Harmleikur hjá fjölskyldu Bubba Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2011 15:04 Bubbi Morthens er einlægur í nýjasta pistli sínum á Pressunni. Bubbi Morthens tónlistarmaður greinir frá því að Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, hafi fætt andvana barn á dögunum. Þau komust að því þegar að þau fóru í 20 vikna sónar að barnið væri látið. Þegar þau fóru í tólf vikna sónar blasti lítið kríli við. Gleðin og þakklætið var mikið og þau hjónin pældu í nafni. „Daginn sem við fórum í 20 vikna sónar og ætluðum að fá að vita hvort lítill strákur eða stúlka væri væntanleg, þá ákvað lífið að gefa okkur högg. Hvers vegna vitum við ekki, enda skiptir það kannski ekki máli en sorgin sem er hin hlið gleðinnar breiddi dökka vængi sína yfir okkur þennan dag sem við héldum að við þyrftum aldrei að lifa. En þetta voru skyndilega spilin sem við vorum með á hendi. Hvernig kemst maður í gegnum svona dag? Ég veit það ekki, en maður gerir það," segir Bubbi í pistli á Pressunni. Hann segir að daginn eftir hafi fæðingardeildin beðið þeirra. „Hvernig er hægt að lýsa því að sá staður sem færir fólki slíka gleði getur líka verið sá staður sem færir fólki þeirra mestu sorg? Maður stendur og gengur um gólf, horfir á ástina sína fulla af þjáningu, hún á að fæða krílið okkar sem er látið. Þennan dag sá ég úr hverju ástin mín er gerð, það veit engin hvað hann getur og er fær um fyrr en á reynir og orðið hetja er ágætis orð en lýsir ekki hvað ástin mín er í mínum augum. Það fer engin í gegnum svona dag nema með hjálp og starfsfólk fæðingardeildar hélt í hönd okkar allan þennan tíma" segir Bubbi í færslunni. Bubbi segir að þau Hrafnhildur eigi saman fimm dásamlega ljósbera, stóra fjölskyldu, undursamlega vini og umfram allt hvort annað. Sorgin í hjarta þeirra stór en gleðin yfir því sem þau eigi hafi að sama skapi stækkað. „Lífið heldur áfram en eitt vitum við hjónin, maður gengur að engu vísu. Við eigum einungis daginn í dag, þannig er það og þannig mun það verða," segir Bubbi. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Bubbi Morthens tónlistarmaður greinir frá því að Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, hafi fætt andvana barn á dögunum. Þau komust að því þegar að þau fóru í 20 vikna sónar að barnið væri látið. Þegar þau fóru í tólf vikna sónar blasti lítið kríli við. Gleðin og þakklætið var mikið og þau hjónin pældu í nafni. „Daginn sem við fórum í 20 vikna sónar og ætluðum að fá að vita hvort lítill strákur eða stúlka væri væntanleg, þá ákvað lífið að gefa okkur högg. Hvers vegna vitum við ekki, enda skiptir það kannski ekki máli en sorgin sem er hin hlið gleðinnar breiddi dökka vængi sína yfir okkur þennan dag sem við héldum að við þyrftum aldrei að lifa. En þetta voru skyndilega spilin sem við vorum með á hendi. Hvernig kemst maður í gegnum svona dag? Ég veit það ekki, en maður gerir það," segir Bubbi í pistli á Pressunni. Hann segir að daginn eftir hafi fæðingardeildin beðið þeirra. „Hvernig er hægt að lýsa því að sá staður sem færir fólki slíka gleði getur líka verið sá staður sem færir fólki þeirra mestu sorg? Maður stendur og gengur um gólf, horfir á ástina sína fulla af þjáningu, hún á að fæða krílið okkar sem er látið. Þennan dag sá ég úr hverju ástin mín er gerð, það veit engin hvað hann getur og er fær um fyrr en á reynir og orðið hetja er ágætis orð en lýsir ekki hvað ástin mín er í mínum augum. Það fer engin í gegnum svona dag nema með hjálp og starfsfólk fæðingardeildar hélt í hönd okkar allan þennan tíma" segir Bubbi í færslunni. Bubbi segir að þau Hrafnhildur eigi saman fimm dásamlega ljósbera, stóra fjölskyldu, undursamlega vini og umfram allt hvort annað. Sorgin í hjarta þeirra stór en gleðin yfir því sem þau eigi hafi að sama skapi stækkað. „Lífið heldur áfram en eitt vitum við hjónin, maður gengur að engu vísu. Við eigum einungis daginn í dag, þannig er það og þannig mun það verða," segir Bubbi.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira