Tímamótadómur yfir Baldri Guðlaugssyni 8. apríl 2011 05:00 Baldur var einn æðsti embættismaður landsins fyrir hrun. Fyrrverandi ráðherra sagði hann líklega valdamesta manninn í ríkisstjórninni. Fréttablaðið/gva Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira