Missti samstarfsmenn sína í árás í Afganistan 4. apríl 2011 06:30 „Þetta sýnir sennilega að fólk er hvergi óhult hér í Afganistan," segir Erlingur Erlingsson, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Samstarfsmenn hans og vinir voru myrtir af æstum múgi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Mazar-i-Sharif á föstudag. „Það varð einhvers konar múgæsing eftir föstudagsbænir þar sem einhverjir æsingamenn komu við sögu. Eitthvað verður svo til þess að múgurinn fer að skrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar sem menn réðu einfaldlega ekki við hundrað manna æstan múg. Afganska lögreglan greip svo ekki inn í atburðarásina heldur hélt sig til baka og fylgdist bara með," segir Erlingur um atburði föstudagsins. Sjö starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru myrtir í árásinni, þar af 33 ára sænskur karlmaður og 53 ára gömul norsk kona. Fjórir nepalskir hermenn sem gættu skrifstofunnar féllu einnig. Múgurinn safnaðist saman fyrir utan skrifstofuna til að mótmæla því að söfnuður í lítilli kirkju í Flórída í Bandaríkjunum brenndi Kóraninn í messu fyrr í mánuðinum. Múgurinn kirjaði slagorð gegn Bandaríkjunum og greip til ofbeldis þegar vopnaðir öryggisverðir reyndu að loka inngangi skrifstofunnar. Erlingur er starfsmaður UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem styður við uppbygginguna í Afganistan í kjölfar innrásarinnar í landið árið 2001. Hann hefur unnið í Afganistan frá því í febrúar 2009 og starfar í Kabúl. Hann segir ástandið í Afganistan flókið og erfitt að lýsa því í stuttu máli. „Almenningur er orðinn langþreyttur á átökunum. Sumir kvarta mikið yfir framferði alþjóðaherliðsins og reyndar skæruliðanna líka. Í svona átökum verður almenningur auðvitað alltaf á milli og þetta bitnar því mest á almennum borgurum," segir Erlingur og bætir við: „Helsta breytingin sem hefur orðið hér undanfarið er að það er komin tímalína fyrir brottför herliðsins þannig að Afganar eru smátt og smátt að taka sjálfir ábyrgð á öllum öryggismálum." Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnanna hefur lengst af verið tiltölulega öruggt í Afganistan en síðustu misseri hafa árásir á Sameinuðu þjóðirnar færst í aukana. Erlingur segir Kabúl nokkuð örugga en að árásin á föstudag sýni að menn séu hvergi algjörlega óhultir. „Í Mazar hafa menn gengið um rólegir og nánast farið einir á markaðinn. Svo gerist eitthvað þessu líkt. Maður óttast því auðvitað um öryggi sitt." magnusl@frettabladid.is Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þetta sýnir sennilega að fólk er hvergi óhult hér í Afganistan," segir Erlingur Erlingsson, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Samstarfsmenn hans og vinir voru myrtir af æstum múgi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Mazar-i-Sharif á föstudag. „Það varð einhvers konar múgæsing eftir föstudagsbænir þar sem einhverjir æsingamenn komu við sögu. Eitthvað verður svo til þess að múgurinn fer að skrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar sem menn réðu einfaldlega ekki við hundrað manna æstan múg. Afganska lögreglan greip svo ekki inn í atburðarásina heldur hélt sig til baka og fylgdist bara með," segir Erlingur um atburði föstudagsins. Sjö starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru myrtir í árásinni, þar af 33 ára sænskur karlmaður og 53 ára gömul norsk kona. Fjórir nepalskir hermenn sem gættu skrifstofunnar féllu einnig. Múgurinn safnaðist saman fyrir utan skrifstofuna til að mótmæla því að söfnuður í lítilli kirkju í Flórída í Bandaríkjunum brenndi Kóraninn í messu fyrr í mánuðinum. Múgurinn kirjaði slagorð gegn Bandaríkjunum og greip til ofbeldis þegar vopnaðir öryggisverðir reyndu að loka inngangi skrifstofunnar. Erlingur er starfsmaður UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem styður við uppbygginguna í Afganistan í kjölfar innrásarinnar í landið árið 2001. Hann hefur unnið í Afganistan frá því í febrúar 2009 og starfar í Kabúl. Hann segir ástandið í Afganistan flókið og erfitt að lýsa því í stuttu máli. „Almenningur er orðinn langþreyttur á átökunum. Sumir kvarta mikið yfir framferði alþjóðaherliðsins og reyndar skæruliðanna líka. Í svona átökum verður almenningur auðvitað alltaf á milli og þetta bitnar því mest á almennum borgurum," segir Erlingur og bætir við: „Helsta breytingin sem hefur orðið hér undanfarið er að það er komin tímalína fyrir brottför herliðsins þannig að Afganar eru smátt og smátt að taka sjálfir ábyrgð á öllum öryggismálum." Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnanna hefur lengst af verið tiltölulega öruggt í Afganistan en síðustu misseri hafa árásir á Sameinuðu þjóðirnar færst í aukana. Erlingur segir Kabúl nokkuð örugga en að árásin á föstudag sýni að menn séu hvergi algjörlega óhultir. „Í Mazar hafa menn gengið um rólegir og nánast farið einir á markaðinn. Svo gerist eitthvað þessu líkt. Maður óttast því auðvitað um öryggi sitt." magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira