Skoða allt sem bætt gæti fjárhag hjá OR 25. mars 2011 05:00 Kjartan Magnússon Haraldur Flosi Tryggvason Til greina kemur að Orkuveita Reykjavíkur (OR) selji frá sér starfsemi Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan á og rekur ljósleiðaranet, en skilið var á milli reksturs OR og Gagnaveitunnar eftir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar árið 2006. Gagnaveitan er að fullu í eigu Orkuveitunnar. „Samkvæmt gildandi stefnu, sem fyrri stjórn samþykkti árið 2009 að ég tel, þá er rekstur Gagnaveitunnar talinn til kjarnastarfsemi Orkuveitunnar. Ég hef hins vegar verið talsmaður þess að skoða þetta frá öllum hliðum,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR. Hann kveðst telja að „infrastrúktúr“ félags á borð við Gagnaveituna gæti verið áhugaverð eign á markaði. Mögulega sölu Gagnaveitunnar segir Haraldur hafa verið rædda um nokkurt skeið, en hann fagnar tillögu þar að lútandi sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og stjórnarmaður í Orkuveitunni, lagði fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar 18. þessa mánaðar. „Tímans vegna var umfjöllun um þetta mál frestað,“ segir Haraldur, en áréttar um leið að verið sé að skoða alla eignastöðu hjá Orkuveitunni. Hugmyndin segir hann fá umræðu og afgreiðslu þegar fram í sæki. Hins vegar sé það ekki svo að kaupanda að Gagnaveitunni sé að finna „rétt handan við hornið“, ferlið sé flókið og tímafrekt. Þannig sé til dæmis mikilvægt að skoða hvernig eignahaldi á svona fyrirtæki sé best háttað. „En allt sem horfir til framfara í fjárhag Orkuveitunnar á að skoða.“ Í tillögu Kjartans Magnússonar er kveðið á um að gert verði verðmat á Gagnaveitu Reykjavíkur og hlutur Orkuveitunnar seldur fáist viðunandi tilboð. „Skoðaðar verði mismunandi leiðir til að stuðla að því að OR fái sem mest fyrir hlut sinn í slíku söluferli, til dæmis með beinni sölu eða hugsanlegri sameiningu við önnur fyrirtæki. Einnig má skoða hvort rétt sé að selja umræddan hlut í áföngum,“ segir þar. Kjartan segir tillögu um sölu Gagnaveitunnar síðast hafa komið fram sumarið 2007, en illu heilli verið tekna af dagskrá. Nú sé staða Orkuveitunnar hins vegar slík að æskilegt sé að hún selji eignir sem ekki heyri til hefðbundinni starfsemi. olikr@frettabladid.isOrkuveita Reykjavíkur Allar eignir Orkuveitunnar eru nú skoðaðar með tilliti til þess hvort vænlegt sé að selja þær. Þar hefur oftar en einu sinni verið horft til Gagnaveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Vilhelm Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Haraldur Flosi Tryggvason Til greina kemur að Orkuveita Reykjavíkur (OR) selji frá sér starfsemi Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan á og rekur ljósleiðaranet, en skilið var á milli reksturs OR og Gagnaveitunnar eftir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar árið 2006. Gagnaveitan er að fullu í eigu Orkuveitunnar. „Samkvæmt gildandi stefnu, sem fyrri stjórn samþykkti árið 2009 að ég tel, þá er rekstur Gagnaveitunnar talinn til kjarnastarfsemi Orkuveitunnar. Ég hef hins vegar verið talsmaður þess að skoða þetta frá öllum hliðum,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR. Hann kveðst telja að „infrastrúktúr“ félags á borð við Gagnaveituna gæti verið áhugaverð eign á markaði. Mögulega sölu Gagnaveitunnar segir Haraldur hafa verið rædda um nokkurt skeið, en hann fagnar tillögu þar að lútandi sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og stjórnarmaður í Orkuveitunni, lagði fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar 18. þessa mánaðar. „Tímans vegna var umfjöllun um þetta mál frestað,“ segir Haraldur, en áréttar um leið að verið sé að skoða alla eignastöðu hjá Orkuveitunni. Hugmyndin segir hann fá umræðu og afgreiðslu þegar fram í sæki. Hins vegar sé það ekki svo að kaupanda að Gagnaveitunni sé að finna „rétt handan við hornið“, ferlið sé flókið og tímafrekt. Þannig sé til dæmis mikilvægt að skoða hvernig eignahaldi á svona fyrirtæki sé best háttað. „En allt sem horfir til framfara í fjárhag Orkuveitunnar á að skoða.“ Í tillögu Kjartans Magnússonar er kveðið á um að gert verði verðmat á Gagnaveitu Reykjavíkur og hlutur Orkuveitunnar seldur fáist viðunandi tilboð. „Skoðaðar verði mismunandi leiðir til að stuðla að því að OR fái sem mest fyrir hlut sinn í slíku söluferli, til dæmis með beinni sölu eða hugsanlegri sameiningu við önnur fyrirtæki. Einnig má skoða hvort rétt sé að selja umræddan hlut í áföngum,“ segir þar. Kjartan segir tillögu um sölu Gagnaveitunnar síðast hafa komið fram sumarið 2007, en illu heilli verið tekna af dagskrá. Nú sé staða Orkuveitunnar hins vegar slík að æskilegt sé að hún selji eignir sem ekki heyri til hefðbundinni starfsemi. olikr@frettabladid.isOrkuveita Reykjavíkur Allar eignir Orkuveitunnar eru nú skoðaðar með tilliti til þess hvort vænlegt sé að selja þær. Þar hefur oftar en einu sinni verið horft til Gagnaveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Vilhelm
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira