Íslenskir unglingar fávísir um endurvinnslu 29. júlí 2011 09:57 Mynd/Valgarður Íslenskir unglingar hafa margir litla trú á endurvinnslu auk þess sem þau virðast hafa litla vitneskju um heimilissorpið. Grænn fræðsluleiðbeinandi í vinnuskóla Reykjavíkur ræddi við Vísi um málið. "Það sem kom mér samt mest á óvart hversu lítið leiðbeinendurnir vissu, þessi fræðsla var ekkert síður fyrir þau." segir Hildur Þóra Sigurðardóttir, einn þeirra sex grænu fræðsluleiðbeinenda sem í sumar hafa haldið úti umhverfisfræðslu fyrir unglinga í vinnuskólanum í Reykjavík. Hildur segir krakkana almennt lítið hafa vitað um örlög sorpsins eftir að þau fleygja því í ruslatunnuna heima hjá sér. Þau vissu að ruslið færi í svartar tunnur fyrir utan húsið þeirra og þaðan í gulan bíl, en lengra náði vitneskjan sjaldnast. Þá segist hún hafa orðið vör við miklar efasemdir krakkanna í garð endurvinnslu. "Maður reyndi svona helst að leiðrétta þá goðsögn að þetta fari bara hvort sem er allt á sama stað" segir Hildur og bætir við að margir hafi mótmælt endurvinnslutilmælum af krafti. Grænu fræðsluleiðbeinendurnir unnu með unglingum sem hafa nýlokið 9. og 10. bekk og segir Hildur yngri krakkana almennt hafa verið jákvæðari en þeir sem eldri voru. Hún segist oftast hafa mætt neikvæðu viðhorfi við upphaf fræðslunnar en eftir því sem tíminn leið hafi hugur þeirra opnast betur fyrir hugmyndinni um endurvinnslu. Öðru hvoru segist Hildur þó hafa rekist á krakka sem höfðu lagt mikla hugsun í málefnin og voru einstaklega vel með á nótunum. „og þá höfðu þau sko skoðanir á allskonar hlutum, kjarnorkustefnu svíþjóðar og eitthvað." Hildur segir að lokum að þó svo hún hafi fundið fyrir opnara viðhorfi hjá krökkunum við seinni heimsókn í hópana, þá telji hún sumarstarfið ekki nægja. „Það þyrfti að vera einhver eftirfylgni innan skólanna til þess að árangri verði náð." Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Íslenskir unglingar hafa margir litla trú á endurvinnslu auk þess sem þau virðast hafa litla vitneskju um heimilissorpið. Grænn fræðsluleiðbeinandi í vinnuskóla Reykjavíkur ræddi við Vísi um málið. "Það sem kom mér samt mest á óvart hversu lítið leiðbeinendurnir vissu, þessi fræðsla var ekkert síður fyrir þau." segir Hildur Þóra Sigurðardóttir, einn þeirra sex grænu fræðsluleiðbeinenda sem í sumar hafa haldið úti umhverfisfræðslu fyrir unglinga í vinnuskólanum í Reykjavík. Hildur segir krakkana almennt lítið hafa vitað um örlög sorpsins eftir að þau fleygja því í ruslatunnuna heima hjá sér. Þau vissu að ruslið færi í svartar tunnur fyrir utan húsið þeirra og þaðan í gulan bíl, en lengra náði vitneskjan sjaldnast. Þá segist hún hafa orðið vör við miklar efasemdir krakkanna í garð endurvinnslu. "Maður reyndi svona helst að leiðrétta þá goðsögn að þetta fari bara hvort sem er allt á sama stað" segir Hildur og bætir við að margir hafi mótmælt endurvinnslutilmælum af krafti. Grænu fræðsluleiðbeinendurnir unnu með unglingum sem hafa nýlokið 9. og 10. bekk og segir Hildur yngri krakkana almennt hafa verið jákvæðari en þeir sem eldri voru. Hún segist oftast hafa mætt neikvæðu viðhorfi við upphaf fræðslunnar en eftir því sem tíminn leið hafi hugur þeirra opnast betur fyrir hugmyndinni um endurvinnslu. Öðru hvoru segist Hildur þó hafa rekist á krakka sem höfðu lagt mikla hugsun í málefnin og voru einstaklega vel með á nótunum. „og þá höfðu þau sko skoðanir á allskonar hlutum, kjarnorkustefnu svíþjóðar og eitthvað." Hildur segir að lokum að þó svo hún hafi fundið fyrir opnara viðhorfi hjá krökkunum við seinni heimsókn í hópana, þá telji hún sumarstarfið ekki nægja. „Það þyrfti að vera einhver eftirfylgni innan skólanna til þess að árangri verði náð."
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira