Innlent

Bernaisesósa innkölluð

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Ölgerðin hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla Dass bearnaissesósu þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki nægjanlega vel merktir á umbúðum vörunnar.

Fram kemur í merkingum á varan innihaldi ,,lactosa" en ekki kemur fram að innihaldsefnið er úr mjólk. Dreifing á vörunni sem eingöngu er seld í Stórkaupum hefur verið stöðvuð uns umbúðir hafa verið endurmerktar.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að farga henni eða skila til framleiðanda, Ölgerðarinnar á Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×