Mismunun fóstra Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 19. júlí 2011 07:00 Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs–heilkenni. Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs-heilkenni. Það er rétt sem fram hefur komið, að það er mjög umdeilt að fóstur með Downs séu leituð uppi og foreldrum svo boðið upp á „val" um það hvort það eigi að eyða fóstrinu. Haft er eftir yfirlækni Landsspítala að ríkið sé ekki að leita að neinu, það séu einstaklingarnir/parið sem á von á barni sem eigi val um fóstureyðingu. Heilbrigðisstarfsfólk veiti aðeins upplýsingar til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort það vilji greiningu eða ekki. Hin „upplýsta ákvörðun" sem mönnum er svo mikilvæg að sé tekin þegar fóstur er talið með Downs er svo upplýst að það heyrir til algjörrar undantekningar að niðurstaðan sé önnur en sú að láta eyða fóstrinu. Ef samfélagið telur það yfir höfuð siðferðislega rétt að flokka fóstur og í raun draga eina „tegund" einstaklinga út og segja við verðandi foreldra þitt barn verður öðruvísi en önnur börn, þitt barn er í aukinni hættu á að fá hitt og þetta og þitt barn verður svona og svona. Ef þetta þykir rétt, sem það náttúrulega er alls ekki, er þá ekki rétt að hluti af hinu upplýsta vali sé að hitta einstakling með Downs og foreldra einstaklings með Downs? Margir foreldrar Downs-barna eru tilbúnir í slíkt samtal. Verðandi foreldrar nýta sér oft þann valkost að fá að vita hvort fóstur er drengur eða stúlka. Ef öll fóstur eru „jöfn" að verðleikum, því eru þá ekki t.d. verðandi foreldrar stúlkna upplýstir um allar þær mögulegu hættur sem stúlkur eru í, að þær séu í meiri hættu en t.d. drengir á að fá hina og þessa sjúkdóma. Svo má auðvitað nefna að við lifum í karlasamfélagi og að möguleikar stúlkna eru mun minni en drengja, að fleiri konur séu yfirleitt á atvinnuleysisskrá, að það séu verulegar líkur á að stúlka verði fyrir kynferðislegri misbeitingu og áfram má telja. Að sjálfsögðu hafa foreldrarnir val, það var aðeins verið að veita upplýsingar! Hversu margir foreldrar stúlkubarna myndu fara í fóstureyðingu og bara „reyna aftur"? Það má því miður segja að það sé ekki til neinn hópur einstaklinga sem býr við jafn mikla fordóma og einstaklingar með Downs. Það er allavega ekki til neinn annar hópur sem leitað er að í móðurkviði með það raunverulega markmið að honum sé eytt. Hvað segja tölurnar? Í Danmörku er 99% fóstra með Downs eytt. Í Englandi var 482 fóstrum með Downs eytt árið 2010, þar af voru 10 þar sem móðir var gengin yfir 6 mánuði. Á Íslandi er það þannig að það eru nánast allir sem láta eyða fóstri sé talið að fóstrið sé með Downs. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir hérlendis, allavega ekki fyrir almenning. Vandamálið er ekki einstaklingar með Downs, vandamálið eru fordómar og siðferði sem ekki á að vera samboðið þroskaðri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs–heilkenni. Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs-heilkenni. Það er rétt sem fram hefur komið, að það er mjög umdeilt að fóstur með Downs séu leituð uppi og foreldrum svo boðið upp á „val" um það hvort það eigi að eyða fóstrinu. Haft er eftir yfirlækni Landsspítala að ríkið sé ekki að leita að neinu, það séu einstaklingarnir/parið sem á von á barni sem eigi val um fóstureyðingu. Heilbrigðisstarfsfólk veiti aðeins upplýsingar til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort það vilji greiningu eða ekki. Hin „upplýsta ákvörðun" sem mönnum er svo mikilvæg að sé tekin þegar fóstur er talið með Downs er svo upplýst að það heyrir til algjörrar undantekningar að niðurstaðan sé önnur en sú að láta eyða fóstrinu. Ef samfélagið telur það yfir höfuð siðferðislega rétt að flokka fóstur og í raun draga eina „tegund" einstaklinga út og segja við verðandi foreldra þitt barn verður öðruvísi en önnur börn, þitt barn er í aukinni hættu á að fá hitt og þetta og þitt barn verður svona og svona. Ef þetta þykir rétt, sem það náttúrulega er alls ekki, er þá ekki rétt að hluti af hinu upplýsta vali sé að hitta einstakling með Downs og foreldra einstaklings með Downs? Margir foreldrar Downs-barna eru tilbúnir í slíkt samtal. Verðandi foreldrar nýta sér oft þann valkost að fá að vita hvort fóstur er drengur eða stúlka. Ef öll fóstur eru „jöfn" að verðleikum, því eru þá ekki t.d. verðandi foreldrar stúlkna upplýstir um allar þær mögulegu hættur sem stúlkur eru í, að þær séu í meiri hættu en t.d. drengir á að fá hina og þessa sjúkdóma. Svo má auðvitað nefna að við lifum í karlasamfélagi og að möguleikar stúlkna eru mun minni en drengja, að fleiri konur séu yfirleitt á atvinnuleysisskrá, að það séu verulegar líkur á að stúlka verði fyrir kynferðislegri misbeitingu og áfram má telja. Að sjálfsögðu hafa foreldrarnir val, það var aðeins verið að veita upplýsingar! Hversu margir foreldrar stúlkubarna myndu fara í fóstureyðingu og bara „reyna aftur"? Það má því miður segja að það sé ekki til neinn hópur einstaklinga sem býr við jafn mikla fordóma og einstaklingar með Downs. Það er allavega ekki til neinn annar hópur sem leitað er að í móðurkviði með það raunverulega markmið að honum sé eytt. Hvað segja tölurnar? Í Danmörku er 99% fóstra með Downs eytt. Í Englandi var 482 fóstrum með Downs eytt árið 2010, þar af voru 10 þar sem móðir var gengin yfir 6 mánuði. Á Íslandi er það þannig að það eru nánast allir sem láta eyða fóstri sé talið að fóstrið sé með Downs. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir hérlendis, allavega ekki fyrir almenning. Vandamálið er ekki einstaklingar með Downs, vandamálið eru fordómar og siðferði sem ekki á að vera samboðið þroskaðri þjóð.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun