Erlent

Yfirmaður AGS fyrst kvenna

Christine Lagarde
Christine Lagarde
Christine Lagarde hefur verið útnefnd framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrst kvenna. Tilkynnt var um ákvörðunina í gær, eftir að Bandaríkin og Rússland höfðu lýst yfir stuðningi við hana. Ríki eins og Kína, Indland og Brasilía studdu hana einnig. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að bæði Lagarde og keppinautur hennar um stöðuna, Mexíkóinn Agustin Carstens, hafi verið vel hæf.

Lagarde hefur verið fjármálaráðherra Frakklands í fjögur ár, og mun taka við stjórnartaumunum hjá AGS hinn 5. júlí. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×