Sífellt flóknara starfsumhverfi Gústaf Adolf Skúlason skrifar 20. apríl 2011 09:00 Einfölduð mynd af flóknu ferli orkuöflunar Regluverk orkunýtingar er óhemju flókið, sem og starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja almennt. Nefna má dæmi um að ein og sama framkvæmdin hafi þurft að fara yfir tuttugu sinnum til umsagnar hjá sömu opinberu aðilunum. Hér til hliðar gefur að líta einfaldaða mynd af regluverki orkuöflunar, sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Samorku fyrir þremur árum. Síðan þá hafa ýmsar breytingar orðið sem síst einfalda þetta ferli eða rekstur þessara fyrirtækja. Samorka, Samtök atvinnulífsins, Jarðhitafélag Íslands og stýrihópur ríkisstjórnarinnar um mótun heildstæðrar orkustefnu eru dæmi um aðila sem mælt hafa með einföldun þessa regluverks, með aukna skilvirkni að leiðarljósi. Ekkert lát er hins vegar á lagafrumvörpum – stjórnarfrumvörpum – sem enn flækja þetta ferli og/eða starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækjanna almennt. Ef einungis er horft til núverandi þings má nefna eftirtalin dæmi: - Frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum, þar sem fyrirtæki í opinberri eigu að 75% hluta eða meira eru sett undir upplýsingalög, nema að fenginni undanþágu ráðherra. Vandséð er hvernig fyrirtæki í raforkuframleiðslu og -sölu, samkeppnisstarfsemi að lögum, geta lotið ákvæðum upplýsingalaga, nema með gríðarlegum tilkostnaði og óhagræði. - Frumvarp iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða, þar sem í raun er gerð sú eftirábreyting á vinnu við gerð rammaáætlunar að öll svæði sem hlotið hafa einhvers konar friðlýsingu eru undanskilin, nema heimildar til orkuvinnslu sé sérstaklega getið í friðlýsingarskilmálum. Enginn veit hvað þetta ákvæði þýðir í raun, enda friðlýsingarskilmálar gríðarlega misjafnir, utan að þetta mun fyrirfram útiloka fjölda álitlegra virkjunarkosta, þar með talið að minnsta kosti þriðjung alls virkjanlegs háhita sem enn er ónýttur í landinu. - Frumvarp iðnaðarráðherra um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, þar sem lögð er til veruleg stytting leyfilegs leigutíma orkuauðlinda í eigu opinberra aðila. Slík stytting myndi leiða til hærri ávöxtunarkröfu samfara styttri afskriftatíma og með tímanum til hærra orkuverðs á Íslandi, til heimila, fyrirtækja og stofnana. n Frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á vatnalögum, þar sem lagt er til nýtt ákvæði um tilkynningaskyldu allra framkvæmda sem tengjast vatni og vatnafari, að því er virðist einnig minniháttar viðhaldsframkvæmda sem vel rúmast innan þegar útgefinna framkvæmdaleyfa. - Frumvarp umhverfisráðherra um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kæruaðild er opnuð öllum hvað varðar ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda, sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum og leyfisveitingar matsskyldra framkvæmda. Þarna skal lögð til hliðar krafan um málsaðild kærenda líkt og finna má í stjórnsýslulögum og víðar, þvert gegn áliti réttarfarsnefndar. Ekkert hinna Norðurlandaríkjanna hefur enda kosið að fara þessa leið, sem leitt getur til algerrar holskeflu kærumála sem gætu nær lamað umrædda úrskurðarnefnd, ef marka má afgreiðslutíma forvera hennar, og sett þannig framkvæmdir í algert uppnám. Tekið skal fram að almenningi gefast ítrekuð færi á gerð athugasemda við umrædd mál fyrr í ferlinu. - Þá hefur umhverfisráðuneytið kynnt drög að frumvarpi til breytinga á náttúruverndarlögum þar sem lögð er til veruleg fjölgun þeirra tegunda náttúrufyrirbæra sem njóta skuli sérstakrar verndar. Ennfremur er þar lagt til að orðalagið um að forðast skuli röskun víki fyrir orðalagi um að óheimilt sé að raska slíkum fyrirbærum nema brýna nauðsyn beri til. Brýn nauðsyn er afar stíf krafa þegar heimila á framkvæmdir, eða hafna þeim. Verulegt áhyggjuefniVissulega má ýmislegt gott segja um sum þessara mála og eðli málsins samkvæmt eru þau öll vanreifuð hér í svo stuttri samantekt. Eftir stendur þó að nær stöðugur straumur stjórnarfrumvarpa sem flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja er verulegt áhyggjuefni. Orkunýting og rekstur orku- og veitufyrirtækja verða sífellt flóknari, þyngri í vöfum og kostnaðarsamari. Afleiðingarnar eru meðal annars sífellt lengri framkvæmdatími, sífellt aukin óvissa um afhendingartíma og sífellt aukinn kostnaður – sem aftur leiðir óhjákvæmilega til hærra verðs til neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Einfölduð mynd af flóknu ferli orkuöflunar Regluverk orkunýtingar er óhemju flókið, sem og starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja almennt. Nefna má dæmi um að ein og sama framkvæmdin hafi þurft að fara yfir tuttugu sinnum til umsagnar hjá sömu opinberu aðilunum. Hér til hliðar gefur að líta einfaldaða mynd af regluverki orkuöflunar, sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Samorku fyrir þremur árum. Síðan þá hafa ýmsar breytingar orðið sem síst einfalda þetta ferli eða rekstur þessara fyrirtækja. Samorka, Samtök atvinnulífsins, Jarðhitafélag Íslands og stýrihópur ríkisstjórnarinnar um mótun heildstæðrar orkustefnu eru dæmi um aðila sem mælt hafa með einföldun þessa regluverks, með aukna skilvirkni að leiðarljósi. Ekkert lát er hins vegar á lagafrumvörpum – stjórnarfrumvörpum – sem enn flækja þetta ferli og/eða starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækjanna almennt. Ef einungis er horft til núverandi þings má nefna eftirtalin dæmi: - Frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum, þar sem fyrirtæki í opinberri eigu að 75% hluta eða meira eru sett undir upplýsingalög, nema að fenginni undanþágu ráðherra. Vandséð er hvernig fyrirtæki í raforkuframleiðslu og -sölu, samkeppnisstarfsemi að lögum, geta lotið ákvæðum upplýsingalaga, nema með gríðarlegum tilkostnaði og óhagræði. - Frumvarp iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða, þar sem í raun er gerð sú eftirábreyting á vinnu við gerð rammaáætlunar að öll svæði sem hlotið hafa einhvers konar friðlýsingu eru undanskilin, nema heimildar til orkuvinnslu sé sérstaklega getið í friðlýsingarskilmálum. Enginn veit hvað þetta ákvæði þýðir í raun, enda friðlýsingarskilmálar gríðarlega misjafnir, utan að þetta mun fyrirfram útiloka fjölda álitlegra virkjunarkosta, þar með talið að minnsta kosti þriðjung alls virkjanlegs háhita sem enn er ónýttur í landinu. - Frumvarp iðnaðarráðherra um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, þar sem lögð er til veruleg stytting leyfilegs leigutíma orkuauðlinda í eigu opinberra aðila. Slík stytting myndi leiða til hærri ávöxtunarkröfu samfara styttri afskriftatíma og með tímanum til hærra orkuverðs á Íslandi, til heimila, fyrirtækja og stofnana. n Frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á vatnalögum, þar sem lagt er til nýtt ákvæði um tilkynningaskyldu allra framkvæmda sem tengjast vatni og vatnafari, að því er virðist einnig minniháttar viðhaldsframkvæmda sem vel rúmast innan þegar útgefinna framkvæmdaleyfa. - Frumvarp umhverfisráðherra um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kæruaðild er opnuð öllum hvað varðar ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda, sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum og leyfisveitingar matsskyldra framkvæmda. Þarna skal lögð til hliðar krafan um málsaðild kærenda líkt og finna má í stjórnsýslulögum og víðar, þvert gegn áliti réttarfarsnefndar. Ekkert hinna Norðurlandaríkjanna hefur enda kosið að fara þessa leið, sem leitt getur til algerrar holskeflu kærumála sem gætu nær lamað umrædda úrskurðarnefnd, ef marka má afgreiðslutíma forvera hennar, og sett þannig framkvæmdir í algert uppnám. Tekið skal fram að almenningi gefast ítrekuð færi á gerð athugasemda við umrædd mál fyrr í ferlinu. - Þá hefur umhverfisráðuneytið kynnt drög að frumvarpi til breytinga á náttúruverndarlögum þar sem lögð er til veruleg fjölgun þeirra tegunda náttúrufyrirbæra sem njóta skuli sérstakrar verndar. Ennfremur er þar lagt til að orðalagið um að forðast skuli röskun víki fyrir orðalagi um að óheimilt sé að raska slíkum fyrirbærum nema brýna nauðsyn beri til. Brýn nauðsyn er afar stíf krafa þegar heimila á framkvæmdir, eða hafna þeim. Verulegt áhyggjuefniVissulega má ýmislegt gott segja um sum þessara mála og eðli málsins samkvæmt eru þau öll vanreifuð hér í svo stuttri samantekt. Eftir stendur þó að nær stöðugur straumur stjórnarfrumvarpa sem flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja er verulegt áhyggjuefni. Orkunýting og rekstur orku- og veitufyrirtækja verða sífellt flóknari, þyngri í vöfum og kostnaðarsamari. Afleiðingarnar eru meðal annars sífellt lengri framkvæmdatími, sífellt aukin óvissa um afhendingartíma og sífellt aukinn kostnaður – sem aftur leiðir óhjákvæmilega til hærra verðs til neytenda.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun