Um skammarlega óhagstætt starfsumhverfi listamanna Sigríður Ásta Árnadóttir skrifar 20. apríl 2011 09:00 Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar