Almenn vaxtaniðurgreiðsla til stuðnings íbúðaeigendum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 3. maí 2011 06:00 Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði. Að hámarki nemur endurgreiðslan vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu 200 þ. kr. hjá einstaklingum en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlisfólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomulagið. Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda. Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostnaði heimilanna vegna húsnæðislána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD-ríkja þegar kemur að vaxtaniðurgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af landsframleiðslu sinni í slíkar niðurgreiðslur. Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxtabótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekjulægstu hópanna mun vaxtaniðurgreiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkomandi. Hjá hjónum getur hámarksgreiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukning á hæstu útgreiðslu vaxtabóta. Ásakanir þess efnis að ekkert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þessar staðreyndar eru ljósar. Hinar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur verða við lýði á árunum 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúrvinnsluaðgerðum, sbr. hin fjölþættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðisverð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skiptir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúðaeigendum mjög íþyngjandi. Húsnæðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmiðun eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efnahagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði. Að hámarki nemur endurgreiðslan vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu 200 þ. kr. hjá einstaklingum en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlisfólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomulagið. Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda. Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostnaði heimilanna vegna húsnæðislána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD-ríkja þegar kemur að vaxtaniðurgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af landsframleiðslu sinni í slíkar niðurgreiðslur. Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxtabótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekjulægstu hópanna mun vaxtaniðurgreiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkomandi. Hjá hjónum getur hámarksgreiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukning á hæstu útgreiðslu vaxtabóta. Ásakanir þess efnis að ekkert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þessar staðreyndar eru ljósar. Hinar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur verða við lýði á árunum 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúrvinnsluaðgerðum, sbr. hin fjölþættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðisverð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skiptir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúðaeigendum mjög íþyngjandi. Húsnæðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmiðun eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efnahagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun