Enn óvíst hvort ríkið kynnir Icesave-málið 11. mars 2011 11:00 Kjósendum var sendur bæklingur fyrir Icesave-kosninguna 2010. fréttablaðið/daníel Leita lausnar Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson.fréttablaðið/hari Ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið hvort og þá hvernig staðið verði að sérstakri kynningu á Icesave-málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir málið enn í vinnslu. Ráðuneyti hans muni að sjálfsögðu uppfylla þær skyldur sem því eru lagðar á herðar samkvæmt lögum en í þeim segir að senda beri öllum heimilum í landinu sérprentun laganna sem forseti synjaði staðfestingar. Jafnframt skuli vakin athygli á því að frumvarpið til laganna og öll skjöl varðandi meðferð þess séu aðgengileg á áberandi stað á vefsíðu Alþingis. Ögmundur segir að þetta verði að sjálfsögðu gert. „Svo lít ég svo á að það sé mikilvægt að kjósendur fái vitneskju um hvar upplýsinga er að afla frá mismunandi sjónarhornum. Hvað gert verður til að ná þessu markmiði er ekki endanlega frá gengið. Meginábyrgðin á því að koma upplýsingum til skila til almennings hvílir hins vegar á fjölmiðlum sem eru vettvangur lýðræðislegrar umræðu í landinu. Ég horfi til fjölmiðlanna, að þeir rísi undir þeirri ábyrgð sinni en að við, fyrir okkar leyti, sjáum til þess að fólki verði greiður aðgangur að upplýsingum." Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu stendur vilji Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra til þess að útbúinn verði upplýsingabæklingur og sendur kjósendum. Sú leið var farin þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave fór fram á síðasta ári. Þá var Lagastofnun Háskóla Íslands falið að útbúa hlutlaust kynningarefni sem bæði var sent inn á heimili og birt á sérstakri vefsíðu. Sú leið verður að líkindum ekki farin nú. Horft er til þess að kynningarefnið verði unnið í fjármálaráðuneytinu og auglýsingastofu falin framsetning. Í auglýsingu innanríkisráðuneytisins í vikunni kom fram hvernig spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni verður fram borin. Jafnframt var vísað á vef Alþingis, althingi.is, þar sem skjöl er varða meðferð málsins í þinginu eru birt. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Leita lausnar Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson.fréttablaðið/hari Ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið hvort og þá hvernig staðið verði að sérstakri kynningu á Icesave-málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir málið enn í vinnslu. Ráðuneyti hans muni að sjálfsögðu uppfylla þær skyldur sem því eru lagðar á herðar samkvæmt lögum en í þeim segir að senda beri öllum heimilum í landinu sérprentun laganna sem forseti synjaði staðfestingar. Jafnframt skuli vakin athygli á því að frumvarpið til laganna og öll skjöl varðandi meðferð þess séu aðgengileg á áberandi stað á vefsíðu Alþingis. Ögmundur segir að þetta verði að sjálfsögðu gert. „Svo lít ég svo á að það sé mikilvægt að kjósendur fái vitneskju um hvar upplýsinga er að afla frá mismunandi sjónarhornum. Hvað gert verður til að ná þessu markmiði er ekki endanlega frá gengið. Meginábyrgðin á því að koma upplýsingum til skila til almennings hvílir hins vegar á fjölmiðlum sem eru vettvangur lýðræðislegrar umræðu í landinu. Ég horfi til fjölmiðlanna, að þeir rísi undir þeirri ábyrgð sinni en að við, fyrir okkar leyti, sjáum til þess að fólki verði greiður aðgangur að upplýsingum." Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu stendur vilji Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra til þess að útbúinn verði upplýsingabæklingur og sendur kjósendum. Sú leið var farin þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave fór fram á síðasta ári. Þá var Lagastofnun Háskóla Íslands falið að útbúa hlutlaust kynningarefni sem bæði var sent inn á heimili og birt á sérstakri vefsíðu. Sú leið verður að líkindum ekki farin nú. Horft er til þess að kynningarefnið verði unnið í fjármálaráðuneytinu og auglýsingastofu falin framsetning. Í auglýsingu innanríkisráðuneytisins í vikunni kom fram hvernig spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni verður fram borin. Jafnframt var vísað á vef Alþingis, althingi.is, þar sem skjöl er varða meðferð málsins í þinginu eru birt. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira