Vonast eftir samningum áður en vikan er liðin 4. apríl 2011 11:58 Mynd/Pjetur Aðilar vinnumarkaðarins munu í dag eða á morgun kynna stjórnvöldum breytingartillögur við útspili stjórnvalda frá því fyrir helgi. Vonast er til að nýr kjarasamningur til þriggja ára liggi fyrir áður en vikan er liðin, þar sem almennar launahækkanir verði yfir átta prósent á samningstímanum. Allt kapp er nú lagt á að klára nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í þessari viku. Ríkisstjórnin kynnti tillögur sínar til að liðka fyrir samningum fyrir helgina, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að tvöfalda framlag til vegagerðar miðað við heimildir í fjárlögum þessa árs og næstu þrjú árin. Með þeirri aðgerð vilja stjórnvöld skapa atvinnu og stefna að því að atvinnuleysið fari niður í fimm prósent á samningstímanum, en það er nú á bilinu sjö til átta prósent. Forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins þrýsta á stjórnvöld að lækka tryggingagjald fyrirtækja, sem var hækkað verulega á þar síðasta ári vegna aukins atvinnuleysis. En tryggingagjaldið stendur undir greiðslum atvinnuleysistryggingasjóðs. Með lækkun gjaldsins segja atvinnurekendur mögulegt að hækka almen laun meira á næstu þremur árum en þau átta prósent sem Samtök atvinnulífsins hafa boðið. Alþýðusambandsforystan segir það hins vegar allt of litla hækkun á svo löngum samningstíma. Þá leggur forysta ASÍ áherslu á að lágmarkslaun verði ekki undir tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Samningamenn ASÍ komu saman til fundar klukkan ellefu í morgun og samningamenn Samtaka atvinnulífsins hafa einnig fundað nú fyrir hádegi. Sameiginlegur fundur er síðan fyrirhugaður um eitt leytið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki víst að ASÍ og SA takist að fullvinna svar sitt til stjórnvalda í dag, en ef það gerist verða þau svör kynnt fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í dag, annars ekki fyrr en á morgun. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA voru báðir bjartsýnir á það í fréttum okkar í gærkvöldi að gerð kjarasamninga ljúki í þessari viku. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Aðilar vinnumarkaðarins munu í dag eða á morgun kynna stjórnvöldum breytingartillögur við útspili stjórnvalda frá því fyrir helgi. Vonast er til að nýr kjarasamningur til þriggja ára liggi fyrir áður en vikan er liðin, þar sem almennar launahækkanir verði yfir átta prósent á samningstímanum. Allt kapp er nú lagt á að klára nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í þessari viku. Ríkisstjórnin kynnti tillögur sínar til að liðka fyrir samningum fyrir helgina, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að tvöfalda framlag til vegagerðar miðað við heimildir í fjárlögum þessa árs og næstu þrjú árin. Með þeirri aðgerð vilja stjórnvöld skapa atvinnu og stefna að því að atvinnuleysið fari niður í fimm prósent á samningstímanum, en það er nú á bilinu sjö til átta prósent. Forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins þrýsta á stjórnvöld að lækka tryggingagjald fyrirtækja, sem var hækkað verulega á þar síðasta ári vegna aukins atvinnuleysis. En tryggingagjaldið stendur undir greiðslum atvinnuleysistryggingasjóðs. Með lækkun gjaldsins segja atvinnurekendur mögulegt að hækka almen laun meira á næstu þremur árum en þau átta prósent sem Samtök atvinnulífsins hafa boðið. Alþýðusambandsforystan segir það hins vegar allt of litla hækkun á svo löngum samningstíma. Þá leggur forysta ASÍ áherslu á að lágmarkslaun verði ekki undir tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Samningamenn ASÍ komu saman til fundar klukkan ellefu í morgun og samningamenn Samtaka atvinnulífsins hafa einnig fundað nú fyrir hádegi. Sameiginlegur fundur er síðan fyrirhugaður um eitt leytið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki víst að ASÍ og SA takist að fullvinna svar sitt til stjórnvalda í dag, en ef það gerist verða þau svör kynnt fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í dag, annars ekki fyrr en á morgun. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA voru báðir bjartsýnir á það í fréttum okkar í gærkvöldi að gerð kjarasamninga ljúki í þessari viku.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira