Afbrotafræðingur ósáttur við „glamúrvæðingu“ ofbeldis 30. janúar 2011 13:45 Afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson segir að tölfræði gefi ekki til kynna aukið ofbeldi í íslensku samfélagi, en greina má meira óþol gegn ofbeldisbrotum og ofbeldismönnum. Hins vegar þrífist ofbeldismenning hjá ákveðnum hópum í samfélaginu. Mynd/GVA Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, segir það fyllilega eðlilegt að ofbeldisumræða komi upp með jöfnu millibili, sérstaklega eftir mjög alvarleg tilfelli líkt og hafa sést að undanförnu. Það beri því vitni að almenningur á Íslandi sættir sig ekki við að ofbeldi sé beitt, og vilji sjá breytingar þar á. Hann gagnrýnir það sem hann kallar „glamúrvæðingu" ofbeldis. Eftir nokkur hryggileg dæmi um alvarlega ofbeldisglæpi hér á landi á undanförnum vikum og mánuðum er samfélagsumræðan enn á ný farin að snúast um það hvort ofbeldi sé að færast í vöxt eða breytast. Helgi segir í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins að svo sé ekki, en hins vegar sé annars konar þróun í gangi, sem gjalda þurfi varhug við. Helgi segir ljóst að umburðarlyndi almennings fyrir hvers konar ofbeldi hafi minnkað sífellt og jafnvel minniháttar pústrar sem hafi lengi verið talinn órjúfanlegur hluti skemmtanahalds séu nú óásættanlegir. Þá segir Helgi: „Ofbeldi var að einhverju leyti viðurkennt sem hluti af skemmtanalífi eða hluti af því að vera maður með mönnum. Í dag er annar samfélagslegur tónn þar sem brugðist er hart við ofbeldisverkum. Umburðarlyndi gagnvart ofbeldi er miklu minna í dag en það var fyrir 20, 30 eða 40 árum og á það einnig við um kynferðisbrot. Þetta er eitthvað sem er ekki liðið, hvort sem það er í skólanum, á böllum, innan heimilisins eða einelti af ýmsu tagi. Samfélagið er að þessu leyti orðið siðvæddara, brot af þessu tagi tíðkuðust eins og nú en voru okkur ósýnileg fyrir ekki svo mörgum árum."Hlutverk fjölmiðla Alvarlegri ofbeldismál fanga jafnan athygli fjölmiðla sem fjalla um atvikin hverjir á sinn hátt með mismunandi efnistökum. Helgi segir ekki óeðlilegt að fjölmiðlar haldi þessum málum á lofti. Fjölmiðlaumfjöllun geti þó verið tvíbent og skapað óþarfa ótta sem er bagalegt, en getur einnig verið til góðs og skapað varkárni. Nýlega hefur þó borið á því að nokkrir einstaklingar úr ýmsum jaðarhópum samfélagsins séu til umfjöllunar á léttum nótum án þess að framferði þeirra sé kynnt í gagnrýnu ljósi. „Ég set ákveðið spurningarmerki við þessa glamúrvæðingu," segir Helgi „Þetta getur verið varasamt því að stundum eru dregnar upp ýktar myndir af viðkomandi sem eiga jafnvel ekki við rök að styðjast. Ákveðinn lífsstíll á mörkum þess ólöglega eða jafnvel ólöglegur er settur fram á jákvæðan og spennandi hátt. Það er hætta á því að slík framsetning verði til þess að viðurkenna og réttlæta slíkan lífsmáta og verði öðrum fyrirmynd," segir Helgi. Það gæti ýtt undir frekari hópamyndun eins og áður var greint frá, einkum meðal þeirra sem eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Þeir leita gjarna í ýmis konar fyrirmyndir úr dægurmenningunni, til dæmis kvikmyndum og tölvuleikjum. „Þetta er þó alltaf spurning um það hvernig við, sem borgarar, lesum úr því áreiti sem er allt í kringum okkur. Ég hef engar áhyggjur af því hvernig þorri fólks bregst við, en fyrir tiltekna þjóðfélagshópa og óharðnaða unglinga gæti þessi lífsstíll virst eftirsóknarverður. Ef þessi hegðun verður viðurkennd frekar er hætta á því að viðkvæmari hópar samfélagsins dragist inn í þennan lífsstíl," segir Helgi. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, segir það fyllilega eðlilegt að ofbeldisumræða komi upp með jöfnu millibili, sérstaklega eftir mjög alvarleg tilfelli líkt og hafa sést að undanförnu. Það beri því vitni að almenningur á Íslandi sættir sig ekki við að ofbeldi sé beitt, og vilji sjá breytingar þar á. Hann gagnrýnir það sem hann kallar „glamúrvæðingu" ofbeldis. Eftir nokkur hryggileg dæmi um alvarlega ofbeldisglæpi hér á landi á undanförnum vikum og mánuðum er samfélagsumræðan enn á ný farin að snúast um það hvort ofbeldi sé að færast í vöxt eða breytast. Helgi segir í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins að svo sé ekki, en hins vegar sé annars konar þróun í gangi, sem gjalda þurfi varhug við. Helgi segir ljóst að umburðarlyndi almennings fyrir hvers konar ofbeldi hafi minnkað sífellt og jafnvel minniháttar pústrar sem hafi lengi verið talinn órjúfanlegur hluti skemmtanahalds séu nú óásættanlegir. Þá segir Helgi: „Ofbeldi var að einhverju leyti viðurkennt sem hluti af skemmtanalífi eða hluti af því að vera maður með mönnum. Í dag er annar samfélagslegur tónn þar sem brugðist er hart við ofbeldisverkum. Umburðarlyndi gagnvart ofbeldi er miklu minna í dag en það var fyrir 20, 30 eða 40 árum og á það einnig við um kynferðisbrot. Þetta er eitthvað sem er ekki liðið, hvort sem það er í skólanum, á böllum, innan heimilisins eða einelti af ýmsu tagi. Samfélagið er að þessu leyti orðið siðvæddara, brot af þessu tagi tíðkuðust eins og nú en voru okkur ósýnileg fyrir ekki svo mörgum árum."Hlutverk fjölmiðla Alvarlegri ofbeldismál fanga jafnan athygli fjölmiðla sem fjalla um atvikin hverjir á sinn hátt með mismunandi efnistökum. Helgi segir ekki óeðlilegt að fjölmiðlar haldi þessum málum á lofti. Fjölmiðlaumfjöllun geti þó verið tvíbent og skapað óþarfa ótta sem er bagalegt, en getur einnig verið til góðs og skapað varkárni. Nýlega hefur þó borið á því að nokkrir einstaklingar úr ýmsum jaðarhópum samfélagsins séu til umfjöllunar á léttum nótum án þess að framferði þeirra sé kynnt í gagnrýnu ljósi. „Ég set ákveðið spurningarmerki við þessa glamúrvæðingu," segir Helgi „Þetta getur verið varasamt því að stundum eru dregnar upp ýktar myndir af viðkomandi sem eiga jafnvel ekki við rök að styðjast. Ákveðinn lífsstíll á mörkum þess ólöglega eða jafnvel ólöglegur er settur fram á jákvæðan og spennandi hátt. Það er hætta á því að slík framsetning verði til þess að viðurkenna og réttlæta slíkan lífsmáta og verði öðrum fyrirmynd," segir Helgi. Það gæti ýtt undir frekari hópamyndun eins og áður var greint frá, einkum meðal þeirra sem eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Þeir leita gjarna í ýmis konar fyrirmyndir úr dægurmenningunni, til dæmis kvikmyndum og tölvuleikjum. „Þetta er þó alltaf spurning um það hvernig við, sem borgarar, lesum úr því áreiti sem er allt í kringum okkur. Ég hef engar áhyggjur af því hvernig þorri fólks bregst við, en fyrir tiltekna þjóðfélagshópa og óharðnaða unglinga gæti þessi lífsstíll virst eftirsóknarverður. Ef þessi hegðun verður viðurkennd frekar er hætta á því að viðkvæmari hópar samfélagsins dragist inn í þennan lífsstíl," segir Helgi.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira