Kísilver í sjónmáli á Suðurnesjum 6. janúar 2011 18:30 Samningaviðræður um kísilverksmiðju í Helguvík eru á lokastigi og er nú vonast til ákveðið verði fyrir lok mánaðarins að hefja framkvæmdir í vor. Um 150 manns fengju vinnu við smíðina næstu tvö ár en síðan yrðu til 90 framtíðarstörf í verksmiðjunni. Íslenska kísilfélagið, eða Icelandic Silicon Corporation, hefur undirbúið verksmiðjuna í fjögur ár en gert er ráð fyrir að hún rísi við höfnina í Helguvík, á lóð sem búið er að sprengja þar oní klöppina og slétta. Bandarískt fyrirtæki er aðalfjárfestirinn en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða í tveimur ofnum fimmtíu þúsund tonn af hrákísil á ári, en sú vara er einkum seld til verksmiðja sem framleiða sólarrafhlöður. Öll leyfi liggja fyrir og ríkir nú bjartsýni um að á næstu tveimur til þremur vikum takist að ljúka orkusamningum og fjárfestingarsamningi og að unnt verði að tilkynna í kringum næstu mánaðamót að framkvæmdir hefjist í vor. Fyrir samfélagið á Suðurnesjum, sem býr við mesta atvinnuleysi á landinu, yrðu þetta kærkomnar fréttir en áætlað er að 150 manns fái vinnu við smíði verksmiðjunnar í tvö ár, en síðan yrðu þar 90 störf til frambúðar. Kísilverið þarf drjúga raforku, um 65 megavött, og er gert ráð fyrir að hún komi bæði frá Landsvirkjun og HS Orku, og fyrstu tvö árin í jöfnum hlutföllum. Orkusamningarnir eru viðkvæmasti þátturinn þar sem þeir þrengja að möguleikum Norðuráls til að afla orku til álversins sem það er að reisa í Helguvík. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verður þó reynt að stilla orkusamningum við kísilverið upp með þeim hætti að Landsvirkjun geti síðar alfarið tekið þá yfir og þannig skapað HS Orku svigrúm til að mæta raforkuþörf álversins. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Samningaviðræður um kísilverksmiðju í Helguvík eru á lokastigi og er nú vonast til ákveðið verði fyrir lok mánaðarins að hefja framkvæmdir í vor. Um 150 manns fengju vinnu við smíðina næstu tvö ár en síðan yrðu til 90 framtíðarstörf í verksmiðjunni. Íslenska kísilfélagið, eða Icelandic Silicon Corporation, hefur undirbúið verksmiðjuna í fjögur ár en gert er ráð fyrir að hún rísi við höfnina í Helguvík, á lóð sem búið er að sprengja þar oní klöppina og slétta. Bandarískt fyrirtæki er aðalfjárfestirinn en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða í tveimur ofnum fimmtíu þúsund tonn af hrákísil á ári, en sú vara er einkum seld til verksmiðja sem framleiða sólarrafhlöður. Öll leyfi liggja fyrir og ríkir nú bjartsýni um að á næstu tveimur til þremur vikum takist að ljúka orkusamningum og fjárfestingarsamningi og að unnt verði að tilkynna í kringum næstu mánaðamót að framkvæmdir hefjist í vor. Fyrir samfélagið á Suðurnesjum, sem býr við mesta atvinnuleysi á landinu, yrðu þetta kærkomnar fréttir en áætlað er að 150 manns fái vinnu við smíði verksmiðjunnar í tvö ár, en síðan yrðu þar 90 störf til frambúðar. Kísilverið þarf drjúga raforku, um 65 megavött, og er gert ráð fyrir að hún komi bæði frá Landsvirkjun og HS Orku, og fyrstu tvö árin í jöfnum hlutföllum. Orkusamningarnir eru viðkvæmasti þátturinn þar sem þeir þrengja að möguleikum Norðuráls til að afla orku til álversins sem það er að reisa í Helguvík. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verður þó reynt að stilla orkusamningum við kísilverið upp með þeim hætti að Landsvirkjun geti síðar alfarið tekið þá yfir og þannig skapað HS Orku svigrúm til að mæta raforkuþörf álversins.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira