Foringjaræði treyst og vald fært frá Alþingi 2. apríl 2011 06:00 Jón Bjarnason gerir margháttaðar athugasemdir við frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um Stjórnarráðið.fréttablaðið/anton Með áformuðum breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er foringjaræði fest í sessi og vald fært frá Alþingi, þvert gegn margradda gagnrýni undanfarin misseri. Breytingarnar stuðla að því að hér verði einn yfirráðherra með allt að níu aðstoðarráðherrum sem yfirráðherrann ákveði hvað geri. Þetta er mat Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem leggur til að frumvarp til breytinganna fari í tiltekinn farveg áður en það komi til kasta Alþingis. Vill hann að óvilhallir aðilar meti hvort breytingarnar samrýmist varnaðarorðum og vegvísi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og að stjórnlagaráð veiti um það umsögn áður en það verði lagt fyrir þingið. Jón bókaði andstöðu sína þegar frumvarpið var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir helgi. Efnisleg afstaða hans kemur fram í minnisblöðum sem til eru í ráðuneyti hans og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir. Eitt helsta gagnrýnisatriði Jóns er sú fyrirætlan að veita forsætisráðherra vald yfir hvaða ráðuneyti eru starfrækt og vald til að flytja málefni milli ráðuneyta. Alþingi fer í dag með það vald og telur Jón að þannig eigi það að vera. Flutningur valds frá þinginu til forsætisráðherra gangi þvert gegn umræðu sem verið hefur um skipan mála frá hruni. Jón geldur varhug við breytingunum og bendir á að mjög hafi verið gagnrýnt að í aðdraganda bankahrunsins hafi viðskiptaráðherra verið haldið utan við umræður og ákvarðanatökur. Slíkt verklag verði gert eðlilegt með breytingunum. Heimild til flutnings verkefna milli ráðuneyta telur Jón geta stuðlað að gerræði þegar ágreiningur rís milli ráðherra og almennt telur hann breytingarnar gera stjórnkerfið óskýrara, vinna gegn gagnsæi og draga úr formfestu. Að mati Jóns gengur frumvarpið gegn veigamikilli gagnrýni á skipan mála í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Telur hann réttast að nefndarfólkið; Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, geri sérstaka úttekt á frumvarpinu og máti það við gagnrýni sína. Að auki varar Jón við að farið sé fram með málið ofan í fyrirhugaða vinnu nýskipaðs stjórnlagaráðs.bjorn@frettabladid.is Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Með áformuðum breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er foringjaræði fest í sessi og vald fært frá Alþingi, þvert gegn margradda gagnrýni undanfarin misseri. Breytingarnar stuðla að því að hér verði einn yfirráðherra með allt að níu aðstoðarráðherrum sem yfirráðherrann ákveði hvað geri. Þetta er mat Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem leggur til að frumvarp til breytinganna fari í tiltekinn farveg áður en það komi til kasta Alþingis. Vill hann að óvilhallir aðilar meti hvort breytingarnar samrýmist varnaðarorðum og vegvísi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og að stjórnlagaráð veiti um það umsögn áður en það verði lagt fyrir þingið. Jón bókaði andstöðu sína þegar frumvarpið var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir helgi. Efnisleg afstaða hans kemur fram í minnisblöðum sem til eru í ráðuneyti hans og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir. Eitt helsta gagnrýnisatriði Jóns er sú fyrirætlan að veita forsætisráðherra vald yfir hvaða ráðuneyti eru starfrækt og vald til að flytja málefni milli ráðuneyta. Alþingi fer í dag með það vald og telur Jón að þannig eigi það að vera. Flutningur valds frá þinginu til forsætisráðherra gangi þvert gegn umræðu sem verið hefur um skipan mála frá hruni. Jón geldur varhug við breytingunum og bendir á að mjög hafi verið gagnrýnt að í aðdraganda bankahrunsins hafi viðskiptaráðherra verið haldið utan við umræður og ákvarðanatökur. Slíkt verklag verði gert eðlilegt með breytingunum. Heimild til flutnings verkefna milli ráðuneyta telur Jón geta stuðlað að gerræði þegar ágreiningur rís milli ráðherra og almennt telur hann breytingarnar gera stjórnkerfið óskýrara, vinna gegn gagnsæi og draga úr formfestu. Að mati Jóns gengur frumvarpið gegn veigamikilli gagnrýni á skipan mála í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Telur hann réttast að nefndarfólkið; Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, geri sérstaka úttekt á frumvarpinu og máti það við gagnrýni sína. Að auki varar Jón við að farið sé fram með málið ofan í fyrirhugaða vinnu nýskipaðs stjórnlagaráðs.bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira