Sex þúsund lán enn í óvissu 26. mars 2011 07:00 Frestur fjármálafyrirtækja til að endurreikna gengislán var til viðmiðunar, segir Ásta Sigrún Helgadóttir. Fréttablaðið/Valli Árni Páll Íslandsbanki hefur enn ekki skilað endurútreikningi þriðjungs gengistryggðra húsnæðis- og bílalána viðskiptavina sinna þótt mánuður sé liðinn frá því að frestur bankans til þess rann út lögum samkvæmt. Engin viðurlög eru við drætti á endurútreikningnum. Endurreikna þurfti um 17 þúsund gengistryggð lán samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Búið er að endurreikna um 11 þúsund þeirra en um 6 þúsund eru eftir. Gengistryggð lán voru dæmd ólögleg í Hæstarétti í júní í fyrra. Í lok desember var lögum um vexti og verðtryggingu frá 2001 breytt á Alþingi en samkvæmt þeim bar fjármálafyrirtækjum að hafa frumkvæði að uppgjöri lánanna. Lögin tóku gildi 28. desember en samkvæmt þeim áttu fjármálafyrirtækin að senda viðskiptavinum sínum útreikning á nýjum höfuðstól eigi síðar en 60 dögum eftir að nýju lögin tóku gildi. Uppgjör lána átti að fara fram innan 30 daga frá endurútreikningi. Sá dagur rennur upp á morgun. Erlend lán Íslandsbanka voru talsvert fleiri en hjá hinum stóru viðskiptabönkunum. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, er búið að gera upp öll þau 2.800 húsnæðislán í erlendri mynt sem voru hjá bankanum. Eftir er að reikna um eitt prósent 2.300 erlendra lána hjá Arion banka. Svipaða sögu er að segja hjá fjármögnunarfyrirtækjum í eigu bankanna. „Ég hef heyrt að það séu erfiðustu og flóknustu málin sem eru eftir,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Hjónaskilnaðir, framsal á samningum og fleira flækir uppgjörin. Hún segir frestinn sem fjármálafyrirtækjunum var gefinn hafa verið til viðmiðunar. Legið hafi fyrir að útreikningar yrðu flóknir. „Við gerum ráð fyrir að fjármálastofnanir og þrotabú sem eru með svona lán fari eftir ákvæði laganna. Fjármálaeftirlitið á að sjá til þess að fyrirtækin fari að lögum og virði góða viðskiptahætti,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. - kh, jab Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Árni Páll Íslandsbanki hefur enn ekki skilað endurútreikningi þriðjungs gengistryggðra húsnæðis- og bílalána viðskiptavina sinna þótt mánuður sé liðinn frá því að frestur bankans til þess rann út lögum samkvæmt. Engin viðurlög eru við drætti á endurútreikningnum. Endurreikna þurfti um 17 þúsund gengistryggð lán samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Búið er að endurreikna um 11 þúsund þeirra en um 6 þúsund eru eftir. Gengistryggð lán voru dæmd ólögleg í Hæstarétti í júní í fyrra. Í lok desember var lögum um vexti og verðtryggingu frá 2001 breytt á Alþingi en samkvæmt þeim bar fjármálafyrirtækjum að hafa frumkvæði að uppgjöri lánanna. Lögin tóku gildi 28. desember en samkvæmt þeim áttu fjármálafyrirtækin að senda viðskiptavinum sínum útreikning á nýjum höfuðstól eigi síðar en 60 dögum eftir að nýju lögin tóku gildi. Uppgjör lána átti að fara fram innan 30 daga frá endurútreikningi. Sá dagur rennur upp á morgun. Erlend lán Íslandsbanka voru talsvert fleiri en hjá hinum stóru viðskiptabönkunum. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, er búið að gera upp öll þau 2.800 húsnæðislán í erlendri mynt sem voru hjá bankanum. Eftir er að reikna um eitt prósent 2.300 erlendra lána hjá Arion banka. Svipaða sögu er að segja hjá fjármögnunarfyrirtækjum í eigu bankanna. „Ég hef heyrt að það séu erfiðustu og flóknustu málin sem eru eftir,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Hjónaskilnaðir, framsal á samningum og fleira flækir uppgjörin. Hún segir frestinn sem fjármálafyrirtækjunum var gefinn hafa verið til viðmiðunar. Legið hafi fyrir að útreikningar yrðu flóknir. „Við gerum ráð fyrir að fjármálastofnanir og þrotabú sem eru með svona lán fari eftir ákvæði laganna. Fjármálaeftirlitið á að sjá til þess að fyrirtækin fari að lögum og virði góða viðskiptahætti,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. - kh, jab
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira