Mismunun fóstra Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 19. júlí 2011 07:00 Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs–heilkenni. Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs-heilkenni. Það er rétt sem fram hefur komið, að það er mjög umdeilt að fóstur með Downs séu leituð uppi og foreldrum svo boðið upp á „val" um það hvort það eigi að eyða fóstrinu. Haft er eftir yfirlækni Landsspítala að ríkið sé ekki að leita að neinu, það séu einstaklingarnir/parið sem á von á barni sem eigi val um fóstureyðingu. Heilbrigðisstarfsfólk veiti aðeins upplýsingar til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort það vilji greiningu eða ekki. Hin „upplýsta ákvörðun" sem mönnum er svo mikilvæg að sé tekin þegar fóstur er talið með Downs er svo upplýst að það heyrir til algjörrar undantekningar að niðurstaðan sé önnur en sú að láta eyða fóstrinu. Ef samfélagið telur það yfir höfuð siðferðislega rétt að flokka fóstur og í raun draga eina „tegund" einstaklinga út og segja við verðandi foreldra þitt barn verður öðruvísi en önnur börn, þitt barn er í aukinni hættu á að fá hitt og þetta og þitt barn verður svona og svona. Ef þetta þykir rétt, sem það náttúrulega er alls ekki, er þá ekki rétt að hluti af hinu upplýsta vali sé að hitta einstakling með Downs og foreldra einstaklings með Downs? Margir foreldrar Downs-barna eru tilbúnir í slíkt samtal. Verðandi foreldrar nýta sér oft þann valkost að fá að vita hvort fóstur er drengur eða stúlka. Ef öll fóstur eru „jöfn" að verðleikum, því eru þá ekki t.d. verðandi foreldrar stúlkna upplýstir um allar þær mögulegu hættur sem stúlkur eru í, að þær séu í meiri hættu en t.d. drengir á að fá hina og þessa sjúkdóma. Svo má auðvitað nefna að við lifum í karlasamfélagi og að möguleikar stúlkna eru mun minni en drengja, að fleiri konur séu yfirleitt á atvinnuleysisskrá, að það séu verulegar líkur á að stúlka verði fyrir kynferðislegri misbeitingu og áfram má telja. Að sjálfsögðu hafa foreldrarnir val, það var aðeins verið að veita upplýsingar! Hversu margir foreldrar stúlkubarna myndu fara í fóstureyðingu og bara „reyna aftur"? Það má því miður segja að það sé ekki til neinn hópur einstaklinga sem býr við jafn mikla fordóma og einstaklingar með Downs. Það er allavega ekki til neinn annar hópur sem leitað er að í móðurkviði með það raunverulega markmið að honum sé eytt. Hvað segja tölurnar? Í Danmörku er 99% fóstra með Downs eytt. Í Englandi var 482 fóstrum með Downs eytt árið 2010, þar af voru 10 þar sem móðir var gengin yfir 6 mánuði. Á Íslandi er það þannig að það eru nánast allir sem láta eyða fóstri sé talið að fóstrið sé með Downs. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir hérlendis, allavega ekki fyrir almenning. Vandamálið er ekki einstaklingar með Downs, vandamálið eru fordómar og siðferði sem ekki á að vera samboðið þroskaðri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs–heilkenni. Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs-heilkenni. Það er rétt sem fram hefur komið, að það er mjög umdeilt að fóstur með Downs séu leituð uppi og foreldrum svo boðið upp á „val" um það hvort það eigi að eyða fóstrinu. Haft er eftir yfirlækni Landsspítala að ríkið sé ekki að leita að neinu, það séu einstaklingarnir/parið sem á von á barni sem eigi val um fóstureyðingu. Heilbrigðisstarfsfólk veiti aðeins upplýsingar til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort það vilji greiningu eða ekki. Hin „upplýsta ákvörðun" sem mönnum er svo mikilvæg að sé tekin þegar fóstur er talið með Downs er svo upplýst að það heyrir til algjörrar undantekningar að niðurstaðan sé önnur en sú að láta eyða fóstrinu. Ef samfélagið telur það yfir höfuð siðferðislega rétt að flokka fóstur og í raun draga eina „tegund" einstaklinga út og segja við verðandi foreldra þitt barn verður öðruvísi en önnur börn, þitt barn er í aukinni hættu á að fá hitt og þetta og þitt barn verður svona og svona. Ef þetta þykir rétt, sem það náttúrulega er alls ekki, er þá ekki rétt að hluti af hinu upplýsta vali sé að hitta einstakling með Downs og foreldra einstaklings með Downs? Margir foreldrar Downs-barna eru tilbúnir í slíkt samtal. Verðandi foreldrar nýta sér oft þann valkost að fá að vita hvort fóstur er drengur eða stúlka. Ef öll fóstur eru „jöfn" að verðleikum, því eru þá ekki t.d. verðandi foreldrar stúlkna upplýstir um allar þær mögulegu hættur sem stúlkur eru í, að þær séu í meiri hættu en t.d. drengir á að fá hina og þessa sjúkdóma. Svo má auðvitað nefna að við lifum í karlasamfélagi og að möguleikar stúlkna eru mun minni en drengja, að fleiri konur séu yfirleitt á atvinnuleysisskrá, að það séu verulegar líkur á að stúlka verði fyrir kynferðislegri misbeitingu og áfram má telja. Að sjálfsögðu hafa foreldrarnir val, það var aðeins verið að veita upplýsingar! Hversu margir foreldrar stúlkubarna myndu fara í fóstureyðingu og bara „reyna aftur"? Það má því miður segja að það sé ekki til neinn hópur einstaklinga sem býr við jafn mikla fordóma og einstaklingar með Downs. Það er allavega ekki til neinn annar hópur sem leitað er að í móðurkviði með það raunverulega markmið að honum sé eytt. Hvað segja tölurnar? Í Danmörku er 99% fóstra með Downs eytt. Í Englandi var 482 fóstrum með Downs eytt árið 2010, þar af voru 10 þar sem móðir var gengin yfir 6 mánuði. Á Íslandi er það þannig að það eru nánast allir sem láta eyða fóstri sé talið að fóstrið sé með Downs. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir hérlendis, allavega ekki fyrir almenning. Vandamálið er ekki einstaklingar með Downs, vandamálið eru fordómar og siðferði sem ekki á að vera samboðið þroskaðri þjóð.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun