Frelsi og vernd: Stóra spurningin um netið 14. desember 2011 06:00 Hvernig geta þjóðir tekist á við kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu án þess að hindra netaðgang barna? Þetta er snúið vandamál sem enn hefur ekki tekist að svara með fullnægjandi hætti, en nú hefur með skipulagðri nálgun verið hafist handa við að skilja staðreyndirnar frá þeim tilfinningum – og jafnvel æsingi – sem einkennt hafa umræðuna. Æsingurinn á þó að vissu leyti rétt á sér. Nú er talið að á heimsvísu fyrirfinnist 16.700 netsíður sem birta myndir af kynferðisofbeldi gegn börnum. Á netinu eru milljónir slíkra mynda sem sýna tugþúsundir barna. Aldur þeirra barna sem fyrir ofbeldinu verða fer einnig lækkandi og virðast nú þrjú af hverjum fjórum börnum vera undir 10 ára aldri. Enn fremur verða myndirnar sífellt grófari og ofbeldisfyllri. Þróun netumhverfisins bjó ekki til glæpi sem tengjast kynferðisofbeldi og misnotkun á börnum, en hefur aukið umfang þeirra og getuna til að valda skaða, eins og útskýrt er í nýrri rannsóknarskýrslu sem út kemur í dag, Öryggi barna á netinu: Áskoranir og baráttuaðferðir á heimsvísu. Þessi nýja skýrsla frá Innocenti, rannsóknastofnun UNICEF, fer yfir umfang hættunnar, netnotkun barna og leiðir til að vernda þau. Samfara hættunum – myndefni sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum, nettælingu og einelti á netinu – fylgir einstakur og sögulegur ávinningur fyrir börn á sviði menntunar, félagslegra samskipta og afþreyingar. Í augum barna eru netheimar töfrastaður til að eiga samskipti, rækta vinskap, kanna heiminn og upplifa ævintýri; staður sem gerir þeim kleift að víkka út mörkin og taka stjórn á eigin lífi. Í augum margra foreldra er netið vafasamur og misskilinn heimur sem einkennist af óskiljanlegu tungumáli, of nánum samskiptum við ókunnuga og óheilbrigðum kynlífsáhuga. Kynslóðabilið er ekki nýtt fyrirbæri en það sem gerir netið frábrugðið öðru er hversu ótrúlega hratt það þróast og breytist. Einkatölvur virðast nú þegar vera að úreldast, þar sem börn kjósa fremur netaðgang í gegnum snjallsíma sem veitir þeim meira frelsi og foreldrunum enn minni stjórn. Afbrotamenn notfæra sér einnig stöðugt umsvifameiri netaðgang í krafti síaukinnar breiðbands- og farsímanotkunar. Tilkoma breiðbandsins er stór áhrifaþáttur þegar kemur að því að auðvelda framkvæmd kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu, því það leyfir skipti á stærri skjölum, sérstaklega skjölum sem innihalda ljósmyndir og upptökur. Einnig hefur það opnað nýja vídd fyrir brotamenn í þróunarlöndum þar sem netið er enn nýnæmi og breiðist svo ógnarhratt út að örðugt er að halda utan um þann fjölda ungs fólks sem notar það, hvað þá að gera sér grein fyrir hinum raunverulegu undirliggjandi hættum. Í Brasilíu jókst til dæmis fjöldi nettengdra barna yfir 10 ára aldri um 75 prósent á þremur árum, upp í 56 milljón notendur, og árið 2009 notuðu 80 prósent unglinga í Nepal netið. Þótt Afríka sunnan Sahara sé enn langt á eftir, með 11 prósenta notkun, hefur hlutfallsleg aukning verið mikil og þá sérstaklega fyrir tilstilli netkaffihúsa og farsíma. Hvaða lausnir standa þá til boða, allt frá Bretlandi til Benín? Í skýrslunni Öryggi barna á netinu: Áskoranir og baráttuaðferðir á heimsvísu er áhersla lögð á fjórar þeirra. Forgangsmarkmið er valdefling barna, í ljósi þess að flest börn hafa betri þekkingu á tækni en foreldrarnir og eru líklegri til að snúa sér til jafnaldra sinna þegar upp koma vandamál á netinu. Annar þátturinn – að afnema friðhelgi ofbeldisfólks – krefst alþjóðlegrar samvinnu í lagasetningu og löggæslu á gæðastigi sem nú er til staðar í fæstum löndum. „Frá sjónarhóli löggæslunnar er það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert að samræma lagaumhverfið,“ segir Peter Davies, yfirlögregluþjónn og yfirmaður hjá Child Exploitation and Online Protection Centre (CEOP) í Bretlandi. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að líklegt er að allar meiriháttar netrannsóknir teygi sig yfir landamæri þjóðríkja, og það gerist of oft að ljón eru í vegi löggæsluaðila sem vilja ólmir taka á þeim skaða sem netið veldur, vegna þess að lög eins lands gilda ekki í öðru.“ Ábending Davies rímar við niðurstöður rannsóknarinnar. Af þeim 196 löndum sem rannsóknin tók til bjuggu aðeins 45 yfir lagaramma sem nægði til að berjast við glæpi tengda myndefni sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þriðji þátturinn sem bent er á í greininni er að koma í veg fyrir framboð og aðgengi að myndefni sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum; nokkuð sem krefst samvinnu netþjónustufyrirtækja sem og barnvænni netsía og búnaðar til að loka á síður. Iðnaðurinn býr yfir getu til að þróa og kynna ný verkfæri sem gera netið öruggara fyrir börn. Til þess gæti þó þurft hvata – markaðsforskot fyrir aðila sem sjá neytendum fyrir betri og öruggari kostum. Fjórða atriðið í skýrslunni er að styðja björgun barna sem verða fyrir ofbeldi á netinu, sem er ekkert áhlaupaverk þar sem ofbeldið er sjaldnast tilkynnt og börnin sem í hlut eiga skynja það ekki alltaf sem ofbeldi. Ef til vill verður aldrei mögulegt að útrýma öllum þeim hættum sem fyrirfinnast í netheimum. Þeir eru stórt rými í stöðugri þróun, sívaxandi og skapandi, og geta því aldrei lotið þeirri stýringu sem þyrfti til að vernda börn fullkomlega. Slík stjórnun er heldur ekki eftirsóknarverð, þar sem algjör stýring myndi eyðileggja kjarna netsins og hina mörgu kosti þess. En það ætti að gera – og er hægt að gera – meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Hvernig geta þjóðir tekist á við kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu án þess að hindra netaðgang barna? Þetta er snúið vandamál sem enn hefur ekki tekist að svara með fullnægjandi hætti, en nú hefur með skipulagðri nálgun verið hafist handa við að skilja staðreyndirnar frá þeim tilfinningum – og jafnvel æsingi – sem einkennt hafa umræðuna. Æsingurinn á þó að vissu leyti rétt á sér. Nú er talið að á heimsvísu fyrirfinnist 16.700 netsíður sem birta myndir af kynferðisofbeldi gegn börnum. Á netinu eru milljónir slíkra mynda sem sýna tugþúsundir barna. Aldur þeirra barna sem fyrir ofbeldinu verða fer einnig lækkandi og virðast nú þrjú af hverjum fjórum börnum vera undir 10 ára aldri. Enn fremur verða myndirnar sífellt grófari og ofbeldisfyllri. Þróun netumhverfisins bjó ekki til glæpi sem tengjast kynferðisofbeldi og misnotkun á börnum, en hefur aukið umfang þeirra og getuna til að valda skaða, eins og útskýrt er í nýrri rannsóknarskýrslu sem út kemur í dag, Öryggi barna á netinu: Áskoranir og baráttuaðferðir á heimsvísu. Þessi nýja skýrsla frá Innocenti, rannsóknastofnun UNICEF, fer yfir umfang hættunnar, netnotkun barna og leiðir til að vernda þau. Samfara hættunum – myndefni sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum, nettælingu og einelti á netinu – fylgir einstakur og sögulegur ávinningur fyrir börn á sviði menntunar, félagslegra samskipta og afþreyingar. Í augum barna eru netheimar töfrastaður til að eiga samskipti, rækta vinskap, kanna heiminn og upplifa ævintýri; staður sem gerir þeim kleift að víkka út mörkin og taka stjórn á eigin lífi. Í augum margra foreldra er netið vafasamur og misskilinn heimur sem einkennist af óskiljanlegu tungumáli, of nánum samskiptum við ókunnuga og óheilbrigðum kynlífsáhuga. Kynslóðabilið er ekki nýtt fyrirbæri en það sem gerir netið frábrugðið öðru er hversu ótrúlega hratt það þróast og breytist. Einkatölvur virðast nú þegar vera að úreldast, þar sem börn kjósa fremur netaðgang í gegnum snjallsíma sem veitir þeim meira frelsi og foreldrunum enn minni stjórn. Afbrotamenn notfæra sér einnig stöðugt umsvifameiri netaðgang í krafti síaukinnar breiðbands- og farsímanotkunar. Tilkoma breiðbandsins er stór áhrifaþáttur þegar kemur að því að auðvelda framkvæmd kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu, því það leyfir skipti á stærri skjölum, sérstaklega skjölum sem innihalda ljósmyndir og upptökur. Einnig hefur það opnað nýja vídd fyrir brotamenn í þróunarlöndum þar sem netið er enn nýnæmi og breiðist svo ógnarhratt út að örðugt er að halda utan um þann fjölda ungs fólks sem notar það, hvað þá að gera sér grein fyrir hinum raunverulegu undirliggjandi hættum. Í Brasilíu jókst til dæmis fjöldi nettengdra barna yfir 10 ára aldri um 75 prósent á þremur árum, upp í 56 milljón notendur, og árið 2009 notuðu 80 prósent unglinga í Nepal netið. Þótt Afríka sunnan Sahara sé enn langt á eftir, með 11 prósenta notkun, hefur hlutfallsleg aukning verið mikil og þá sérstaklega fyrir tilstilli netkaffihúsa og farsíma. Hvaða lausnir standa þá til boða, allt frá Bretlandi til Benín? Í skýrslunni Öryggi barna á netinu: Áskoranir og baráttuaðferðir á heimsvísu er áhersla lögð á fjórar þeirra. Forgangsmarkmið er valdefling barna, í ljósi þess að flest börn hafa betri þekkingu á tækni en foreldrarnir og eru líklegri til að snúa sér til jafnaldra sinna þegar upp koma vandamál á netinu. Annar þátturinn – að afnema friðhelgi ofbeldisfólks – krefst alþjóðlegrar samvinnu í lagasetningu og löggæslu á gæðastigi sem nú er til staðar í fæstum löndum. „Frá sjónarhóli löggæslunnar er það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert að samræma lagaumhverfið,“ segir Peter Davies, yfirlögregluþjónn og yfirmaður hjá Child Exploitation and Online Protection Centre (CEOP) í Bretlandi. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að líklegt er að allar meiriháttar netrannsóknir teygi sig yfir landamæri þjóðríkja, og það gerist of oft að ljón eru í vegi löggæsluaðila sem vilja ólmir taka á þeim skaða sem netið veldur, vegna þess að lög eins lands gilda ekki í öðru.“ Ábending Davies rímar við niðurstöður rannsóknarinnar. Af þeim 196 löndum sem rannsóknin tók til bjuggu aðeins 45 yfir lagaramma sem nægði til að berjast við glæpi tengda myndefni sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þriðji þátturinn sem bent er á í greininni er að koma í veg fyrir framboð og aðgengi að myndefni sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum; nokkuð sem krefst samvinnu netþjónustufyrirtækja sem og barnvænni netsía og búnaðar til að loka á síður. Iðnaðurinn býr yfir getu til að þróa og kynna ný verkfæri sem gera netið öruggara fyrir börn. Til þess gæti þó þurft hvata – markaðsforskot fyrir aðila sem sjá neytendum fyrir betri og öruggari kostum. Fjórða atriðið í skýrslunni er að styðja björgun barna sem verða fyrir ofbeldi á netinu, sem er ekkert áhlaupaverk þar sem ofbeldið er sjaldnast tilkynnt og börnin sem í hlut eiga skynja það ekki alltaf sem ofbeldi. Ef til vill verður aldrei mögulegt að útrýma öllum þeim hættum sem fyrirfinnast í netheimum. Þeir eru stórt rými í stöðugri þróun, sívaxandi og skapandi, og geta því aldrei lotið þeirri stýringu sem þyrfti til að vernda börn fullkomlega. Slík stjórnun er heldur ekki eftirsóknarverð, þar sem algjör stýring myndi eyðileggja kjarna netsins og hina mörgu kosti þess. En það ætti að gera – og er hægt að gera – meira.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar