Innlent

Gangandi og hjólandi vegfarendum fjölgar á Laugaveginum

Austurstræti var einnig opnað formlega sem göngugata, sama dag og Laugavegurinn.
Austurstræti var einnig opnað formlega sem göngugata, sama dag og Laugavegurinn. Mynd/Daníel
Nýlegar mælingar sem gerðar hafa verið á vegum Reykjavíkurborgar sýna að gangandi og hjólandi vegfarendum hefur fjölgað töluvert síðustu vikur á þeim hluta Laugavegarins sem lokaður hefur verið fyrir bílaumferð.

Í byrjun júní voru gangandi vegfarendur á hverjum degi um níu þúsund á mörkum Laugavegs og Skólavörðustígs samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg, en tæplega fjórtán þúsund þegar talið var þriðjudaginn 12. júlí. Þá kemur einnig fram að mælingar hafi staðfest að fleiri stígi inn í flestar verslanir við göngugötuna.

Í tilkynningunni segir að á stöðufundi með fulltrúum kaupmanna við Laugaveg í liðinni viku hafi komið að almenn ánægja ríkti með göngugötuna, auk þess sem að á fundinum hafi komið fram áhugi rekstraraðila við ofanverðan Laugaveg á því að taka þátt í sams konar tilraun næsta sumar.

Laugavegurinn á milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs verður göngugata fram að næstu mánaðamótum en göngugatan var opnuð 1. júlí síðastliðinn ásamt göngugötunni Austurstræti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×