Höfum ekki fengið að framleiða orkuna 23. mars 2011 09:00 Reykjanesvirkjun Stækkaðri virkjun á Reykjanestá er ætlað að knýja hluta álversins í Helguvík. fréttablaðið/valli „Vissulega snýst þetta um að við náum að semja við Norðurál en samningur knýr ekki álver. Ef við fáum ekki að virkja þá skiptir engu máli hvort fyrir liggur samningur eða ekki.“ Þetta segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, um stöðu mála varðandi orkuöflun vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Í Fréttablaðinu í gær og á laugardag lýstu Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ólíkum sjónarmiðum til framkvæmdarinnar og ástæðna þess að hún er stopp. Í stuttu máli telur Vilhjálmur standa á stjórnvöldum en Katrín segir málið í höndum Norðuráls og orkufyrirtækjanna. „Við höfum ekki fengið að framleiða eitt einasta kílóvatt vegna Helguvíkur ennþá,“ segir Júlíus en HS orka hugðist afla álverinu orku meðal annars með stækkaðri Reykjanesvirkjun. Fyrir þeim framkvæmdum hefur ekki fengist leyfi en þess var óskað með formlegum hætti í október 2009. Síðan er liðið næstum eitt og hálft ár. Orkustofnun annast leyfisveitingu til virkjana. Samningur HS orku og Norðuráls frá 2007 er til meðferðar gerðardóms í Svíþjóð en fyrirtækin eru ósammála um túlkun hans og hvort hann sé yfirhöfuð enn í gildi. Málflutningur verður í maí og stefnt að niðurstöðu í júlí. En Júlíus segir fleira spila inn í. „Við höfum ekki fengið virkjanaleyfi, rammaáætlun um orkunýtingu er ekki tilbúin, nauðsynlegar breytingar á skipulagi Grindavíkur og Hafnarfjarðar vegna Eldvarpa og Krýsuvíkur hafa tekið á fjórða ár og er enn ekki lokið, endalaus flækja var með línurnar á sínum tíma og svo stóðu stjórnvöld fyrir mikilli uppákomu í sumar um eignarhald HS orku. Allt hefur þetta tafið fyrir.“ Norðurál samdi á sínum tíma við bæði HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um orku. Að mati Júlíusar er óraunhæft annað en að Landsvirkjun komi einnig að málum. „Ég tel að þetta eigi að vera sameiginlegt verkefni orkufyrirtækjanna þriggja. Bæði er líklegra að málin mjakist þá frekar vegna minni áfanga hvers orkufyrirtækis og eins þarf einhver að taka við okkar hlutverki ef svo illa fer að við fáum ekki að virkja.“ bjorn@frettabladid.is Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Vissulega snýst þetta um að við náum að semja við Norðurál en samningur knýr ekki álver. Ef við fáum ekki að virkja þá skiptir engu máli hvort fyrir liggur samningur eða ekki.“ Þetta segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, um stöðu mála varðandi orkuöflun vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Í Fréttablaðinu í gær og á laugardag lýstu Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ólíkum sjónarmiðum til framkvæmdarinnar og ástæðna þess að hún er stopp. Í stuttu máli telur Vilhjálmur standa á stjórnvöldum en Katrín segir málið í höndum Norðuráls og orkufyrirtækjanna. „Við höfum ekki fengið að framleiða eitt einasta kílóvatt vegna Helguvíkur ennþá,“ segir Júlíus en HS orka hugðist afla álverinu orku meðal annars með stækkaðri Reykjanesvirkjun. Fyrir þeim framkvæmdum hefur ekki fengist leyfi en þess var óskað með formlegum hætti í október 2009. Síðan er liðið næstum eitt og hálft ár. Orkustofnun annast leyfisveitingu til virkjana. Samningur HS orku og Norðuráls frá 2007 er til meðferðar gerðardóms í Svíþjóð en fyrirtækin eru ósammála um túlkun hans og hvort hann sé yfirhöfuð enn í gildi. Málflutningur verður í maí og stefnt að niðurstöðu í júlí. En Júlíus segir fleira spila inn í. „Við höfum ekki fengið virkjanaleyfi, rammaáætlun um orkunýtingu er ekki tilbúin, nauðsynlegar breytingar á skipulagi Grindavíkur og Hafnarfjarðar vegna Eldvarpa og Krýsuvíkur hafa tekið á fjórða ár og er enn ekki lokið, endalaus flækja var með línurnar á sínum tíma og svo stóðu stjórnvöld fyrir mikilli uppákomu í sumar um eignarhald HS orku. Allt hefur þetta tafið fyrir.“ Norðurál samdi á sínum tíma við bæði HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um orku. Að mati Júlíusar er óraunhæft annað en að Landsvirkjun komi einnig að málum. „Ég tel að þetta eigi að vera sameiginlegt verkefni orkufyrirtækjanna þriggja. Bæði er líklegra að málin mjakist þá frekar vegna minni áfanga hvers orkufyrirtækis og eins þarf einhver að taka við okkar hlutverki ef svo illa fer að við fáum ekki að virkja.“ bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira