Aukakostnaður við fangelsi 584 milljónir 5. apríl 2011 06:00 Um 35 þúsund fermetrar eru áætlaðir undir fangelsið á Hólmsheiði, sem liggur 55 kílómetra utan Reykjavíkur.Fréttablaðið/gva Áætlaður aukakostnaður við staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði er 26,2 milljónir króna á ári. Sú fjárhæð samsvarar 584 milljónum króna yfir nýtingartíma fangelsisins, fjörutíu ár, núvirt. Sú fjárhæð hækkar eftir því sem staðsetning fangelsisins fjarlægist höfuðborgarsvæðinu. Deloitte FAS reiknaði út kostnaðarauka tengdan staðsetningu hins nýja fangelsis sem áætlað hefur verið að reisa á Hólmsheiði fyrir innanríkisráðuneytið í október á síðasta ári. Í skýrslu Deloitte kemur fram að áhersla hafi verið lögð á að greina hvaða liðir hefðu kostnaðartengd áhrif í för með sér. Ákveðið var að reikna með kostnaði vegna yfirheyrslna, túlkaþjónustu, flutnings fanga í dómsal og ferðakostnaðar lögfræðinga. Kostnaðaraukinn er metinn miðað við að fangelsið verði byggt í 55 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og er þar miðað við Hólmsheiði. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fjarlægðin verður meiri frá Reykjavík. Því er talið ólíklegt að nýtt fangelsi muni rísa annars staðar á landinu en á Hólmsheiði, en ekki verður gert ráð fyrir þeirri staðsetningu í útboðsgögnunum. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ástæða þess að útboðsgögnin liggja ekki fyrir sú að Reykjavíkurborg hefur átt í viðræðum við Mosfellsbæ og eigendur Vilborgarkots á Hólmsheiði varðandi lóðamál. Ágúst Jónsson, hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, segir að nú hafi komið fram frá Mosfellsbæ að lóðin sé á svæði Reykjavíkur, en jörðin Vilborgarkot liggur að hluta inni á svæði áætlaðs fangelsis. „Við erum í viðræðum við eigendur lóðarinnar og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að þetta fari mjög vel,“ segir Ágúst. „Þetta er smá skiki sem við erum að tala um, einungis lítil prósenta af jörðinni, sem Reykjavíkurborg mun líklega kaupa af eigendum.“ Jón G. Briem er einn af tíu skráðum lóðareigendum Vilborgarkots og segir hann að viðræður við Reykjavíkurborg gangi vel. Ekki hefur þó verið gengið frá samningum að fullu. Stefnt er að því að bjóða verkið út síðar í mánuðinum. Um 35.000 fermetrar fara undir lóðina.sunna@frettabladid.is Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Áætlaður aukakostnaður við staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði er 26,2 milljónir króna á ári. Sú fjárhæð samsvarar 584 milljónum króna yfir nýtingartíma fangelsisins, fjörutíu ár, núvirt. Sú fjárhæð hækkar eftir því sem staðsetning fangelsisins fjarlægist höfuðborgarsvæðinu. Deloitte FAS reiknaði út kostnaðarauka tengdan staðsetningu hins nýja fangelsis sem áætlað hefur verið að reisa á Hólmsheiði fyrir innanríkisráðuneytið í október á síðasta ári. Í skýrslu Deloitte kemur fram að áhersla hafi verið lögð á að greina hvaða liðir hefðu kostnaðartengd áhrif í för með sér. Ákveðið var að reikna með kostnaði vegna yfirheyrslna, túlkaþjónustu, flutnings fanga í dómsal og ferðakostnaðar lögfræðinga. Kostnaðaraukinn er metinn miðað við að fangelsið verði byggt í 55 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og er þar miðað við Hólmsheiði. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fjarlægðin verður meiri frá Reykjavík. Því er talið ólíklegt að nýtt fangelsi muni rísa annars staðar á landinu en á Hólmsheiði, en ekki verður gert ráð fyrir þeirri staðsetningu í útboðsgögnunum. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ástæða þess að útboðsgögnin liggja ekki fyrir sú að Reykjavíkurborg hefur átt í viðræðum við Mosfellsbæ og eigendur Vilborgarkots á Hólmsheiði varðandi lóðamál. Ágúst Jónsson, hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, segir að nú hafi komið fram frá Mosfellsbæ að lóðin sé á svæði Reykjavíkur, en jörðin Vilborgarkot liggur að hluta inni á svæði áætlaðs fangelsis. „Við erum í viðræðum við eigendur lóðarinnar og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að þetta fari mjög vel,“ segir Ágúst. „Þetta er smá skiki sem við erum að tala um, einungis lítil prósenta af jörðinni, sem Reykjavíkurborg mun líklega kaupa af eigendum.“ Jón G. Briem er einn af tíu skráðum lóðareigendum Vilborgarkots og segir hann að viðræður við Reykjavíkurborg gangi vel. Ekki hefur þó verið gengið frá samningum að fullu. Stefnt er að því að bjóða verkið út síðar í mánuðinum. Um 35.000 fermetrar fara undir lóðina.sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira