Hollendingar bera ábyrgð á Srebrenica 6. júlí 2011 03:45 Starfsmaður lagfærir merkingar á 613 líkkistum í líkhúsi í Visoko. Borin hafa verið kennsl á líkin og verða þau grafin í minningarathöfn á sunnudag. nordicphotos/AFP Hollendingar bera ábyrgð á dauða þriggja Bosníu-múslima í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Þetta er niðurstaða hollensks áfrýjunardómstóls, sem kvað upp þann úrskurð að hollenska ríkið eigi að greiða ættingjum mannanna þriggja skaðabætur. Hollenskir friðargæsluliðar voru í Srebrenica þegar fjöldamorðin voru framin. Þeir áttu að bera ábyrgð á öryggi fólksins í Srebrenica, sem átti að vera griðastaður á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníustríðinu. Málið getur haft víðtæk áhrif því ættingjar fleiri fórnarlamba gætu nú höfðað mál. Þá getur málið orðið fordæmisgefandi á víðari grunni, þannig að ríki sem senda fólk til friðargæslustarfa á vegum Sameinuðu þjóðanna geta nú átt á hættu að verða dregin fyrir dóm. „Þetta er mjög gott, loksins,“ sagði Damir Mustafic, einn ættingjanna. Það hittist svo á að dómurinn féll aðeins fáum dögum áður en jarðneskar leifar föður hans verða jarðsettar í kirkjugarði í Srebrenica. Lík hans er eitt af sex hundruð sem grafin hafa verið upp og kennsl borin á með aðstoð DNA-greiningar nú á þessu ári. Þessi lík verða öll jarðsett í minningarathöfn í kirkjugarðinum þegar þess er minnst að 16 ár verða liðin frá fjöldamorðunum, sem eru alvarlegasti stríðsglæpur sem framinn hefur verið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það var Hasan Nuhanovic, túlkur sem missti bæði föður sinn og bróður í fjöldamorðunum, sem höfðaði málið ásamt ættingjum rafvirkjans Rizo Mustafic, sem einnig var myrtur af Bosníu-Serbum í Srebrenica. Rafvirkinn Mustafic var í starfi hjá hollensku friðargæsluliðunum og Nuhanovic starfaði einnig hjá þeim, en ekki faðir hans og bróðir. Hinir myrtu voru meðal þúsunda Bosníu-Serba sem leituðu skjóls í Srebrenica, þar sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu heitið þeim öryggi. Hinn 11. júlí árið 1995 réðust serbneskir hermenn undir stjórn Ratkos Mladic herforingja á Srebrenica. Tveimur dögum síðar létu hollensku friðargæsluliðarnir, sem voru mun færri en hersveitir Serba, undan þrýstingi innrásarliðsins og ráku þúsundir Bosníu-múslima út úr griðastaðnum. Serbnesku hermennirnir tóku karla og drengi út úr hópnum og fluttu þá burt. Um það bil átta þúsund þeirra voru síðan myrtir og grafnir í fjöldagröfum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Hollendingar bera ábyrgð á dauða þriggja Bosníu-múslima í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Þetta er niðurstaða hollensks áfrýjunardómstóls, sem kvað upp þann úrskurð að hollenska ríkið eigi að greiða ættingjum mannanna þriggja skaðabætur. Hollenskir friðargæsluliðar voru í Srebrenica þegar fjöldamorðin voru framin. Þeir áttu að bera ábyrgð á öryggi fólksins í Srebrenica, sem átti að vera griðastaður á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníustríðinu. Málið getur haft víðtæk áhrif því ættingjar fleiri fórnarlamba gætu nú höfðað mál. Þá getur málið orðið fordæmisgefandi á víðari grunni, þannig að ríki sem senda fólk til friðargæslustarfa á vegum Sameinuðu þjóðanna geta nú átt á hættu að verða dregin fyrir dóm. „Þetta er mjög gott, loksins,“ sagði Damir Mustafic, einn ættingjanna. Það hittist svo á að dómurinn féll aðeins fáum dögum áður en jarðneskar leifar föður hans verða jarðsettar í kirkjugarði í Srebrenica. Lík hans er eitt af sex hundruð sem grafin hafa verið upp og kennsl borin á með aðstoð DNA-greiningar nú á þessu ári. Þessi lík verða öll jarðsett í minningarathöfn í kirkjugarðinum þegar þess er minnst að 16 ár verða liðin frá fjöldamorðunum, sem eru alvarlegasti stríðsglæpur sem framinn hefur verið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það var Hasan Nuhanovic, túlkur sem missti bæði föður sinn og bróður í fjöldamorðunum, sem höfðaði málið ásamt ættingjum rafvirkjans Rizo Mustafic, sem einnig var myrtur af Bosníu-Serbum í Srebrenica. Rafvirkinn Mustafic var í starfi hjá hollensku friðargæsluliðunum og Nuhanovic starfaði einnig hjá þeim, en ekki faðir hans og bróðir. Hinir myrtu voru meðal þúsunda Bosníu-Serba sem leituðu skjóls í Srebrenica, þar sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu heitið þeim öryggi. Hinn 11. júlí árið 1995 réðust serbneskir hermenn undir stjórn Ratkos Mladic herforingja á Srebrenica. Tveimur dögum síðar létu hollensku friðargæsluliðarnir, sem voru mun færri en hersveitir Serba, undan þrýstingi innrásarliðsins og ráku þúsundir Bosníu-múslima út úr griðastaðnum. Serbnesku hermennirnir tóku karla og drengi út úr hópnum og fluttu þá burt. Um það bil átta þúsund þeirra voru síðan myrtir og grafnir í fjöldagröfum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira