Skuggahverfi í milljónasta veldi 19. mars 2011 22:00 Andri Snær Magnason rithöfundur heimsótti í byrjun mánaðarins grunnskóla í Sichuan-héraði í Kína sem reistur var fyrir íslenskt gjafafé eftir jarðskjálftana miklu sem þar riðu yfir árið 2008. Mynd/Ísl. sendiráðið í Kína Þótt veldisstærðarmunur sé á Íslandi og Kína segir Andri Snær Magnason sláandi líkindi á milli landanna. Óli Kristján Ármannsson tók Andra tali, en hann sótti Kína heim í fyrsta sinn í byrjun þessa mánaðar. Honum var boðið á bókmenntahátíð, flutti erindi um hagbóluna íslensku og færði grunnskólabörnum í Sichuan-héraði Ópal. Hann gæti vel hugsað sér að búa í Kína. Sláandi líkindi eru milli þess sem á sér nú stað í Kína og gekk yfir á Íslandi, að sögn Andra Snæs Magnasonar rithöfundar. Hann heimsótti Kína í byrjun mánaðarins, bæði til að taka þátt í árvissri alþjóðlegri bókmenntahátíð og til að færa grunnskólabörnum námsstyrki. „Mér var boðið út á bókmenntahátíð sem haldin var í tveimur borgum," segir Andri Snær, en þar er um að ræða bókmenntahátíð sem bókaverslanakeðjan Bókaormurinn (The Bookworm, sem rekur blöndu bókabúða, kaffihúsa og veitingastaða í Peking, Chengdu og Suzhou) stendur fyrir. Hann heimsótti Chengdu og Peking og flutti þar fyrirlestra um íslensku hagbóluna og efnahagshrunið. Þá las úr Andri Snær bók sinni Sögunni af bláa hnettinum á sérstökum barnahluta hátíðarinnar sem hann opnaði. „Í leiðinni heimsótti ég líka skóla sem Íslendingar byggðu eftir jarðskjálftana sem urðu 2008, í fjöllunum, í raun uppi undir rótum Himalayja-fjalla. Og það var í rauninni alveg magnað að fá að sjá Kína þannig." Kína er fyrir þá sem sakna 2007Glaðir krakkar Börning í grunnskólanum Von í Sichuan-héraði fengu gjafir frá Íslandi í byrjun mánaðarins. Þar á meðal rauðan Opal.Mynd/Sendiráð Ísl. í KínaAndri segir hafa verið dálítið magnað að sýna Draumalandið í Kína, eins og hann gerði í borginni Chengdu, sér í lagi í ljósi þess að þar ætli stjórnvöld að reisa eins og þúsund stíflur á ári næstu árin. „Og með ansi miklu meiri áhrifum en hér heima því bæði eru þorp og mjög sjaldgæfar dýrategundir í hættu. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvað maður væri eiginlega að vilja upp á dekk með eitthvað svona íslenskt." Andri segir hins vegar hafa verið magnað hversu vel Draumalandinu var tekið, því Kínverjar taki því mjög illa þegar þeir eru gagnrýndir. „Umræðuhefðin þar er mjög löskuð að mörgu leyti. Í svona ríkjum hentar mjög vel að koma með hliðstæður og þeir gátu heimfært margt í Draumalandinu upp á eigin aðstæður," segir hann. „Kína er að fara í gegnum alveg rosalegar breytingar. Hver sem saknar ársins 2007 á að fara til Kína. Ég hef aldrei áður séð jafnmarga Lamborghini, Maserati, Range Rover eða nýja fjögurra dyra Porsche Panamero bíla," segir Andri og kveður eigendur glæsibifreiðanna langflesta eiga það sammerkt að hafa hagnast á fasteignaviðskiptum. „Flestir þeirra eiga einn hálfbyggðan turn einhvers staðar þar sem þeir muldu niður eins og einn ferkílómetra af tvö til þrjú hundruð ára gömlu hverfi, eins og þarna í Peking til dæmis. Og þeir sem keypt hafa íbúðirnar búa þar ekki sjálfir heldur hafa keypt þær sem fjárfestingu." Bjartsýnin er heillandiNýbyggingar í Hefei í austur Kína Kona hjólar fram hjá nýbyggðum íbúðablokkum í Hefei í Anhui-héraði í Kína í lok síðasta mánaðar. Andri Snær Magnason rithöfundur, sem sótti Kína heim í þessum mánuði, segir marga Kínverja hafa auðgast mjög á byggingu íbúðablokka sem þó standi enn auðar. Nordicphotos/AFPÍbúðirnar segir Andri svo hafa þrefaldast í verði og með það hafi eigendur þeirra getað fengið sér Bensa og Louis Vuitton töskur. „Það er brjáluð bóla í gangi þarna. Allt er löðrandi í merkjavöru, lúxusbílum, hálfbyggðum húsum og byggingarkrönum, en tugir ferkílómetra af gömlu Peking hafa verið lagðir í rúst til þess að byggja tómar blokkir, sem menn halda að hafi gert þá ofboðslega ríka þótt enginn búi í þeim." Andri telur því deginum ljósara að Kína sé að ganga í gegnum nákvæmlega það sama og Ísland, Írland, Spánn og önnur lönd sem farið hafa flatt á eignabólu. „Nema bara í tíunda veldi," segir hann, en vill þó ekki setjast í sæti spámannsins varðandi í hvað stefni. „En, byggingakranar og Range Roverar. Það er ekkert gæðamerki." Sjálfstraust Kínverja segir hann hins vegar hafa verið mjög smitandi og heillandi að sækja landið heim. „Breytingarnar eru rosalegar og fólk sættir sig við ákveðna skoðanakúgun út á bætt lífsgæði. Við könnumst alveg við það hér heima líka. Menn láta sig hafa ýmislegt á meðan það kemur meira í budduna. Talað er um að menn þoli stjórnvöldum þarna ýmislegt fyrir svona sjö prósenta hagvöxt, um leið og hann fari hins vegar niður í sex prósent þá fari fólk að ókyrrast. Í Kína eru 100 milljónir farandverkamanna að byggja þessar borgir og vinna í verksmiðjum. Þetta er heillandi, skelfilegt og fallegt. Allt sem er að finna hér á jörðinni er þarna að finna í einhverju gríðarlegu hlutfalli." Þeir eru að gera það sama og viðAndri segir Kína vissulega orðið stórveldi, en spurningin sé hins vegar hvort landið getið haldið sömu keyrslu áfram. „Nýju borgirnar sem þeir eru að byggja eru í raun eins og eftirstríðsárahverfi sem þekkja má víða um heim, ekki venjulegar götur og torg heldur bara blokk eftir blokk eftir blokk eftir blokk. Þarna er fólk sem í tvöhundruð ár hefur búið í lágreistum húsum við götu þar sem það hefur selt smávarning eða þjónustað nágranna sína einhvern veginn skyndilega sett inn í 40 hæða turna. Það gafst ekki vel á Vesturlöndum og mjög víða hafa svona hverfi verið rifin. En Kínverjar eru enn í nýjabruminu og að græða á þessu." Ekki telur Andri samt ástæðu til að óttast Kína. „Í raun eru þeir bara í barnslegri gleði að ná okkar standard. Og kannski sér maður í þeirri gleði hvað okkar standard var smekklaus og hverju við höfum verið tilbúin að fórna fyrir hann. Þeir eru að gera nákvæmlega það sama og við. Þetta er bara Skuggahverfið sinnum milljón. Síðan eru umhverfis- og menningaráhrif milljónföld líka. Þarna er jafnmargt jákvætt og það er neikvætt." Uppi í fjöllunum kynntist Andri Snær hins vegar öðru Kína en blasti við í hraða umbreytinganna í stórborginni. Hann var að heimsækja landið í fyrsta sinn, en hafði samanburðinn við bæði Indland og Japan. „Í sjálfu sér væri maður að mörgu leyti alveg til í að búa þarna. Margt er auðvelt á einhvern hátt og fólk frjálslegt og orðið vant bleiknefjunum, þannig að maður fellur alveg í hópinn." Í fjöllunum segir hann menninguna hafa verið heillandi. „Þar dansaði fólk hringdans á kvöldin eins og einhverjir Færeyingar og ákveðinn uppgangur og gleði í loftinu. Krakkar voru á nýjum reiðhjólum og smitandi bjartsýni í loftinu. Sveitirnar voru mjög fallegar og í raun fallegri en þar sem ég hef farið á Indlandi. Fólkið hefur það betra." Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Þótt veldisstærðarmunur sé á Íslandi og Kína segir Andri Snær Magnason sláandi líkindi á milli landanna. Óli Kristján Ármannsson tók Andra tali, en hann sótti Kína heim í fyrsta sinn í byrjun þessa mánaðar. Honum var boðið á bókmenntahátíð, flutti erindi um hagbóluna íslensku og færði grunnskólabörnum í Sichuan-héraði Ópal. Hann gæti vel hugsað sér að búa í Kína. Sláandi líkindi eru milli þess sem á sér nú stað í Kína og gekk yfir á Íslandi, að sögn Andra Snæs Magnasonar rithöfundar. Hann heimsótti Kína í byrjun mánaðarins, bæði til að taka þátt í árvissri alþjóðlegri bókmenntahátíð og til að færa grunnskólabörnum námsstyrki. „Mér var boðið út á bókmenntahátíð sem haldin var í tveimur borgum," segir Andri Snær, en þar er um að ræða bókmenntahátíð sem bókaverslanakeðjan Bókaormurinn (The Bookworm, sem rekur blöndu bókabúða, kaffihúsa og veitingastaða í Peking, Chengdu og Suzhou) stendur fyrir. Hann heimsótti Chengdu og Peking og flutti þar fyrirlestra um íslensku hagbóluna og efnahagshrunið. Þá las úr Andri Snær bók sinni Sögunni af bláa hnettinum á sérstökum barnahluta hátíðarinnar sem hann opnaði. „Í leiðinni heimsótti ég líka skóla sem Íslendingar byggðu eftir jarðskjálftana sem urðu 2008, í fjöllunum, í raun uppi undir rótum Himalayja-fjalla. Og það var í rauninni alveg magnað að fá að sjá Kína þannig." Kína er fyrir þá sem sakna 2007Glaðir krakkar Börning í grunnskólanum Von í Sichuan-héraði fengu gjafir frá Íslandi í byrjun mánaðarins. Þar á meðal rauðan Opal.Mynd/Sendiráð Ísl. í KínaAndri segir hafa verið dálítið magnað að sýna Draumalandið í Kína, eins og hann gerði í borginni Chengdu, sér í lagi í ljósi þess að þar ætli stjórnvöld að reisa eins og þúsund stíflur á ári næstu árin. „Og með ansi miklu meiri áhrifum en hér heima því bæði eru þorp og mjög sjaldgæfar dýrategundir í hættu. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvað maður væri eiginlega að vilja upp á dekk með eitthvað svona íslenskt." Andri segir hins vegar hafa verið magnað hversu vel Draumalandinu var tekið, því Kínverjar taki því mjög illa þegar þeir eru gagnrýndir. „Umræðuhefðin þar er mjög löskuð að mörgu leyti. Í svona ríkjum hentar mjög vel að koma með hliðstæður og þeir gátu heimfært margt í Draumalandinu upp á eigin aðstæður," segir hann. „Kína er að fara í gegnum alveg rosalegar breytingar. Hver sem saknar ársins 2007 á að fara til Kína. Ég hef aldrei áður séð jafnmarga Lamborghini, Maserati, Range Rover eða nýja fjögurra dyra Porsche Panamero bíla," segir Andri og kveður eigendur glæsibifreiðanna langflesta eiga það sammerkt að hafa hagnast á fasteignaviðskiptum. „Flestir þeirra eiga einn hálfbyggðan turn einhvers staðar þar sem þeir muldu niður eins og einn ferkílómetra af tvö til þrjú hundruð ára gömlu hverfi, eins og þarna í Peking til dæmis. Og þeir sem keypt hafa íbúðirnar búa þar ekki sjálfir heldur hafa keypt þær sem fjárfestingu." Bjartsýnin er heillandiNýbyggingar í Hefei í austur Kína Kona hjólar fram hjá nýbyggðum íbúðablokkum í Hefei í Anhui-héraði í Kína í lok síðasta mánaðar. Andri Snær Magnason rithöfundur, sem sótti Kína heim í þessum mánuði, segir marga Kínverja hafa auðgast mjög á byggingu íbúðablokka sem þó standi enn auðar. Nordicphotos/AFPÍbúðirnar segir Andri svo hafa þrefaldast í verði og með það hafi eigendur þeirra getað fengið sér Bensa og Louis Vuitton töskur. „Það er brjáluð bóla í gangi þarna. Allt er löðrandi í merkjavöru, lúxusbílum, hálfbyggðum húsum og byggingarkrönum, en tugir ferkílómetra af gömlu Peking hafa verið lagðir í rúst til þess að byggja tómar blokkir, sem menn halda að hafi gert þá ofboðslega ríka þótt enginn búi í þeim." Andri telur því deginum ljósara að Kína sé að ganga í gegnum nákvæmlega það sama og Ísland, Írland, Spánn og önnur lönd sem farið hafa flatt á eignabólu. „Nema bara í tíunda veldi," segir hann, en vill þó ekki setjast í sæti spámannsins varðandi í hvað stefni. „En, byggingakranar og Range Roverar. Það er ekkert gæðamerki." Sjálfstraust Kínverja segir hann hins vegar hafa verið mjög smitandi og heillandi að sækja landið heim. „Breytingarnar eru rosalegar og fólk sættir sig við ákveðna skoðanakúgun út á bætt lífsgæði. Við könnumst alveg við það hér heima líka. Menn láta sig hafa ýmislegt á meðan það kemur meira í budduna. Talað er um að menn þoli stjórnvöldum þarna ýmislegt fyrir svona sjö prósenta hagvöxt, um leið og hann fari hins vegar niður í sex prósent þá fari fólk að ókyrrast. Í Kína eru 100 milljónir farandverkamanna að byggja þessar borgir og vinna í verksmiðjum. Þetta er heillandi, skelfilegt og fallegt. Allt sem er að finna hér á jörðinni er þarna að finna í einhverju gríðarlegu hlutfalli." Þeir eru að gera það sama og viðAndri segir Kína vissulega orðið stórveldi, en spurningin sé hins vegar hvort landið getið haldið sömu keyrslu áfram. „Nýju borgirnar sem þeir eru að byggja eru í raun eins og eftirstríðsárahverfi sem þekkja má víða um heim, ekki venjulegar götur og torg heldur bara blokk eftir blokk eftir blokk eftir blokk. Þarna er fólk sem í tvöhundruð ár hefur búið í lágreistum húsum við götu þar sem það hefur selt smávarning eða þjónustað nágranna sína einhvern veginn skyndilega sett inn í 40 hæða turna. Það gafst ekki vel á Vesturlöndum og mjög víða hafa svona hverfi verið rifin. En Kínverjar eru enn í nýjabruminu og að græða á þessu." Ekki telur Andri samt ástæðu til að óttast Kína. „Í raun eru þeir bara í barnslegri gleði að ná okkar standard. Og kannski sér maður í þeirri gleði hvað okkar standard var smekklaus og hverju við höfum verið tilbúin að fórna fyrir hann. Þeir eru að gera nákvæmlega það sama og við. Þetta er bara Skuggahverfið sinnum milljón. Síðan eru umhverfis- og menningaráhrif milljónföld líka. Þarna er jafnmargt jákvætt og það er neikvætt." Uppi í fjöllunum kynntist Andri Snær hins vegar öðru Kína en blasti við í hraða umbreytinganna í stórborginni. Hann var að heimsækja landið í fyrsta sinn, en hafði samanburðinn við bæði Indland og Japan. „Í sjálfu sér væri maður að mörgu leyti alveg til í að búa þarna. Margt er auðvelt á einhvern hátt og fólk frjálslegt og orðið vant bleiknefjunum, þannig að maður fellur alveg í hópinn." Í fjöllunum segir hann menninguna hafa verið heillandi. „Þar dansaði fólk hringdans á kvöldin eins og einhverjir Færeyingar og ákveðinn uppgangur og gleði í loftinu. Krakkar voru á nýjum reiðhjólum og smitandi bjartsýni í loftinu. Sveitirnar voru mjög fallegar og í raun fallegri en þar sem ég hef farið á Indlandi. Fólkið hefur það betra."
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira