Framhald samstarfsins rætt 22. mars 2011 07:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að meta stöðu og styrk ríkisstjórnarinnar og möguleika hennar á að koma í gegn veigamiklum málum í kjölfar úrsagnar tveggja þingmanna úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. „Ríkisstjórnin þarf ekki að vera veikari á eftir. Við höfum komið okkar málum í gegn, hingað til að minnsta kosti, þótt þau hafi ekki notið stuðnings allra í Vinstri grænum,“ sagði Jóhanna í gærkvöldi. Aðspurð hvort hún hyggist aðhafast eitthvað til að styrkja stjórnina sagði Jóhanna ekki tímabært að segja til um það. „Fram undan eru mjög stór viðfangsefni þar sem við þurfum að hafa góðan meirihluta fyrir málum. Ekki síst í atvinnumálunum, hvernig við förum að við að glæða hér hagvöxt, fiskveiðistjórnunarmálin og fleiri mál. Ég mun ræða við formann Vinstri grænna sem fyrst til þess að fara yfir þessa stöðu sem upp er komin og hvort ástæða sé til sérstakra viðbragða.“ Fyrr geti hún ekki sagt til um hvort breytingar verði á ríkisstjórninni. Reyna á að finna fundi þeirra tíma í dag. Nýjustu vendingar voru ræddar á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær. Þær, einar og sér, eru ekki taldar skipta höfuðmáli um nauðsyn þess að stjórnarsamstarfið verði tekið til sérstakrar skoðunar; málefnastaðan kallar á það. Í þingflokki Samfylkingarinnar hefur þeirri skoðun vaxið ásmegin að affarasælast sé að slíta samstarfinu við VG. Telja sumir þingmenn rétt að efna til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Meirihluti þingflokksins vill þó að áfram verði unnið með VG en að því gefnu að aukinn kraftur verði settur í ýmis mál og önnur tekin nýjum tökum. Atvinnuuppbygging er meðal mála í fyrri flokknum og aðildarviðræðurnar við ESB í þeim síðari. Þá er það hávær krafa í Samfylkingunni að Vinstri græn gangi lengra í breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu en þau hafa viljað til þessa. Það mál er í raun nýr ásteytingarsteinn milli flokkanna. Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst aðspurð ekki trúa að ástandið á stjórnarheimilinu kallaði á að efnt yrði til kosninga. „Ég trúi ekki að menn vilji fara í kosningar núna þegar við erum í miðjum stórverkefnum eins og að ná kjarasamningum og koma hjólum atvinnulífsins af stað. En það er ekki útilokað að það geti orðið síðar á kjörtímabilinu.“ - bþs / sjá síðu 4 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að meta stöðu og styrk ríkisstjórnarinnar og möguleika hennar á að koma í gegn veigamiklum málum í kjölfar úrsagnar tveggja þingmanna úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. „Ríkisstjórnin þarf ekki að vera veikari á eftir. Við höfum komið okkar málum í gegn, hingað til að minnsta kosti, þótt þau hafi ekki notið stuðnings allra í Vinstri grænum,“ sagði Jóhanna í gærkvöldi. Aðspurð hvort hún hyggist aðhafast eitthvað til að styrkja stjórnina sagði Jóhanna ekki tímabært að segja til um það. „Fram undan eru mjög stór viðfangsefni þar sem við þurfum að hafa góðan meirihluta fyrir málum. Ekki síst í atvinnumálunum, hvernig við förum að við að glæða hér hagvöxt, fiskveiðistjórnunarmálin og fleiri mál. Ég mun ræða við formann Vinstri grænna sem fyrst til þess að fara yfir þessa stöðu sem upp er komin og hvort ástæða sé til sérstakra viðbragða.“ Fyrr geti hún ekki sagt til um hvort breytingar verði á ríkisstjórninni. Reyna á að finna fundi þeirra tíma í dag. Nýjustu vendingar voru ræddar á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær. Þær, einar og sér, eru ekki taldar skipta höfuðmáli um nauðsyn þess að stjórnarsamstarfið verði tekið til sérstakrar skoðunar; málefnastaðan kallar á það. Í þingflokki Samfylkingarinnar hefur þeirri skoðun vaxið ásmegin að affarasælast sé að slíta samstarfinu við VG. Telja sumir þingmenn rétt að efna til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Meirihluti þingflokksins vill þó að áfram verði unnið með VG en að því gefnu að aukinn kraftur verði settur í ýmis mál og önnur tekin nýjum tökum. Atvinnuuppbygging er meðal mála í fyrri flokknum og aðildarviðræðurnar við ESB í þeim síðari. Þá er það hávær krafa í Samfylkingunni að Vinstri græn gangi lengra í breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu en þau hafa viljað til þessa. Það mál er í raun nýr ásteytingarsteinn milli flokkanna. Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst aðspurð ekki trúa að ástandið á stjórnarheimilinu kallaði á að efnt yrði til kosninga. „Ég trúi ekki að menn vilji fara í kosningar núna þegar við erum í miðjum stórverkefnum eins og að ná kjarasamningum og koma hjólum atvinnulífsins af stað. En það er ekki útilokað að það geti orðið síðar á kjörtímabilinu.“ - bþs / sjá síðu 4
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira