Vonast eftir samningum áður en vikan er liðin 4. apríl 2011 11:58 Mynd/Pjetur Aðilar vinnumarkaðarins munu í dag eða á morgun kynna stjórnvöldum breytingartillögur við útspili stjórnvalda frá því fyrir helgi. Vonast er til að nýr kjarasamningur til þriggja ára liggi fyrir áður en vikan er liðin, þar sem almennar launahækkanir verði yfir átta prósent á samningstímanum. Allt kapp er nú lagt á að klára nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í þessari viku. Ríkisstjórnin kynnti tillögur sínar til að liðka fyrir samningum fyrir helgina, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að tvöfalda framlag til vegagerðar miðað við heimildir í fjárlögum þessa árs og næstu þrjú árin. Með þeirri aðgerð vilja stjórnvöld skapa atvinnu og stefna að því að atvinnuleysið fari niður í fimm prósent á samningstímanum, en það er nú á bilinu sjö til átta prósent. Forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins þrýsta á stjórnvöld að lækka tryggingagjald fyrirtækja, sem var hækkað verulega á þar síðasta ári vegna aukins atvinnuleysis. En tryggingagjaldið stendur undir greiðslum atvinnuleysistryggingasjóðs. Með lækkun gjaldsins segja atvinnurekendur mögulegt að hækka almen laun meira á næstu þremur árum en þau átta prósent sem Samtök atvinnulífsins hafa boðið. Alþýðusambandsforystan segir það hins vegar allt of litla hækkun á svo löngum samningstíma. Þá leggur forysta ASÍ áherslu á að lágmarkslaun verði ekki undir tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Samningamenn ASÍ komu saman til fundar klukkan ellefu í morgun og samningamenn Samtaka atvinnulífsins hafa einnig fundað nú fyrir hádegi. Sameiginlegur fundur er síðan fyrirhugaður um eitt leytið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki víst að ASÍ og SA takist að fullvinna svar sitt til stjórnvalda í dag, en ef það gerist verða þau svör kynnt fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í dag, annars ekki fyrr en á morgun. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA voru báðir bjartsýnir á það í fréttum okkar í gærkvöldi að gerð kjarasamninga ljúki í þessari viku. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Aðilar vinnumarkaðarins munu í dag eða á morgun kynna stjórnvöldum breytingartillögur við útspili stjórnvalda frá því fyrir helgi. Vonast er til að nýr kjarasamningur til þriggja ára liggi fyrir áður en vikan er liðin, þar sem almennar launahækkanir verði yfir átta prósent á samningstímanum. Allt kapp er nú lagt á að klára nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í þessari viku. Ríkisstjórnin kynnti tillögur sínar til að liðka fyrir samningum fyrir helgina, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að tvöfalda framlag til vegagerðar miðað við heimildir í fjárlögum þessa árs og næstu þrjú árin. Með þeirri aðgerð vilja stjórnvöld skapa atvinnu og stefna að því að atvinnuleysið fari niður í fimm prósent á samningstímanum, en það er nú á bilinu sjö til átta prósent. Forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins þrýsta á stjórnvöld að lækka tryggingagjald fyrirtækja, sem var hækkað verulega á þar síðasta ári vegna aukins atvinnuleysis. En tryggingagjaldið stendur undir greiðslum atvinnuleysistryggingasjóðs. Með lækkun gjaldsins segja atvinnurekendur mögulegt að hækka almen laun meira á næstu þremur árum en þau átta prósent sem Samtök atvinnulífsins hafa boðið. Alþýðusambandsforystan segir það hins vegar allt of litla hækkun á svo löngum samningstíma. Þá leggur forysta ASÍ áherslu á að lágmarkslaun verði ekki undir tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Samningamenn ASÍ komu saman til fundar klukkan ellefu í morgun og samningamenn Samtaka atvinnulífsins hafa einnig fundað nú fyrir hádegi. Sameiginlegur fundur er síðan fyrirhugaður um eitt leytið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki víst að ASÍ og SA takist að fullvinna svar sitt til stjórnvalda í dag, en ef það gerist verða þau svör kynnt fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í dag, annars ekki fyrr en á morgun. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA voru báðir bjartsýnir á það í fréttum okkar í gærkvöldi að gerð kjarasamninga ljúki í þessari viku.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira