Akademísk aðskilnaðarstefna Kristinn Már Ársælsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Greinin birtist áður 9. júlí en er nú endurbirt með grafinu. Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki góð. Raunar er staðan að mörgu leyti svo slæm að furðu sætir. Í meistararannsókn minni á valddreifingu og formgerð hins akademíska vettvangs kom m.a. í ljós að félags- og hugvísindamenn upplifa sig sem undirmálshóp innan akademíunnar. Hugvísindamönnum þótti sem þeir væru undir óeðlilegum kröfum raunvísindamanna um að stunda vísindi á ensku. Það er að stunda vísindi á forsendum raunvísindanna. Félagsvísindamönnum þótti sem þeir væru ekki metnir að verðleikum sem vísindamenn og sumir lýstu ástandinu jafnvel sem „akademískri aðskilnaðarstefnu milli félagsvísinda og raunvísinda. Ástæða þess að félags- og hugvísindamenn upplifa stöðu sína gagnvart raun- og læknavísindum sem óréttláta byggir á ójafnri stöðu greinanna innan skólans. Hlutfall nemenda á fastráðna kennara er einn þeirra mælikvarða sem notaðir eru til að meta gæði háskóla víða um heim. Mælikvarðinn metur hversu mikið ráðrúm hver kennari hefur fyrir nemendur sína og sömuleiðis í rannsóknir. Vísindamaður sem ber ábyrgð á níu nemendum getur betur sinnt þeim og sínum eigin rannsóknum en sá sem ber ábyrgð á rúmlega fjörutíu nemendum. Þeir skólar sem stæra sig af góðum gæðum hvað þetta hlutfall varðar eru með tíu nemendur eða færri á hvern fastráðinn kennara. Meðaltalshlutfallið fyrir HÍ er nú rúmlega tvisvar sinnum það, eða 23 nemendur á hvern kennara. Hlutfallið var fjórtán nemendur á kennara árið 1994 og hefur snarversnað síðan þá. Meðaltalið segir hins vegar ekki alla söguna því talsverður breytileiki er milli vísindagreina innan HÍ hvað þetta varðar eins og sjá má á línuritinu. Nemendum á kennara hefur fjölgað í hugvísindum en þó sérstaklega félagsvísindum frá árinu 1994 á sama tíma og hlutfallið hefur staðið í stað í raun- og læknavísindum. Á þessu tímabili fjölgaði nemendum en þó í samræmi við væntingar sé litið til hlutfallslegrar fjölgunar í gegnum söguna og þróunar í öðrum löndum. Þessari aukningu nemenda var augljóslega ekki mætt með fjármagni til þess að viðhalda þeim gæðum sem voru árið 1994 og félags- og hugvísindi tóku á sig fall í gæðum til að þeim mætti viðhalda í raun- og læknavísindum. Nemendur á kennara í félagsvísindum eru nú yfir 50 en hafa haldist í kringum tíu í raun- og læknavísindum.Stundum er því haldið fram af raunvísindafólki að kennsla í félags- og hugvísindum byggist á öðrum forsendum en í þeirra eigin greinum. Það vill þannig til að þekking á kennslu og þekkingarmiðlun er mest innan félagsvísinda, nánar tiltekið kennslufræða, og samkvæmt þeim eru forsendur góðrar kennslu áþekkar milli greina. Og þetta vita allir góðir kennarar og vísindamenn. Vísindin læra menn með því að framkvæma vísindi í frjóu og metnaðarfullu akademísku umhverfi og síðast en ekki síst með því að eiga í samræðu við aðra vísindamenn. Verklegir tímar eru nauðsynlegir í öllum vísindagreinum. Ástæðan fyrir því að félags- og hugvísindi fá ekki nema brot af því fjármagni sem rennur til raun- og læknavísinda er sú að þau njóta ekki réttmætrar virðingar, þau hafa ekki sama akademíska vald og raun- og læknavísindin. Félags- og hugvísindi eru ekki annars flokks og þessa mismunun þarf að leiðrétta án tafar. Réttast væri að greidd væri sama fjárhæð til kennslu með öllum háskólanemum en sérstaklega fyrir tækjabúnað. Tryggja þarf öllum nemendum samsvarandi gæði kennslu. Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra bera ábyrgð á því að tryggja hug- og félagsvísindum ásættanlegar aðstæður til jafns við aðrar vísindagreinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Greinin birtist áður 9. júlí en er nú endurbirt með grafinu. Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki góð. Raunar er staðan að mörgu leyti svo slæm að furðu sætir. Í meistararannsókn minni á valddreifingu og formgerð hins akademíska vettvangs kom m.a. í ljós að félags- og hugvísindamenn upplifa sig sem undirmálshóp innan akademíunnar. Hugvísindamönnum þótti sem þeir væru undir óeðlilegum kröfum raunvísindamanna um að stunda vísindi á ensku. Það er að stunda vísindi á forsendum raunvísindanna. Félagsvísindamönnum þótti sem þeir væru ekki metnir að verðleikum sem vísindamenn og sumir lýstu ástandinu jafnvel sem „akademískri aðskilnaðarstefnu milli félagsvísinda og raunvísinda. Ástæða þess að félags- og hugvísindamenn upplifa stöðu sína gagnvart raun- og læknavísindum sem óréttláta byggir á ójafnri stöðu greinanna innan skólans. Hlutfall nemenda á fastráðna kennara er einn þeirra mælikvarða sem notaðir eru til að meta gæði háskóla víða um heim. Mælikvarðinn metur hversu mikið ráðrúm hver kennari hefur fyrir nemendur sína og sömuleiðis í rannsóknir. Vísindamaður sem ber ábyrgð á níu nemendum getur betur sinnt þeim og sínum eigin rannsóknum en sá sem ber ábyrgð á rúmlega fjörutíu nemendum. Þeir skólar sem stæra sig af góðum gæðum hvað þetta hlutfall varðar eru með tíu nemendur eða færri á hvern fastráðinn kennara. Meðaltalshlutfallið fyrir HÍ er nú rúmlega tvisvar sinnum það, eða 23 nemendur á hvern kennara. Hlutfallið var fjórtán nemendur á kennara árið 1994 og hefur snarversnað síðan þá. Meðaltalið segir hins vegar ekki alla söguna því talsverður breytileiki er milli vísindagreina innan HÍ hvað þetta varðar eins og sjá má á línuritinu. Nemendum á kennara hefur fjölgað í hugvísindum en þó sérstaklega félagsvísindum frá árinu 1994 á sama tíma og hlutfallið hefur staðið í stað í raun- og læknavísindum. Á þessu tímabili fjölgaði nemendum en þó í samræmi við væntingar sé litið til hlutfallslegrar fjölgunar í gegnum söguna og þróunar í öðrum löndum. Þessari aukningu nemenda var augljóslega ekki mætt með fjármagni til þess að viðhalda þeim gæðum sem voru árið 1994 og félags- og hugvísindi tóku á sig fall í gæðum til að þeim mætti viðhalda í raun- og læknavísindum. Nemendur á kennara í félagsvísindum eru nú yfir 50 en hafa haldist í kringum tíu í raun- og læknavísindum.Stundum er því haldið fram af raunvísindafólki að kennsla í félags- og hugvísindum byggist á öðrum forsendum en í þeirra eigin greinum. Það vill þannig til að þekking á kennslu og þekkingarmiðlun er mest innan félagsvísinda, nánar tiltekið kennslufræða, og samkvæmt þeim eru forsendur góðrar kennslu áþekkar milli greina. Og þetta vita allir góðir kennarar og vísindamenn. Vísindin læra menn með því að framkvæma vísindi í frjóu og metnaðarfullu akademísku umhverfi og síðast en ekki síst með því að eiga í samræðu við aðra vísindamenn. Verklegir tímar eru nauðsynlegir í öllum vísindagreinum. Ástæðan fyrir því að félags- og hugvísindi fá ekki nema brot af því fjármagni sem rennur til raun- og læknavísinda er sú að þau njóta ekki réttmætrar virðingar, þau hafa ekki sama akademíska vald og raun- og læknavísindin. Félags- og hugvísindi eru ekki annars flokks og þessa mismunun þarf að leiðrétta án tafar. Réttast væri að greidd væri sama fjárhæð til kennslu með öllum háskólanemum en sérstaklega fyrir tækjabúnað. Tryggja þarf öllum nemendum samsvarandi gæði kennslu. Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra bera ábyrgð á því að tryggja hug- og félagsvísindum ásættanlegar aðstæður til jafns við aðrar vísindagreinar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar