Landsdómur Magnús Orri Schram skrifar 14. júní 2011 00:01 Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Þannig var í árdaga málsins lagt af stað eftir leiðsögn fyrrverandi forsætisráðherra án þess að lagðar væru til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð eða landsdóm. Vorið 2010 ákvað Alþingi að skipa nefnd þingmanna til að móta afstöðu þingsins til skýrslunnar og taka ákvörðun um hvort vísa ætti málum einstakra ráðherra til landsdóms vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Þannig skipaði Alþingi okkur þingmennina til verka eftir vinnulagi og við lagaumgjörð sem það hafði sjálft ákveðið. Sérstaklega var leitað eftir því að skipa þingmenn sem ekki höfðu starfað á Alþingi þegar hrunið átti sér stað enda talið mikilvægt að gæta að fjarlægð þingmanna frá viðfangsefninu. Sjö af níu nefndarmönnum töldu að málum þriggja eða fjögurra ráðherra ætti að vísa til landsdóms. Það var svo Alþingi sem ákvað hins vegar að einungis væri ástæða til að senda mál eins ráðherra til landsdóms, þ.e. mál fyrrverandi forsætisráðherra. Málsvörn ráðherrans byggir mikið á að persónugera stöðu hans. Við vinnu þingmannanefndar var hins vegar fagleg og málefnaleg nálgun í fyrirrúmi en verkefnið ekki persónugert. Þannig tók ég t.d. ekki afstöðu til mannsins eða KR-ingsins Geirs H. Haarde við umfjöllun málsins, heldur tók ég afstöðu til þeirra upplýsinga sem komu fram í viðamikilli skýrslu RNA um embættisfærslur viðkomandi ráðherra. Því er manni spurn – hvers vegna eru lög um ráðherraábyrgð ef ekki á að koma til kasta þeirra ef grunur vaknar um embættisglöp? Getur aldrei komið til þess að ráðherrar geti átt að bera ábyrgð? Að mínu mati voru til staðar nægar málsástæður til að vísa ætti málum viðkomandi og fleiri til landsdóms þar sem meðal annarra, okkar vísustu lögspekingar, gætu ákvarðað hvort fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög um ráðherraábyrgð eða ekki. Ég taldi þannig að nægar upplýsingar væru fyrir hendi til þess að vísa málinu áfram til landsdóms. Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sakleysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sanngjarnrar og réttlátrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Þannig var í árdaga málsins lagt af stað eftir leiðsögn fyrrverandi forsætisráðherra án þess að lagðar væru til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð eða landsdóm. Vorið 2010 ákvað Alþingi að skipa nefnd þingmanna til að móta afstöðu þingsins til skýrslunnar og taka ákvörðun um hvort vísa ætti málum einstakra ráðherra til landsdóms vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Þannig skipaði Alþingi okkur þingmennina til verka eftir vinnulagi og við lagaumgjörð sem það hafði sjálft ákveðið. Sérstaklega var leitað eftir því að skipa þingmenn sem ekki höfðu starfað á Alþingi þegar hrunið átti sér stað enda talið mikilvægt að gæta að fjarlægð þingmanna frá viðfangsefninu. Sjö af níu nefndarmönnum töldu að málum þriggja eða fjögurra ráðherra ætti að vísa til landsdóms. Það var svo Alþingi sem ákvað hins vegar að einungis væri ástæða til að senda mál eins ráðherra til landsdóms, þ.e. mál fyrrverandi forsætisráðherra. Málsvörn ráðherrans byggir mikið á að persónugera stöðu hans. Við vinnu þingmannanefndar var hins vegar fagleg og málefnaleg nálgun í fyrirrúmi en verkefnið ekki persónugert. Þannig tók ég t.d. ekki afstöðu til mannsins eða KR-ingsins Geirs H. Haarde við umfjöllun málsins, heldur tók ég afstöðu til þeirra upplýsinga sem komu fram í viðamikilli skýrslu RNA um embættisfærslur viðkomandi ráðherra. Því er manni spurn – hvers vegna eru lög um ráðherraábyrgð ef ekki á að koma til kasta þeirra ef grunur vaknar um embættisglöp? Getur aldrei komið til þess að ráðherrar geti átt að bera ábyrgð? Að mínu mati voru til staðar nægar málsástæður til að vísa ætti málum viðkomandi og fleiri til landsdóms þar sem meðal annarra, okkar vísustu lögspekingar, gætu ákvarðað hvort fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög um ráðherraábyrgð eða ekki. Ég taldi þannig að nægar upplýsingar væru fyrir hendi til þess að vísa málinu áfram til landsdóms. Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sakleysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sanngjarnrar og réttlátrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun