Missti samstarfsmenn sína í árás í Afganistan 4. apríl 2011 06:30 „Þetta sýnir sennilega að fólk er hvergi óhult hér í Afganistan," segir Erlingur Erlingsson, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Samstarfsmenn hans og vinir voru myrtir af æstum múgi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Mazar-i-Sharif á föstudag. „Það varð einhvers konar múgæsing eftir föstudagsbænir þar sem einhverjir æsingamenn komu við sögu. Eitthvað verður svo til þess að múgurinn fer að skrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar sem menn réðu einfaldlega ekki við hundrað manna æstan múg. Afganska lögreglan greip svo ekki inn í atburðarásina heldur hélt sig til baka og fylgdist bara með," segir Erlingur um atburði föstudagsins. Sjö starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru myrtir í árásinni, þar af 33 ára sænskur karlmaður og 53 ára gömul norsk kona. Fjórir nepalskir hermenn sem gættu skrifstofunnar féllu einnig. Múgurinn safnaðist saman fyrir utan skrifstofuna til að mótmæla því að söfnuður í lítilli kirkju í Flórída í Bandaríkjunum brenndi Kóraninn í messu fyrr í mánuðinum. Múgurinn kirjaði slagorð gegn Bandaríkjunum og greip til ofbeldis þegar vopnaðir öryggisverðir reyndu að loka inngangi skrifstofunnar. Erlingur er starfsmaður UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem styður við uppbygginguna í Afganistan í kjölfar innrásarinnar í landið árið 2001. Hann hefur unnið í Afganistan frá því í febrúar 2009 og starfar í Kabúl. Hann segir ástandið í Afganistan flókið og erfitt að lýsa því í stuttu máli. „Almenningur er orðinn langþreyttur á átökunum. Sumir kvarta mikið yfir framferði alþjóðaherliðsins og reyndar skæruliðanna líka. Í svona átökum verður almenningur auðvitað alltaf á milli og þetta bitnar því mest á almennum borgurum," segir Erlingur og bætir við: „Helsta breytingin sem hefur orðið hér undanfarið er að það er komin tímalína fyrir brottför herliðsins þannig að Afganar eru smátt og smátt að taka sjálfir ábyrgð á öllum öryggismálum." Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnanna hefur lengst af verið tiltölulega öruggt í Afganistan en síðustu misseri hafa árásir á Sameinuðu þjóðirnar færst í aukana. Erlingur segir Kabúl nokkuð örugga en að árásin á föstudag sýni að menn séu hvergi algjörlega óhultir. „Í Mazar hafa menn gengið um rólegir og nánast farið einir á markaðinn. Svo gerist eitthvað þessu líkt. Maður óttast því auðvitað um öryggi sitt." magnusl@frettabladid.is Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Þetta sýnir sennilega að fólk er hvergi óhult hér í Afganistan," segir Erlingur Erlingsson, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Samstarfsmenn hans og vinir voru myrtir af æstum múgi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Mazar-i-Sharif á föstudag. „Það varð einhvers konar múgæsing eftir föstudagsbænir þar sem einhverjir æsingamenn komu við sögu. Eitthvað verður svo til þess að múgurinn fer að skrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar sem menn réðu einfaldlega ekki við hundrað manna æstan múg. Afganska lögreglan greip svo ekki inn í atburðarásina heldur hélt sig til baka og fylgdist bara með," segir Erlingur um atburði föstudagsins. Sjö starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru myrtir í árásinni, þar af 33 ára sænskur karlmaður og 53 ára gömul norsk kona. Fjórir nepalskir hermenn sem gættu skrifstofunnar féllu einnig. Múgurinn safnaðist saman fyrir utan skrifstofuna til að mótmæla því að söfnuður í lítilli kirkju í Flórída í Bandaríkjunum brenndi Kóraninn í messu fyrr í mánuðinum. Múgurinn kirjaði slagorð gegn Bandaríkjunum og greip til ofbeldis þegar vopnaðir öryggisverðir reyndu að loka inngangi skrifstofunnar. Erlingur er starfsmaður UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem styður við uppbygginguna í Afganistan í kjölfar innrásarinnar í landið árið 2001. Hann hefur unnið í Afganistan frá því í febrúar 2009 og starfar í Kabúl. Hann segir ástandið í Afganistan flókið og erfitt að lýsa því í stuttu máli. „Almenningur er orðinn langþreyttur á átökunum. Sumir kvarta mikið yfir framferði alþjóðaherliðsins og reyndar skæruliðanna líka. Í svona átökum verður almenningur auðvitað alltaf á milli og þetta bitnar því mest á almennum borgurum," segir Erlingur og bætir við: „Helsta breytingin sem hefur orðið hér undanfarið er að það er komin tímalína fyrir brottför herliðsins þannig að Afganar eru smátt og smátt að taka sjálfir ábyrgð á öllum öryggismálum." Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnanna hefur lengst af verið tiltölulega öruggt í Afganistan en síðustu misseri hafa árásir á Sameinuðu þjóðirnar færst í aukana. Erlingur segir Kabúl nokkuð örugga en að árásin á föstudag sýni að menn séu hvergi algjörlega óhultir. „Í Mazar hafa menn gengið um rólegir og nánast farið einir á markaðinn. Svo gerist eitthvað þessu líkt. Maður óttast því auðvitað um öryggi sitt." magnusl@frettabladid.is
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira