Hundasleðafólk etur kappi á Norðurlandi 10. mars 2011 05:00 Hundasleðamenn sækja meðal annars í Fellsendavatn ofan við Hrauneyjar. Mynd/Olivera Ilic Fyrsta Íslandsmeistaramótið í hundasleðaakstri fer fram á Mývatni á sunnudaginn. Hálfs árs gamalt Sleðahundafélag Íslands stendur fyrir keppninni. „Þetta er æðislegt,“ segir Anna Marín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í Sleðahundafélaginu, um þessa nýstárlegu íþrótt og dægradvöl hér á landi. Anna segir hóp áhugamanna hafa smíðað sautján hundasleða í fyrra og í tengslum við það stofnað Sleðahundafélagið um miðjan september í fyrra. Um áttatíu segir um áttatíu félagsmenn í Sleðahundaklúbbnum. Óljóst sé hversu margir muni keppa á Íslandsmeistaramótinu en þrjátíu séu skráðir á námskeið sem haldið verður á mótsstaðnum á morgun og á laugardaginn. Að sögn Önnu er flestir sleðahundar hérlendis af tegundinni Siberian Husky. „En í raun er hægt að kenna öllum meðalstórum hundum að draga,“ undirstrikar hún. Sumir eigi einn hund en flestir tvo hunda eða fleiri. „Sleðarnir eru það léttir að menn sleppa alveg með tvo hunda í venjulega hobbíkeyrslu.“ Um reynslu íslensks sleðahundafólks segir Anna að það sé enn að afla þekkingar. „Maður lærir eins lengi og maður lifir. Það kemur ítalskur atvinnumaður á námskeiðið og ætlar að kenna okkur frá morgni til kvölds í tvo daga,“ segir hún. Íslenskir sleðamenn hafa farið víða um landið. Tvo þeirra segir Anna hafa farið tuttugu kílómetra við Fellsendavatn í vetur og menn hafi farið fimmtán kílómetra á Nesjavallaleiðinni. Hún og eiginmaðurinn séu eiginlega forfallin. „Þetta er staðalbúnaður á þakinu á bílnum okkar ef við skyldum rekast á skafl,“ segir Anna sem sjálf á tvo Siberian Husky hunda sem jafnan séu í skottinu á bílnum. Þeim finnist ógurlega skemmtilegt að draga sleðann. „Um leið og maður tekur upp dráttarbeislin liggur við að þeir klæði sig í þau sjálfir og rjúki út. Og svo halda þeir bara áfram og vilja ekki stoppa. Útiveran og samveran með hundunum er bara æðisleg.“ Anna er bjartsýn á að Íslandsmeistaramótið verði vel heppnað. „Það er nóg af snjó og vatnið er frosið þannig að þetta lítur mjög vel út.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Fyrsta Íslandsmeistaramótið í hundasleðaakstri fer fram á Mývatni á sunnudaginn. Hálfs árs gamalt Sleðahundafélag Íslands stendur fyrir keppninni. „Þetta er æðislegt,“ segir Anna Marín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í Sleðahundafélaginu, um þessa nýstárlegu íþrótt og dægradvöl hér á landi. Anna segir hóp áhugamanna hafa smíðað sautján hundasleða í fyrra og í tengslum við það stofnað Sleðahundafélagið um miðjan september í fyrra. Um áttatíu segir um áttatíu félagsmenn í Sleðahundaklúbbnum. Óljóst sé hversu margir muni keppa á Íslandsmeistaramótinu en þrjátíu séu skráðir á námskeið sem haldið verður á mótsstaðnum á morgun og á laugardaginn. Að sögn Önnu er flestir sleðahundar hérlendis af tegundinni Siberian Husky. „En í raun er hægt að kenna öllum meðalstórum hundum að draga,“ undirstrikar hún. Sumir eigi einn hund en flestir tvo hunda eða fleiri. „Sleðarnir eru það léttir að menn sleppa alveg með tvo hunda í venjulega hobbíkeyrslu.“ Um reynslu íslensks sleðahundafólks segir Anna að það sé enn að afla þekkingar. „Maður lærir eins lengi og maður lifir. Það kemur ítalskur atvinnumaður á námskeiðið og ætlar að kenna okkur frá morgni til kvölds í tvo daga,“ segir hún. Íslenskir sleðamenn hafa farið víða um landið. Tvo þeirra segir Anna hafa farið tuttugu kílómetra við Fellsendavatn í vetur og menn hafi farið fimmtán kílómetra á Nesjavallaleiðinni. Hún og eiginmaðurinn séu eiginlega forfallin. „Þetta er staðalbúnaður á þakinu á bílnum okkar ef við skyldum rekast á skafl,“ segir Anna sem sjálf á tvo Siberian Husky hunda sem jafnan séu í skottinu á bílnum. Þeim finnist ógurlega skemmtilegt að draga sleðann. „Um leið og maður tekur upp dráttarbeislin liggur við að þeir klæði sig í þau sjálfir og rjúki út. Og svo halda þeir bara áfram og vilja ekki stoppa. Útiveran og samveran með hundunum er bara æðisleg.“ Anna er bjartsýn á að Íslandsmeistaramótið verði vel heppnað. „Það er nóg af snjó og vatnið er frosið þannig að þetta lítur mjög vel út.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira