Erlent

Beiðni Obama var hunsuð

Bandaríkjaforseti lagðist eindregið gegn því að maðurinn væri tekinn af lífi.
nordicphotos/afp
Bandaríkjaforseti lagðist eindregið gegn því að maðurinn væri tekinn af lífi. nordicphotos/afp
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillay, telur að Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög þegar mexíkóskur maður var tekinn af lífi í ríkisfangelsi í Texas. Pillay segir að með því að taka mexíkóskan ríkisborgara af lífi í bandarísku fangelsi vakni upp margar spurningar varðandi réttindi erlendra einstaklinga í landinu.

Barack Obama Bandaríkjaforseti fór fram á að aftökunni yrði frestað. Beiðni forsetans var hafnað af Hæstarétti Bandaríkjanna.

Maðurinn var dæmdur til dauða árið 1994 fyrir að nauðga og myrða bandaríska táningsstúlku. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×