Afbrotafræðingur ósáttur við „glamúrvæðingu“ ofbeldis 30. janúar 2011 13:45 Afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson segir að tölfræði gefi ekki til kynna aukið ofbeldi í íslensku samfélagi, en greina má meira óþol gegn ofbeldisbrotum og ofbeldismönnum. Hins vegar þrífist ofbeldismenning hjá ákveðnum hópum í samfélaginu. Mynd/GVA Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, segir það fyllilega eðlilegt að ofbeldisumræða komi upp með jöfnu millibili, sérstaklega eftir mjög alvarleg tilfelli líkt og hafa sést að undanförnu. Það beri því vitni að almenningur á Íslandi sættir sig ekki við að ofbeldi sé beitt, og vilji sjá breytingar þar á. Hann gagnrýnir það sem hann kallar „glamúrvæðingu" ofbeldis. Eftir nokkur hryggileg dæmi um alvarlega ofbeldisglæpi hér á landi á undanförnum vikum og mánuðum er samfélagsumræðan enn á ný farin að snúast um það hvort ofbeldi sé að færast í vöxt eða breytast. Helgi segir í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins að svo sé ekki, en hins vegar sé annars konar þróun í gangi, sem gjalda þurfi varhug við. Helgi segir ljóst að umburðarlyndi almennings fyrir hvers konar ofbeldi hafi minnkað sífellt og jafnvel minniháttar pústrar sem hafi lengi verið talinn órjúfanlegur hluti skemmtanahalds séu nú óásættanlegir. Þá segir Helgi: „Ofbeldi var að einhverju leyti viðurkennt sem hluti af skemmtanalífi eða hluti af því að vera maður með mönnum. Í dag er annar samfélagslegur tónn þar sem brugðist er hart við ofbeldisverkum. Umburðarlyndi gagnvart ofbeldi er miklu minna í dag en það var fyrir 20, 30 eða 40 árum og á það einnig við um kynferðisbrot. Þetta er eitthvað sem er ekki liðið, hvort sem það er í skólanum, á böllum, innan heimilisins eða einelti af ýmsu tagi. Samfélagið er að þessu leyti orðið siðvæddara, brot af þessu tagi tíðkuðust eins og nú en voru okkur ósýnileg fyrir ekki svo mörgum árum."Hlutverk fjölmiðla Alvarlegri ofbeldismál fanga jafnan athygli fjölmiðla sem fjalla um atvikin hverjir á sinn hátt með mismunandi efnistökum. Helgi segir ekki óeðlilegt að fjölmiðlar haldi þessum málum á lofti. Fjölmiðlaumfjöllun geti þó verið tvíbent og skapað óþarfa ótta sem er bagalegt, en getur einnig verið til góðs og skapað varkárni. Nýlega hefur þó borið á því að nokkrir einstaklingar úr ýmsum jaðarhópum samfélagsins séu til umfjöllunar á léttum nótum án þess að framferði þeirra sé kynnt í gagnrýnu ljósi. „Ég set ákveðið spurningarmerki við þessa glamúrvæðingu," segir Helgi „Þetta getur verið varasamt því að stundum eru dregnar upp ýktar myndir af viðkomandi sem eiga jafnvel ekki við rök að styðjast. Ákveðinn lífsstíll á mörkum þess ólöglega eða jafnvel ólöglegur er settur fram á jákvæðan og spennandi hátt. Það er hætta á því að slík framsetning verði til þess að viðurkenna og réttlæta slíkan lífsmáta og verði öðrum fyrirmynd," segir Helgi. Það gæti ýtt undir frekari hópamyndun eins og áður var greint frá, einkum meðal þeirra sem eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Þeir leita gjarna í ýmis konar fyrirmyndir úr dægurmenningunni, til dæmis kvikmyndum og tölvuleikjum. „Þetta er þó alltaf spurning um það hvernig við, sem borgarar, lesum úr því áreiti sem er allt í kringum okkur. Ég hef engar áhyggjur af því hvernig þorri fólks bregst við, en fyrir tiltekna þjóðfélagshópa og óharðnaða unglinga gæti þessi lífsstíll virst eftirsóknarverður. Ef þessi hegðun verður viðurkennd frekar er hætta á því að viðkvæmari hópar samfélagsins dragist inn í þennan lífsstíl," segir Helgi. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, segir það fyllilega eðlilegt að ofbeldisumræða komi upp með jöfnu millibili, sérstaklega eftir mjög alvarleg tilfelli líkt og hafa sést að undanförnu. Það beri því vitni að almenningur á Íslandi sættir sig ekki við að ofbeldi sé beitt, og vilji sjá breytingar þar á. Hann gagnrýnir það sem hann kallar „glamúrvæðingu" ofbeldis. Eftir nokkur hryggileg dæmi um alvarlega ofbeldisglæpi hér á landi á undanförnum vikum og mánuðum er samfélagsumræðan enn á ný farin að snúast um það hvort ofbeldi sé að færast í vöxt eða breytast. Helgi segir í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins að svo sé ekki, en hins vegar sé annars konar þróun í gangi, sem gjalda þurfi varhug við. Helgi segir ljóst að umburðarlyndi almennings fyrir hvers konar ofbeldi hafi minnkað sífellt og jafnvel minniháttar pústrar sem hafi lengi verið talinn órjúfanlegur hluti skemmtanahalds séu nú óásættanlegir. Þá segir Helgi: „Ofbeldi var að einhverju leyti viðurkennt sem hluti af skemmtanalífi eða hluti af því að vera maður með mönnum. Í dag er annar samfélagslegur tónn þar sem brugðist er hart við ofbeldisverkum. Umburðarlyndi gagnvart ofbeldi er miklu minna í dag en það var fyrir 20, 30 eða 40 árum og á það einnig við um kynferðisbrot. Þetta er eitthvað sem er ekki liðið, hvort sem það er í skólanum, á böllum, innan heimilisins eða einelti af ýmsu tagi. Samfélagið er að þessu leyti orðið siðvæddara, brot af þessu tagi tíðkuðust eins og nú en voru okkur ósýnileg fyrir ekki svo mörgum árum."Hlutverk fjölmiðla Alvarlegri ofbeldismál fanga jafnan athygli fjölmiðla sem fjalla um atvikin hverjir á sinn hátt með mismunandi efnistökum. Helgi segir ekki óeðlilegt að fjölmiðlar haldi þessum málum á lofti. Fjölmiðlaumfjöllun geti þó verið tvíbent og skapað óþarfa ótta sem er bagalegt, en getur einnig verið til góðs og skapað varkárni. Nýlega hefur þó borið á því að nokkrir einstaklingar úr ýmsum jaðarhópum samfélagsins séu til umfjöllunar á léttum nótum án þess að framferði þeirra sé kynnt í gagnrýnu ljósi. „Ég set ákveðið spurningarmerki við þessa glamúrvæðingu," segir Helgi „Þetta getur verið varasamt því að stundum eru dregnar upp ýktar myndir af viðkomandi sem eiga jafnvel ekki við rök að styðjast. Ákveðinn lífsstíll á mörkum þess ólöglega eða jafnvel ólöglegur er settur fram á jákvæðan og spennandi hátt. Það er hætta á því að slík framsetning verði til þess að viðurkenna og réttlæta slíkan lífsmáta og verði öðrum fyrirmynd," segir Helgi. Það gæti ýtt undir frekari hópamyndun eins og áður var greint frá, einkum meðal þeirra sem eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Þeir leita gjarna í ýmis konar fyrirmyndir úr dægurmenningunni, til dæmis kvikmyndum og tölvuleikjum. „Þetta er þó alltaf spurning um það hvernig við, sem borgarar, lesum úr því áreiti sem er allt í kringum okkur. Ég hef engar áhyggjur af því hvernig þorri fólks bregst við, en fyrir tiltekna þjóðfélagshópa og óharðnaða unglinga gæti þessi lífsstíll virst eftirsóknarverður. Ef þessi hegðun verður viðurkennd frekar er hætta á því að viðkvæmari hópar samfélagsins dragist inn í þennan lífsstíl," segir Helgi.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira