Hundasleðafólk etur kappi á Norðurlandi 10. mars 2011 05:00 Hundasleðamenn sækja meðal annars í Fellsendavatn ofan við Hrauneyjar. Mynd/Olivera Ilic Fyrsta Íslandsmeistaramótið í hundasleðaakstri fer fram á Mývatni á sunnudaginn. Hálfs árs gamalt Sleðahundafélag Íslands stendur fyrir keppninni. „Þetta er æðislegt,“ segir Anna Marín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í Sleðahundafélaginu, um þessa nýstárlegu íþrótt og dægradvöl hér á landi. Anna segir hóp áhugamanna hafa smíðað sautján hundasleða í fyrra og í tengslum við það stofnað Sleðahundafélagið um miðjan september í fyrra. Um áttatíu segir um áttatíu félagsmenn í Sleðahundaklúbbnum. Óljóst sé hversu margir muni keppa á Íslandsmeistaramótinu en þrjátíu séu skráðir á námskeið sem haldið verður á mótsstaðnum á morgun og á laugardaginn. Að sögn Önnu er flestir sleðahundar hérlendis af tegundinni Siberian Husky. „En í raun er hægt að kenna öllum meðalstórum hundum að draga,“ undirstrikar hún. Sumir eigi einn hund en flestir tvo hunda eða fleiri. „Sleðarnir eru það léttir að menn sleppa alveg með tvo hunda í venjulega hobbíkeyrslu.“ Um reynslu íslensks sleðahundafólks segir Anna að það sé enn að afla þekkingar. „Maður lærir eins lengi og maður lifir. Það kemur ítalskur atvinnumaður á námskeiðið og ætlar að kenna okkur frá morgni til kvölds í tvo daga,“ segir hún. Íslenskir sleðamenn hafa farið víða um landið. Tvo þeirra segir Anna hafa farið tuttugu kílómetra við Fellsendavatn í vetur og menn hafi farið fimmtán kílómetra á Nesjavallaleiðinni. Hún og eiginmaðurinn séu eiginlega forfallin. „Þetta er staðalbúnaður á þakinu á bílnum okkar ef við skyldum rekast á skafl,“ segir Anna sem sjálf á tvo Siberian Husky hunda sem jafnan séu í skottinu á bílnum. Þeim finnist ógurlega skemmtilegt að draga sleðann. „Um leið og maður tekur upp dráttarbeislin liggur við að þeir klæði sig í þau sjálfir og rjúki út. Og svo halda þeir bara áfram og vilja ekki stoppa. Útiveran og samveran með hundunum er bara æðisleg.“ Anna er bjartsýn á að Íslandsmeistaramótið verði vel heppnað. „Það er nóg af snjó og vatnið er frosið þannig að þetta lítur mjög vel út.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Fyrsta Íslandsmeistaramótið í hundasleðaakstri fer fram á Mývatni á sunnudaginn. Hálfs árs gamalt Sleðahundafélag Íslands stendur fyrir keppninni. „Þetta er æðislegt,“ segir Anna Marín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í Sleðahundafélaginu, um þessa nýstárlegu íþrótt og dægradvöl hér á landi. Anna segir hóp áhugamanna hafa smíðað sautján hundasleða í fyrra og í tengslum við það stofnað Sleðahundafélagið um miðjan september í fyrra. Um áttatíu segir um áttatíu félagsmenn í Sleðahundaklúbbnum. Óljóst sé hversu margir muni keppa á Íslandsmeistaramótinu en þrjátíu séu skráðir á námskeið sem haldið verður á mótsstaðnum á morgun og á laugardaginn. Að sögn Önnu er flestir sleðahundar hérlendis af tegundinni Siberian Husky. „En í raun er hægt að kenna öllum meðalstórum hundum að draga,“ undirstrikar hún. Sumir eigi einn hund en flestir tvo hunda eða fleiri. „Sleðarnir eru það léttir að menn sleppa alveg með tvo hunda í venjulega hobbíkeyrslu.“ Um reynslu íslensks sleðahundafólks segir Anna að það sé enn að afla þekkingar. „Maður lærir eins lengi og maður lifir. Það kemur ítalskur atvinnumaður á námskeiðið og ætlar að kenna okkur frá morgni til kvölds í tvo daga,“ segir hún. Íslenskir sleðamenn hafa farið víða um landið. Tvo þeirra segir Anna hafa farið tuttugu kílómetra við Fellsendavatn í vetur og menn hafi farið fimmtán kílómetra á Nesjavallaleiðinni. Hún og eiginmaðurinn séu eiginlega forfallin. „Þetta er staðalbúnaður á þakinu á bílnum okkar ef við skyldum rekast á skafl,“ segir Anna sem sjálf á tvo Siberian Husky hunda sem jafnan séu í skottinu á bílnum. Þeim finnist ógurlega skemmtilegt að draga sleðann. „Um leið og maður tekur upp dráttarbeislin liggur við að þeir klæði sig í þau sjálfir og rjúki út. Og svo halda þeir bara áfram og vilja ekki stoppa. Útiveran og samveran með hundunum er bara æðisleg.“ Anna er bjartsýn á að Íslandsmeistaramótið verði vel heppnað. „Það er nóg af snjó og vatnið er frosið þannig að þetta lítur mjög vel út.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira