Helmingur fanga þiggur örorkubætur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. janúar 2011 18:43 Helmingur allra fanga á Íslandi þiggur örorkubætur frá Tryggingastofnun. Laun sem fangar fá fyrir vinnu sína á bak við lás og slá skerða ekki bætur þeirra. Fréttastofa hafði ávæning af því að umtalsverður fjöldi fanga væri á örorkubótum og óskaði því eftir tölum frá Tryggingastofnun í gær um hversu margir þeir væru. Svarið kom í dag: Hundrað fimmtíu og tveir fangar sitja inni í fangelsum ríkisins í dag. Þar af eru 78 með öorkumat - en menn geta verið með mat frá Tryggingastofnun um örorku án þess að fá greiðslur. En rétt tæplega helmingur allra fanga á Íslandi, eða 74, fá örorkubætur frá Tryggingastofnun, meðal annars örorkulífeyri, örorkustyrk eða vasapeninga. Fangar geta unnið á meðan þeir afplána sína refsingu og fá laun fyrir þá vinnu. Launin heita hins vegar þóknun - og eru því ekki skattskyld. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun var meðalþóknun fanga á síðasta ári 32 þúsund krónur á mánuði. En þar sem þóknunin er ekki skattskyld, dregst hún ekki frá greiðslum Tryggingastofnunar. Rétt er að geta þess að framboð á vinnu inni í fangelsunum hefur minnkað í kreppunni. Þá má minnast þess að rúmlega fjórði hver fangi reyndist vera að svíkja atvinnuleysisbætur út úr Vinnumálastofnun á síðasta ári - en upp um þá komst þegar stofnun fékk fyrir ári heimild til að samkeyra upplýsingar frá Fangelsismálastofnun. Þess má einnig geta að yfirmenn fangelsa á Íslandi hafa engar upplýsingar um hverjir af föngum þeirra eru metnir öryrkjar. Öryrkjar í hópi fanga eru því býsna fjölmennir - ekki síst þegar til þess er litið að greiðslur til fanga frá Tryggingastofnun falla niður þegar þeir hafa setið inni í fangelsi samfellt í fjóra mánuði. En daginn sem þeir ljúka afplánun og sleppa út í frelsið handan rimlanna eiga þeir á ný rétt á fullum örorkubótum í samræmi við sitt örorkumat. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Helmingur allra fanga á Íslandi þiggur örorkubætur frá Tryggingastofnun. Laun sem fangar fá fyrir vinnu sína á bak við lás og slá skerða ekki bætur þeirra. Fréttastofa hafði ávæning af því að umtalsverður fjöldi fanga væri á örorkubótum og óskaði því eftir tölum frá Tryggingastofnun í gær um hversu margir þeir væru. Svarið kom í dag: Hundrað fimmtíu og tveir fangar sitja inni í fangelsum ríkisins í dag. Þar af eru 78 með öorkumat - en menn geta verið með mat frá Tryggingastofnun um örorku án þess að fá greiðslur. En rétt tæplega helmingur allra fanga á Íslandi, eða 74, fá örorkubætur frá Tryggingastofnun, meðal annars örorkulífeyri, örorkustyrk eða vasapeninga. Fangar geta unnið á meðan þeir afplána sína refsingu og fá laun fyrir þá vinnu. Launin heita hins vegar þóknun - og eru því ekki skattskyld. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun var meðalþóknun fanga á síðasta ári 32 þúsund krónur á mánuði. En þar sem þóknunin er ekki skattskyld, dregst hún ekki frá greiðslum Tryggingastofnunar. Rétt er að geta þess að framboð á vinnu inni í fangelsunum hefur minnkað í kreppunni. Þá má minnast þess að rúmlega fjórði hver fangi reyndist vera að svíkja atvinnuleysisbætur út úr Vinnumálastofnun á síðasta ári - en upp um þá komst þegar stofnun fékk fyrir ári heimild til að samkeyra upplýsingar frá Fangelsismálastofnun. Þess má einnig geta að yfirmenn fangelsa á Íslandi hafa engar upplýsingar um hverjir af föngum þeirra eru metnir öryrkjar. Öryrkjar í hópi fanga eru því býsna fjölmennir - ekki síst þegar til þess er litið að greiðslur til fanga frá Tryggingastofnun falla niður þegar þeir hafa setið inni í fangelsi samfellt í fjóra mánuði. En daginn sem þeir ljúka afplánun og sleppa út í frelsið handan rimlanna eiga þeir á ný rétt á fullum örorkubótum í samræmi við sitt örorkumat.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira