Bera ekki nægilegt traust til réttarkerfis 19. mars 2011 04:00 Taka verður á því að almenningur beri ekki nægilegt traust til réttarkerfisins sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Fréttablaðið/valli Þolendur kynferðisofbeldis og stuðningssamtök þeirra bera ekki nægilegt traust til réttarkerfisins og brýnt er að á þeim vanda sé tekið. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi ríkissaksóknara og Ákærendafélags Íslands í Þjóðminjasafninu í gær. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari gerði kynferðisbrotamál einnig að umfjöllunarefni í erindi sínu á fundinum. Hann sagði að árið 2003 hefði sýknuhlutfall í kynferðisbrotamálum verið tæp 70 prósent, aðeins þrjú af hverjum tíu málum enduðu með sakfellingu. Á síðustu árum hefði sýknuhlutfallið lækkað og verið á bilinu 30 til 40 prósent. „Þessi sýknutala er samt sem áður uggvænleg,“ sagði Valtýr og lagði til að skoðað yrði heildstætt hvar vandinn lægi í þessum málum. Ögmundur sagði á fundinum að kynferðisbrot væru sá málaflokkur þar sem hvað mest reyndi á réttarkerfið. Það væri skylda stjórnvalda að fjalla um kynferðisbrotamál á opinberum vettvangi. „Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá ríkir ekki nægilegt traust til réttarkerfisins á þessu sviði af hálfu fjölda brotaþola,“ sagði ráðherrann. „Í stað þess að afneita þeirri staðreynd er brýnt að á vandanum sé tekið. Það þarf að sjálfsögðu að gera með réttsýni og sanngirni á alla vegu að leiðarljósi.“ Ráðherrann sagði einnig frá ráðstefnu um kynferðisbrot gegn börnum sem hann sótti í fyrra. Þar hafi komið fram ýmislegt sem draga mætti lærdóm af. „Við þurfum við spyrja hvort verið geti að sú tortryggni sem ríkt hafi af hálfu kvennahreyfinga og margra fórnarlamba kynferðisofbeldis í garð löggæslu, í garð ákæruvalds og dómsvalds, sé vegna þess að aðilar hafi ekki átt opnar og hreinskiptar samræður. Ef svo er þá er það sameiginlegt verkefni að fá úr þessu bætt.“ Ögmundur sagði jafnframt að í innanríkisráðuneytinu hefði verið stigið skref í þá átt með viðamiklu samráði um þessi mál. Þá kom fram í máli ráðherrans að fljótlega kæmi fram frumvarp í þinginu um svokallaða austurríska leið, „um að veita lögreglu vald til að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu í stað þess að þolendurnir þurfi að víkja“. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Þolendur kynferðisofbeldis og stuðningssamtök þeirra bera ekki nægilegt traust til réttarkerfisins og brýnt er að á þeim vanda sé tekið. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi ríkissaksóknara og Ákærendafélags Íslands í Þjóðminjasafninu í gær. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari gerði kynferðisbrotamál einnig að umfjöllunarefni í erindi sínu á fundinum. Hann sagði að árið 2003 hefði sýknuhlutfall í kynferðisbrotamálum verið tæp 70 prósent, aðeins þrjú af hverjum tíu málum enduðu með sakfellingu. Á síðustu árum hefði sýknuhlutfallið lækkað og verið á bilinu 30 til 40 prósent. „Þessi sýknutala er samt sem áður uggvænleg,“ sagði Valtýr og lagði til að skoðað yrði heildstætt hvar vandinn lægi í þessum málum. Ögmundur sagði á fundinum að kynferðisbrot væru sá málaflokkur þar sem hvað mest reyndi á réttarkerfið. Það væri skylda stjórnvalda að fjalla um kynferðisbrotamál á opinberum vettvangi. „Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá ríkir ekki nægilegt traust til réttarkerfisins á þessu sviði af hálfu fjölda brotaþola,“ sagði ráðherrann. „Í stað þess að afneita þeirri staðreynd er brýnt að á vandanum sé tekið. Það þarf að sjálfsögðu að gera með réttsýni og sanngirni á alla vegu að leiðarljósi.“ Ráðherrann sagði einnig frá ráðstefnu um kynferðisbrot gegn börnum sem hann sótti í fyrra. Þar hafi komið fram ýmislegt sem draga mætti lærdóm af. „Við þurfum við spyrja hvort verið geti að sú tortryggni sem ríkt hafi af hálfu kvennahreyfinga og margra fórnarlamba kynferðisofbeldis í garð löggæslu, í garð ákæruvalds og dómsvalds, sé vegna þess að aðilar hafi ekki átt opnar og hreinskiptar samræður. Ef svo er þá er það sameiginlegt verkefni að fá úr þessu bætt.“ Ögmundur sagði jafnframt að í innanríkisráðuneytinu hefði verið stigið skref í þá átt með viðamiklu samráði um þessi mál. Þá kom fram í máli ráðherrans að fljótlega kæmi fram frumvarp í þinginu um svokallaða austurríska leið, „um að veita lögreglu vald til að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu í stað þess að þolendurnir þurfi að víkja“. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira