Missti samstarfsmenn sína í árás í Afganistan 4. apríl 2011 06:30 „Þetta sýnir sennilega að fólk er hvergi óhult hér í Afganistan," segir Erlingur Erlingsson, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Samstarfsmenn hans og vinir voru myrtir af æstum múgi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Mazar-i-Sharif á föstudag. „Það varð einhvers konar múgæsing eftir föstudagsbænir þar sem einhverjir æsingamenn komu við sögu. Eitthvað verður svo til þess að múgurinn fer að skrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar sem menn réðu einfaldlega ekki við hundrað manna æstan múg. Afganska lögreglan greip svo ekki inn í atburðarásina heldur hélt sig til baka og fylgdist bara með," segir Erlingur um atburði föstudagsins. Sjö starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru myrtir í árásinni, þar af 33 ára sænskur karlmaður og 53 ára gömul norsk kona. Fjórir nepalskir hermenn sem gættu skrifstofunnar féllu einnig. Múgurinn safnaðist saman fyrir utan skrifstofuna til að mótmæla því að söfnuður í lítilli kirkju í Flórída í Bandaríkjunum brenndi Kóraninn í messu fyrr í mánuðinum. Múgurinn kirjaði slagorð gegn Bandaríkjunum og greip til ofbeldis þegar vopnaðir öryggisverðir reyndu að loka inngangi skrifstofunnar. Erlingur er starfsmaður UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem styður við uppbygginguna í Afganistan í kjölfar innrásarinnar í landið árið 2001. Hann hefur unnið í Afganistan frá því í febrúar 2009 og starfar í Kabúl. Hann segir ástandið í Afganistan flókið og erfitt að lýsa því í stuttu máli. „Almenningur er orðinn langþreyttur á átökunum. Sumir kvarta mikið yfir framferði alþjóðaherliðsins og reyndar skæruliðanna líka. Í svona átökum verður almenningur auðvitað alltaf á milli og þetta bitnar því mest á almennum borgurum," segir Erlingur og bætir við: „Helsta breytingin sem hefur orðið hér undanfarið er að það er komin tímalína fyrir brottför herliðsins þannig að Afganar eru smátt og smátt að taka sjálfir ábyrgð á öllum öryggismálum." Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnanna hefur lengst af verið tiltölulega öruggt í Afganistan en síðustu misseri hafa árásir á Sameinuðu þjóðirnar færst í aukana. Erlingur segir Kabúl nokkuð örugga en að árásin á föstudag sýni að menn séu hvergi algjörlega óhultir. „Í Mazar hafa menn gengið um rólegir og nánast farið einir á markaðinn. Svo gerist eitthvað þessu líkt. Maður óttast því auðvitað um öryggi sitt." magnusl@frettabladid.is Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta sýnir sennilega að fólk er hvergi óhult hér í Afganistan," segir Erlingur Erlingsson, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Samstarfsmenn hans og vinir voru myrtir af æstum múgi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Mazar-i-Sharif á föstudag. „Það varð einhvers konar múgæsing eftir föstudagsbænir þar sem einhverjir æsingamenn komu við sögu. Eitthvað verður svo til þess að múgurinn fer að skrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar sem menn réðu einfaldlega ekki við hundrað manna æstan múg. Afganska lögreglan greip svo ekki inn í atburðarásina heldur hélt sig til baka og fylgdist bara með," segir Erlingur um atburði föstudagsins. Sjö starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru myrtir í árásinni, þar af 33 ára sænskur karlmaður og 53 ára gömul norsk kona. Fjórir nepalskir hermenn sem gættu skrifstofunnar féllu einnig. Múgurinn safnaðist saman fyrir utan skrifstofuna til að mótmæla því að söfnuður í lítilli kirkju í Flórída í Bandaríkjunum brenndi Kóraninn í messu fyrr í mánuðinum. Múgurinn kirjaði slagorð gegn Bandaríkjunum og greip til ofbeldis þegar vopnaðir öryggisverðir reyndu að loka inngangi skrifstofunnar. Erlingur er starfsmaður UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem styður við uppbygginguna í Afganistan í kjölfar innrásarinnar í landið árið 2001. Hann hefur unnið í Afganistan frá því í febrúar 2009 og starfar í Kabúl. Hann segir ástandið í Afganistan flókið og erfitt að lýsa því í stuttu máli. „Almenningur er orðinn langþreyttur á átökunum. Sumir kvarta mikið yfir framferði alþjóðaherliðsins og reyndar skæruliðanna líka. Í svona átökum verður almenningur auðvitað alltaf á milli og þetta bitnar því mest á almennum borgurum," segir Erlingur og bætir við: „Helsta breytingin sem hefur orðið hér undanfarið er að það er komin tímalína fyrir brottför herliðsins þannig að Afganar eru smátt og smátt að taka sjálfir ábyrgð á öllum öryggismálum." Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnanna hefur lengst af verið tiltölulega öruggt í Afganistan en síðustu misseri hafa árásir á Sameinuðu þjóðirnar færst í aukana. Erlingur segir Kabúl nokkuð örugga en að árásin á föstudag sýni að menn séu hvergi algjörlega óhultir. „Í Mazar hafa menn gengið um rólegir og nánast farið einir á markaðinn. Svo gerist eitthvað þessu líkt. Maður óttast því auðvitað um öryggi sitt." magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira