Erlent

Mannæta í lífstíðarfangelsi

Mynd/AFP
Maður sem kallaður hefur verið „mannætumorðinginn“ var í Þýskalandi í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tvö morð.

Maðurinn, sem er 26 ára, játaði að hafa drukkið blóð og borðað hold fórnarlamba sinna, fjórtán ára stúlku og þrettán ára drengs. Börnin voru myrt með fimm daga millibili í nóvember síðastliðnum.

Dómari sagði við dómsuppkvaðningu að morðin væru nánast óhugsanlegir glæpir.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×