Sjálfstætt líf 4. júní 2011 00:00 Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. Þegar fólk er fatlað horfir þetta öðruvísi við. Fatlað fólk er minnt á það á hverjum degi að samfélagið er ekki fyrir alla. Þetta er gert með því að hefta aðgengi að byggingum, hefta aðgengi að upplýsingum samfélagsins, hefta aðgengi að vinnustöðum þess, hefta aðgengi að menntastofnunum og umfram allt að hefta aðgengi að þjónustu sem er forsenda þess að geta lifað sjálfstæðu lífi í því samfélagi sem ófötluðum stendur til boða. Margt fatlað fólk þekkir ekki þau réttindi sem það hefur eins og t.d. réttinn til að ákveða hvar það býr og með hverjum. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins er okkur tveimur mjög hugleikin en í henni segir að aðildarríkin skuldbindi sig til að tryggja „fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir". Til þess að þetta verði kleift verðum við að hætta að áætla fjármagn fyrir þjónustu til ákveðinna bygginga eins og gert er með sambýli og fara að skilgreina þjónustu og fjármagn fyrir fatlað fólk sjálft óháð því hvar það býr eða með hverjum. Fólk hefur rétt til að ákveða hvernig þjónustu það vill og hvar það vill eiga heima. Ég, Gísli, er í dag stoltur íbúðareigandi í hverfinu sem ég ólst upp í. Ég er með notendastýrða persónulega aðstoð sem gerir mér kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Notendastýrð aðstoð þýðir að ég stýri þjónustunni með aðstoð fólks sem ég ræð sjálfur, líkt og Auði sem aðstoðar mig við að halda utan um þjónustuna mína og annað sem ég þarf, líkt og að skrifa þessa grein. Nú er ég þátttakandi í öllu er varðar mitt líf. Ég nýt réttinda í samræmi við það sem segir í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna en ekki má gleyma því að þetta þjónustuform gerir fólki kleift að rækja skyldur sínar sem starfsmenn, nágrannar og borgarar í samfélaginu. Það hafa allir, sama hversu mikið fatlað fólk er, sínar leiðir til að tjá óskir og vilja, við verðum bara að læra að hlusta og taka mark á því. Þannig gerum við fötluðu fólki kleift að vera hluti af samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00 Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00 Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00 Nýir og nauðsynlegir sendiherrar 1. júní 2011 07:00 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. Þegar fólk er fatlað horfir þetta öðruvísi við. Fatlað fólk er minnt á það á hverjum degi að samfélagið er ekki fyrir alla. Þetta er gert með því að hefta aðgengi að byggingum, hefta aðgengi að upplýsingum samfélagsins, hefta aðgengi að vinnustöðum þess, hefta aðgengi að menntastofnunum og umfram allt að hefta aðgengi að þjónustu sem er forsenda þess að geta lifað sjálfstæðu lífi í því samfélagi sem ófötluðum stendur til boða. Margt fatlað fólk þekkir ekki þau réttindi sem það hefur eins og t.d. réttinn til að ákveða hvar það býr og með hverjum. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins er okkur tveimur mjög hugleikin en í henni segir að aðildarríkin skuldbindi sig til að tryggja „fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir". Til þess að þetta verði kleift verðum við að hætta að áætla fjármagn fyrir þjónustu til ákveðinna bygginga eins og gert er með sambýli og fara að skilgreina þjónustu og fjármagn fyrir fatlað fólk sjálft óháð því hvar það býr eða með hverjum. Fólk hefur rétt til að ákveða hvernig þjónustu það vill og hvar það vill eiga heima. Ég, Gísli, er í dag stoltur íbúðareigandi í hverfinu sem ég ólst upp í. Ég er með notendastýrða persónulega aðstoð sem gerir mér kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Notendastýrð aðstoð þýðir að ég stýri þjónustunni með aðstoð fólks sem ég ræð sjálfur, líkt og Auði sem aðstoðar mig við að halda utan um þjónustuna mína og annað sem ég þarf, líkt og að skrifa þessa grein. Nú er ég þátttakandi í öllu er varðar mitt líf. Ég nýt réttinda í samræmi við það sem segir í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna en ekki má gleyma því að þetta þjónustuform gerir fólki kleift að rækja skyldur sínar sem starfsmenn, nágrannar og borgarar í samfélaginu. Það hafa allir, sama hversu mikið fatlað fólk er, sínar leiðir til að tjá óskir og vilja, við verðum bara að læra að hlusta og taka mark á því. Þannig gerum við fötluðu fólki kleift að vera hluti af samfélaginu.
Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00
Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00
Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun