Getum við náð góðum samningi við ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 29. júní 2011 07:00 Íslenskum stjórnvöldum hefur gengið misvel að semja við nágrannaþjóðir okkar. Samningar um útfærslu landhelginnar voru flestir vel heppnaðir en Icesave-samningarnir voru óásættanlegir að mati meirihluta þjóðarinnar. Þegar horft er til samningaviðræðna um bættan aðgang að mörkuðum Evrópu er stórmerkilegt hversu vel hefur tekist til. Þetta á við um alla þrjá helstu samningana, þ.e. inngönguna í EFTA árið 1972, fríverslunarsamninginn við ESB tveimur árum síðar og aðildina að EES árið 1994. Það sama má segja um Schengen-samninginn. Íslendingar náðu nær öllum kröfum sínum fram í þessum viðræðum um bættan markaðsaðgang og verndun sjávarútvegs og landbúnaðar. Krafan um betra aðgengi að ákvarðanatöku innan Schengen náði einnig fram að ganga. Þetta gerðist hins vegar ekki átakalaust. Það sýnir okkur hvers við erum megnug, hvers lítil þjóð er megnug, þegar hún hefur skýr samningsmarkmið og stendur fast á sínu. Þetta sýnir einnig að ríki Evrópu taka fullt tillit til hagsmuna okkar eins og á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau reyna að sjálfsögðu að tryggja eigin hagsmuni í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Setji íslensk stjórnvöld hins vegar fram skýr samningsmarkmið og fylgi þeim eftir með góðum rökstuðningi er leiðin greið. Þetta á við um atriði eins og mikilvægi íslensks sjávarútvegs, eflingu byggðar og stuðning Seðlabanka Evrópu við íslensku krónuna áður en tekin verður upp evra. Við höfum söguna með okkur. Nú reynir á samninganefnd Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Íslenskum stjórnvöldum hefur gengið misvel að semja við nágrannaþjóðir okkar. Samningar um útfærslu landhelginnar voru flestir vel heppnaðir en Icesave-samningarnir voru óásættanlegir að mati meirihluta þjóðarinnar. Þegar horft er til samningaviðræðna um bættan aðgang að mörkuðum Evrópu er stórmerkilegt hversu vel hefur tekist til. Þetta á við um alla þrjá helstu samningana, þ.e. inngönguna í EFTA árið 1972, fríverslunarsamninginn við ESB tveimur árum síðar og aðildina að EES árið 1994. Það sama má segja um Schengen-samninginn. Íslendingar náðu nær öllum kröfum sínum fram í þessum viðræðum um bættan markaðsaðgang og verndun sjávarútvegs og landbúnaðar. Krafan um betra aðgengi að ákvarðanatöku innan Schengen náði einnig fram að ganga. Þetta gerðist hins vegar ekki átakalaust. Það sýnir okkur hvers við erum megnug, hvers lítil þjóð er megnug, þegar hún hefur skýr samningsmarkmið og stendur fast á sínu. Þetta sýnir einnig að ríki Evrópu taka fullt tillit til hagsmuna okkar eins og á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau reyna að sjálfsögðu að tryggja eigin hagsmuni í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Setji íslensk stjórnvöld hins vegar fram skýr samningsmarkmið og fylgi þeim eftir með góðum rökstuðningi er leiðin greið. Þetta á við um atriði eins og mikilvægi íslensks sjávarútvegs, eflingu byggðar og stuðning Seðlabanka Evrópu við íslensku krónuna áður en tekin verður upp evra. Við höfum söguna með okkur. Nú reynir á samninganefnd Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun