Færri feður í orlof eftir efnahagshrun 26. mars 2011 06:00 Fjöldi þeirra feðra sem taka sér fæðingarorlof hefur dregist saman um tæp tíu prósent eftir efnahagshrunið. Hlutfall mæðra í orlofi hefur hækkað. fréttablaðið/anton Mun færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir efnahagshrunið en áður. Á síðustu þremur árum hefur hámark á fæðingarorlofsgreiðslum verið lækkað í þrígang og er hámarkið nú 300 þúsund krónur. Orlofsgreiðslum til feðra hefur fækkað um níu prósent frá árinu 2008, en greiðslum til mæðra fjölgað um 4,5 prósent. Um helmingur feðra lenda í hámarkinu á móti 20 prósent mæðra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, Konur í kreppu?, sem er samantekt á opinberum tölulegum gögnum á áhrifum efnahagshrunsins á velferð kvenna. Þær Eygló Árnadóttir og Eva Björnsdóttir tóku skýrsluna saman fyrir hönd velferðarvaktarinnar, stýrihóps sem skipaður var af ráðuneytinu til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagsástandsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. „Skoða þyrfti kynjamun á þeim hópi foreldra sem þurfa að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og detta á meðan út af vinnumarkaði með tilheyrandi tekjutapi. Telja má að þarna séu konur í miklum meirihluta," segir í skýrslunni. Tekjutap fjölskyldna er líklegra til að verða meira ef faðir fer í fæðingarorlof heldur en móðir. Viðhorf til feðra í orlofum eru einnig ólík innan vinnustaða, en í rannsókn á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og fleiri frá árinu 2004 töldu 46 prósent atvinnurekenda að erfitt væri fyrir karlmann að taka þriggja mánaða fæðingarorlof, en 26 prósent að erfitt væri fyrir konu að taka sex mánaða orlof. Kynjahlutfall atvinnulausra hér á landi hefur nú jafnast mun meira út heldur en var stuttu eftir efnahagshrunið. Niðurskurður hjá hinu opinbera hefur meiri áhrif á atvinnustöðu kvenna en karla þar sem konur eru yfirgnæfandi meirihluti ríkisstarfsmanna og þá sérstaklega í umönnunarkerfinu; 82 prósent af heilbrigðisstarfsfólki eru konur og 78 prósent grunnskólakennara. Í umsögn Kennarasambands Íslands til menntaráðs Reykjavíkur um tillögur að sameiningu leik- og grunnskóla í Reykjavík segir að breytingarnar hafi í för með sér að 60 leikskólastjórnendum og 13 grunnskólastjórnendum verði sagt upp störfum. Þar af eru konurnar 70 og karlarnir 3. sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Fóstureyðingar ekki færri síðan 1991 Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frjósemi í landinu. Fjöldi fæðinga hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2003 en árin 2008 og 2009 voru þriðju fjölmennustu fæðingarár sögunnar frá því að mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddust 5.027 börn á Íslandi árið 2009 en árið 2007 voru þau 4.560. 26. mars 2011 21:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Mun færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir efnahagshrunið en áður. Á síðustu þremur árum hefur hámark á fæðingarorlofsgreiðslum verið lækkað í þrígang og er hámarkið nú 300 þúsund krónur. Orlofsgreiðslum til feðra hefur fækkað um níu prósent frá árinu 2008, en greiðslum til mæðra fjölgað um 4,5 prósent. Um helmingur feðra lenda í hámarkinu á móti 20 prósent mæðra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, Konur í kreppu?, sem er samantekt á opinberum tölulegum gögnum á áhrifum efnahagshrunsins á velferð kvenna. Þær Eygló Árnadóttir og Eva Björnsdóttir tóku skýrsluna saman fyrir hönd velferðarvaktarinnar, stýrihóps sem skipaður var af ráðuneytinu til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagsástandsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. „Skoða þyrfti kynjamun á þeim hópi foreldra sem þurfa að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og detta á meðan út af vinnumarkaði með tilheyrandi tekjutapi. Telja má að þarna séu konur í miklum meirihluta," segir í skýrslunni. Tekjutap fjölskyldna er líklegra til að verða meira ef faðir fer í fæðingarorlof heldur en móðir. Viðhorf til feðra í orlofum eru einnig ólík innan vinnustaða, en í rannsókn á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og fleiri frá árinu 2004 töldu 46 prósent atvinnurekenda að erfitt væri fyrir karlmann að taka þriggja mánaða fæðingarorlof, en 26 prósent að erfitt væri fyrir konu að taka sex mánaða orlof. Kynjahlutfall atvinnulausra hér á landi hefur nú jafnast mun meira út heldur en var stuttu eftir efnahagshrunið. Niðurskurður hjá hinu opinbera hefur meiri áhrif á atvinnustöðu kvenna en karla þar sem konur eru yfirgnæfandi meirihluti ríkisstarfsmanna og þá sérstaklega í umönnunarkerfinu; 82 prósent af heilbrigðisstarfsfólki eru konur og 78 prósent grunnskólakennara. Í umsögn Kennarasambands Íslands til menntaráðs Reykjavíkur um tillögur að sameiningu leik- og grunnskóla í Reykjavík segir að breytingarnar hafi í för með sér að 60 leikskólastjórnendum og 13 grunnskólastjórnendum verði sagt upp störfum. Þar af eru konurnar 70 og karlarnir 3. sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Fóstureyðingar ekki færri síðan 1991 Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frjósemi í landinu. Fjöldi fæðinga hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2003 en árin 2008 og 2009 voru þriðju fjölmennustu fæðingarár sögunnar frá því að mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddust 5.027 börn á Íslandi árið 2009 en árið 2007 voru þau 4.560. 26. mars 2011 21:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fóstureyðingar ekki færri síðan 1991 Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frjósemi í landinu. Fjöldi fæðinga hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2003 en árin 2008 og 2009 voru þriðju fjölmennustu fæðingarár sögunnar frá því að mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddust 5.027 börn á Íslandi árið 2009 en árið 2007 voru þau 4.560. 26. mars 2011 21:30