveitarfélög hafi boðið fyrirtæki hans að koma og nú sé hann farinn að íhuga að róa úr annarri höfn eftir skipulagsdeiluna við Bolungarvíkurkaupstað. mynd/vilmundur hansen Haukur Vagnsson Fyrirtækið Kjarnabúð íhugar nú að stefna Bolungvíkurkaupstað eftir að lóð, þar sem fyrirtæki áformaði að reisa tuttugu hús fyrir ferðamenn, var úthlutað fyrirtækinu Icelandic Sea Angling í byrjun þessa mánaðar. Haukur Vagnsson, forsvarsmaður Kjarnabúða, segir að gert hafi verið deiluskipulag á svæðinu þar sem Kjarnabúð hafi óskað eftir lóðum þar fyrir húsin í apríl 2008. Enn fremur segir hann að seinagangur bæjaryfirvalda við að vinna deiluskipulagið hafi orðið til þess að 300 milljóna fjármögnun sem búið var að tryggja til verkefnisins hafi farið forgörðum. Það var þýska fyrirtækið Kingfisher Reisen, sem er einn af stærstu ferðaþjónustuaðilum í Evrópu í sölu stangveiðiferða, sem var í samstarfi við Kjarnabúðir í þessu verkefni. Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segir að ekki hafi verið hægt að úthluta Kjarnabúð lóðinni þar sem fyrirtækið hafi ekki lagt inn formlega umsókn. Auk þess sé lóð sem Haukur hafi upphaflega haft mestan áhuga á árið 2008 enn á lausu.Elías Jónatansson„Haukur hefur í þrígang verið hvattur til þess að senda inn með formlegum hætti umsókn um þær lóðir sem hann eða Kjarnabúð hyggst byggja á," segir Elías. „Fyrst munnlega á fundi 31. mars 2010, næst með formlegu bréfi 8. apríl 2010 og nú síðast með tölvubréfi þann 31. maí síðastliðinn." Haukur segir hins vegar að fyrirtækið hafi sótt um árið 2008 og síðan staðfest við bæjaryfirvöld skriflega að sú umsókn stæði og fyrirtækið hygðist enn nýta lóðina. Í framhaldi af því benti Elías Hauki á að hafa samband við Gísla Gunnlaugsson, byggingarfulltrúa Bolungarvíkurkaupstaðar, um það hvernig ferlinu skyldi háttað. Haukur segist hafa gert það og hafi verið að tryggja að fjármögnunin væri fyrir hendi áður en hann legði inn þessa umsókn. Haukur segir að hann sé ásamt lögfræðingi sínum að undirbúa málshöfðun. Bæði hafi tafirnar á deiliskipulaginu valdið þeim tjóni og nú verði hann fyrir skakkaföllum þar sem mjög margir ferðamenn sem komi til frístundaveiða vilji búa í einbýlishúsum en ekki á hótelherbergjum og íbúðum svo fyrirtækið verði af miklum fjölda hafi það ekki yfir einbýlishúsum að ráða. Elías segist ekki kvíða því ef Kjarnabúð stefni bænum. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stóð en við getum ekki gengið svo langt að sækja um fyrir hann ef hann vill það ekki sjálfur," segir hann.jse@frettabladid.is Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Haukur Vagnsson Fyrirtækið Kjarnabúð íhugar nú að stefna Bolungvíkurkaupstað eftir að lóð, þar sem fyrirtæki áformaði að reisa tuttugu hús fyrir ferðamenn, var úthlutað fyrirtækinu Icelandic Sea Angling í byrjun þessa mánaðar. Haukur Vagnsson, forsvarsmaður Kjarnabúða, segir að gert hafi verið deiluskipulag á svæðinu þar sem Kjarnabúð hafi óskað eftir lóðum þar fyrir húsin í apríl 2008. Enn fremur segir hann að seinagangur bæjaryfirvalda við að vinna deiluskipulagið hafi orðið til þess að 300 milljóna fjármögnun sem búið var að tryggja til verkefnisins hafi farið forgörðum. Það var þýska fyrirtækið Kingfisher Reisen, sem er einn af stærstu ferðaþjónustuaðilum í Evrópu í sölu stangveiðiferða, sem var í samstarfi við Kjarnabúðir í þessu verkefni. Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segir að ekki hafi verið hægt að úthluta Kjarnabúð lóðinni þar sem fyrirtækið hafi ekki lagt inn formlega umsókn. Auk þess sé lóð sem Haukur hafi upphaflega haft mestan áhuga á árið 2008 enn á lausu.Elías Jónatansson„Haukur hefur í þrígang verið hvattur til þess að senda inn með formlegum hætti umsókn um þær lóðir sem hann eða Kjarnabúð hyggst byggja á," segir Elías. „Fyrst munnlega á fundi 31. mars 2010, næst með formlegu bréfi 8. apríl 2010 og nú síðast með tölvubréfi þann 31. maí síðastliðinn." Haukur segir hins vegar að fyrirtækið hafi sótt um árið 2008 og síðan staðfest við bæjaryfirvöld skriflega að sú umsókn stæði og fyrirtækið hygðist enn nýta lóðina. Í framhaldi af því benti Elías Hauki á að hafa samband við Gísla Gunnlaugsson, byggingarfulltrúa Bolungarvíkurkaupstaðar, um það hvernig ferlinu skyldi háttað. Haukur segist hafa gert það og hafi verið að tryggja að fjármögnunin væri fyrir hendi áður en hann legði inn þessa umsókn. Haukur segir að hann sé ásamt lögfræðingi sínum að undirbúa málshöfðun. Bæði hafi tafirnar á deiliskipulaginu valdið þeim tjóni og nú verði hann fyrir skakkaföllum þar sem mjög margir ferðamenn sem komi til frístundaveiða vilji búa í einbýlishúsum en ekki á hótelherbergjum og íbúðum svo fyrirtækið verði af miklum fjölda hafi það ekki yfir einbýlishúsum að ráða. Elías segist ekki kvíða því ef Kjarnabúð stefni bænum. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stóð en við getum ekki gengið svo langt að sækja um fyrir hann ef hann vill það ekki sjálfur," segir hann.jse@frettabladid.is
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira