Sport

Fulham vill semja við Eið Smára til tveggja ára

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Fulham á Old Trafford.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Fulham á Old Trafford. AP
Fulham og Eiður Smári Guðjohnsen eru í viðræðum um áframhaldandi veru Íslendingsins hjá enska úrvalsdeildarliðunu í fótbolta. Samkvæmt heimildum Visir.is vill Fulham semja við Eið Smára til tveggja ára en hann kom til félagsins frá Stoke í lok janúar.

Eiður er 32 ára gamall og hann verður 33 ára þann 15. september og er Fulham fimmta félagið sem hann leikur með á Englandi. Hann er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins en Eiður hefur skorað 24 mörk í 63 leikjum.

Eiður Smár hefur enn ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu hjá Fulham en hann lék mikið í síðasta deildarleik gegn Manchester United á Old Trafford þar sem hann kom inná sem varamaður snemma í síðari hálfleik.


Tengdar fréttir

Martraðatímbil Eiðs Smára

Eiður Smári Guðjohnsen sat enn á ný á varamannabekknum er lið hans, Fulham, vann 3-0 sannfærandi sigur á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bekkjarseta Eiðs Smára sætir varla tíðindum lengur sem eitt og sér hljóta að teljast skelfileg tíðindi fyrir íslenska knattspyrnu.

Sunnudagsmessan: Er Eiður hættur með landsliðinu?

Eiður Smári Guðjohnsen var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær og þar velti Guðmundur Benediktsson upp þeirri spurningu hvort framherjinn hjá Fulham væri búinn að leika sinn síðasta A-landsleik. Eiður var sem kunnugt er ekki valinn í leikmannahóp Íslands sem mætir Kýpur í undankeppni EM um næstu helgi. Hjörvar Hafliðason og Rúnar Kristinsson ræddu málin við Guðmund.

Langþráðar mínútur hjá Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen fékk loksins almennilegt tækifæri með Fulham gegn Man. Utd í dag. Má segja að þetta sé fyrsta alvöru tækifæri Eiðs á þessu ári.

Tíu stiga forskot hjá Man. Utd - Eiður spilaði í 35 mínútur

Manchester United náði í dag tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann auðveldan sigur á Fulham, 2-0, á Old Trafford. United hefur engu að síður leikið tveimur leikjum meira en Arsenal en Lundúnaliðið þarf að vinna báða sína leiki til þess að minnka muninn aftur í fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×