Engin lausn að velja óumdeildan mann Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 4. apríl 2011 16:30 MYND/Arnþór Stefán Einar Stefánsson, guðfræðingur, mun taka við starfi formanns VR, eins öflugasta verkalýðsfélags landsins, seinna í mánuðinum. Hann varð hlutskarpastur sjö frambjóðanda í formannskjöri félagsins en úrslit voru kynnt í síðustu viku. Stefán Einar segist hlakka til þess að hefja störf sem formaður en honum hefði ekki dottið það í hug fyrir svo löngu síðan að hann hæfi störf á þessum vettvangi. „Síðastliðið haust leituðu til mín einstaklingar varðandi framboð sem höfðu miklar áhyggjur af stöðu mála í VR. Þetta var fólk sem þekkti til starfa minna fyrir félagið á árinu 2009 þegar ég var fenginn til að aðstoða við að setja siðareglur fyrir félagið. Ég neitaði þessu nú fyrst, ég var að sinna verkefnum af öðrum toga og hafði aldrei leitt hugann að verkefnum á borð við þetta. Svo var haldið áfram að þrýsta á mig og ég fór þá að glöggva mig meira á innri málefnum félagsins. Í kjölfarið tek ég ákvörðun um að bjóða mig fram hellti mér bara í þessa baráttu eins og aðrir," segir Stefán en hann undirbýr sig þessa daganna fyrir verkefnin framundan. Deilur innan stjórnar og á skrifstofu VR hafa skyggt á störf félagsins á síðustu misserum og segir Stefán það fyrsta verkefni sitt að tryggja að það verðir starfsfriður í félaginu. „Slíkur starfsfriður felst ekki í því að allir séu sammála eða að einn maður ráði öllu heldur frekar að mál séu ætíð sett í ákveðinn farveg sem tryggi vandaða og yfirvegaða úrlausn þeirra viðfangsefna sem félagið er að fást við. Ég er viss um það að allir þeir sem að félaginu koma eru til í þessa vinnu," segir Stefán. En hvaða önnur mál hyggst hann setja á oddinn? „Þegar starfsfriður er tryggður taka við stór verkefni eins og að berjast því óréttlæti sem er óútskýrður launamunur kynjanna. Við þurfum jafnframt vonandi að kynna nýjan kjarasamning og fá samþykktan. Við þurfum að hlúa að okkar félagsmönnum sem hafa orðið fyrir atvinnumissi, við þurfum að koma því fólki út á vinnumarkaðinn aftur. Það er samhangandi við þennan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem við höfum verið að skoða í samstarfi við Samtök atvinnulífsins. Þar er mikil áhersla lögð á þau atriði sem lúta að atvinnusköpun og fjárfestingu í landinu," segir Stefán.Lítil virkni áhyggjuefni Það er óhætt að segja að það hafi víða gustað um þar sem Stefán Einar hefur komið að málum og var hann því spurður hvort hann væri vel til þess fallin að tryggja sættir í VR. „Í frægu ljóði eftir Davíð Stefánsson segir: „Þeir sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst að berjast." Þeir sem hafa þurft að takast á við fólk geta að ég tel betur komið inn á átakasvæði og stillt til friðar. Ég held að það hefði ekki verið nein lausn fyrir VR að velja til forystu algjörlega óumdeildan mann sem aldrei hefði látið þannig til sín taka að menn hefðu á því einhverja skoðun," Kjörsókn í formannskosningunum í VR var einungis rúm sautján prósent og segir Stefán það vera áhyggjuefni að fólk vilji ekki hafa áhrif á þetta mikilvæga félag. Þetta hafi hins vegar verið vandamál lengi.Ósanngjarnar kjaftasögur Stefán Einar hefur síðustu misseri setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sem hefur boðað mikinn niðurskurð ríkisútgjalda og til að mynda lagt til að Vinnueftirlit ríkisins verði lagt niður. Stefán segir þær tillögur ekki lýsa sínum stjórnmálaskoðunum. „Ég hef tekið þátt í starfi stjórnar SUS ásamt tugum annarra einstaklinga sem hafa mjög ólík viðhorf. Ég hef aldrei skilgreint sjálfan mig sem frjálshyggjumann heldur hef ég verið mjög gagnrýninn á þá hugmyndafræði. Ég gagnrýndi þessar tillögur í mörgum liðum en þarna urðu mín viðhorf einfaldlega ekki ofan á," segir Stefán. Í aðdraganda formannskjörsins var Stefán ásakaður um að hafa afritað kjörskrá félagsins sem er andstætt kosningareglum. Hann hefur einnig verið sagður hafa sent sms skilaboð á þá félagsmenn VR sem flokksbundnir eru í Sjálfstæðisflokknum. Stefán segir þessar ásakanir fráleitar. „Þessar sögur eru hluti af þeirri ófrægingarherferð og þeim vinnubrögðum sem það fólk sem hefur skaðað þetta félag hvað mest notar. Það hermir upp á fólk hluti sem eiga ekki við rök að styðjast og ég bara frábið mér umræðu um svona mál. Kærunni var auðvitað vísað frá og hafði ekki við rök að styðjast. Hvað þessar sögur um sms sendingar varðar þá segi ég það eitt að einu sms skilaboðin sem ég sendi voru til einhverra tuga vina minna undir lok kosninganna. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson, guðfræðingur, mun taka við starfi formanns VR, eins öflugasta verkalýðsfélags landsins, seinna í mánuðinum. Hann varð hlutskarpastur sjö frambjóðanda í formannskjöri félagsins en úrslit voru kynnt í síðustu viku. Stefán Einar segist hlakka til þess að hefja störf sem formaður en honum hefði ekki dottið það í hug fyrir svo löngu síðan að hann hæfi störf á þessum vettvangi. „Síðastliðið haust leituðu til mín einstaklingar varðandi framboð sem höfðu miklar áhyggjur af stöðu mála í VR. Þetta var fólk sem þekkti til starfa minna fyrir félagið á árinu 2009 þegar ég var fenginn til að aðstoða við að setja siðareglur fyrir félagið. Ég neitaði þessu nú fyrst, ég var að sinna verkefnum af öðrum toga og hafði aldrei leitt hugann að verkefnum á borð við þetta. Svo var haldið áfram að þrýsta á mig og ég fór þá að glöggva mig meira á innri málefnum félagsins. Í kjölfarið tek ég ákvörðun um að bjóða mig fram hellti mér bara í þessa baráttu eins og aðrir," segir Stefán en hann undirbýr sig þessa daganna fyrir verkefnin framundan. Deilur innan stjórnar og á skrifstofu VR hafa skyggt á störf félagsins á síðustu misserum og segir Stefán það fyrsta verkefni sitt að tryggja að það verðir starfsfriður í félaginu. „Slíkur starfsfriður felst ekki í því að allir séu sammála eða að einn maður ráði öllu heldur frekar að mál séu ætíð sett í ákveðinn farveg sem tryggi vandaða og yfirvegaða úrlausn þeirra viðfangsefna sem félagið er að fást við. Ég er viss um það að allir þeir sem að félaginu koma eru til í þessa vinnu," segir Stefán. En hvaða önnur mál hyggst hann setja á oddinn? „Þegar starfsfriður er tryggður taka við stór verkefni eins og að berjast því óréttlæti sem er óútskýrður launamunur kynjanna. Við þurfum jafnframt vonandi að kynna nýjan kjarasamning og fá samþykktan. Við þurfum að hlúa að okkar félagsmönnum sem hafa orðið fyrir atvinnumissi, við þurfum að koma því fólki út á vinnumarkaðinn aftur. Það er samhangandi við þennan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem við höfum verið að skoða í samstarfi við Samtök atvinnulífsins. Þar er mikil áhersla lögð á þau atriði sem lúta að atvinnusköpun og fjárfestingu í landinu," segir Stefán.Lítil virkni áhyggjuefni Það er óhætt að segja að það hafi víða gustað um þar sem Stefán Einar hefur komið að málum og var hann því spurður hvort hann væri vel til þess fallin að tryggja sættir í VR. „Í frægu ljóði eftir Davíð Stefánsson segir: „Þeir sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst að berjast." Þeir sem hafa þurft að takast á við fólk geta að ég tel betur komið inn á átakasvæði og stillt til friðar. Ég held að það hefði ekki verið nein lausn fyrir VR að velja til forystu algjörlega óumdeildan mann sem aldrei hefði látið þannig til sín taka að menn hefðu á því einhverja skoðun," Kjörsókn í formannskosningunum í VR var einungis rúm sautján prósent og segir Stefán það vera áhyggjuefni að fólk vilji ekki hafa áhrif á þetta mikilvæga félag. Þetta hafi hins vegar verið vandamál lengi.Ósanngjarnar kjaftasögur Stefán Einar hefur síðustu misseri setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sem hefur boðað mikinn niðurskurð ríkisútgjalda og til að mynda lagt til að Vinnueftirlit ríkisins verði lagt niður. Stefán segir þær tillögur ekki lýsa sínum stjórnmálaskoðunum. „Ég hef tekið þátt í starfi stjórnar SUS ásamt tugum annarra einstaklinga sem hafa mjög ólík viðhorf. Ég hef aldrei skilgreint sjálfan mig sem frjálshyggjumann heldur hef ég verið mjög gagnrýninn á þá hugmyndafræði. Ég gagnrýndi þessar tillögur í mörgum liðum en þarna urðu mín viðhorf einfaldlega ekki ofan á," segir Stefán. Í aðdraganda formannskjörsins var Stefán ásakaður um að hafa afritað kjörskrá félagsins sem er andstætt kosningareglum. Hann hefur einnig verið sagður hafa sent sms skilaboð á þá félagsmenn VR sem flokksbundnir eru í Sjálfstæðisflokknum. Stefán segir þessar ásakanir fráleitar. „Þessar sögur eru hluti af þeirri ófrægingarherferð og þeim vinnubrögðum sem það fólk sem hefur skaðað þetta félag hvað mest notar. Það hermir upp á fólk hluti sem eiga ekki við rök að styðjast og ég bara frábið mér umræðu um svona mál. Kærunni var auðvitað vísað frá og hafði ekki við rök að styðjast. Hvað þessar sögur um sms sendingar varðar þá segi ég það eitt að einu sms skilaboðin sem ég sendi voru til einhverra tuga vina minna undir lok kosninganna.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira