Afsökun og ásakanir 28. janúar 2011 03:15 Hér má sjá þingmennina Guðmund Steingrímsson, Sigmund Erni Rúnarsson, Tryggva Herbertsson og Össur Skarphéðinsson. fréttablaðið/pjetur Hvað var sagt í umræðu um framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings? Þriggja og hálfs klukkustundar umræða um ógildingu Hæstaréttar var um flest fyrirséð. Þingmenn töluðu eins og við mátti búast, málflutningur flokkanna var eintóna og línur skýrar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hóf umræðuna og sagði málið mjög alvarlegt. Hann vék að ábyrgð og nefndi Hæstarétt fyrstan til sögunnar. Aðkoma réttarins að málinu væri lögum samkvæmt óljós þar sem framkvæmd kosningarinnar hefði ekki verið kærð í ljósi galla sem höfðu áhrif á úrslit þeirra. Í ræðunni margítrekaði hann að hvað sem þeim skoðunum liði væri niðurstaða réttarins óvefengjanleg. Ögmundur fjallaði líka um ábyrgð Alþingis og þeirra sem framkvæmdu kosninguna; ráðuneytið, landskjörstjórn og sveitarfélög. Að endingu boðaði hann að ítarleg skýrsla um kosningaframkvæmdina verði birt á vef innanríkisráðuneytisins. Orð Ögmundar um ábyrgð Hæstaréttar fóru illa í þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn, Bjarni Benediktsson, sagði Ögmund skjóta sér undan ábyrgð og tala niðurstöðu Hæstaréttar niður. Stjórnvöld ættu að biðjast afsökunar. Siguður Kári Kristjánsson sagði ríkisstjórnina fullkomlega vanhæfa, mörg hneykslis- og klúðursmál staðfestu það. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði sjálfstæðismenn vilja endurskoða stjórnarskrána en krafa þeirra væri að það verði gert rétt. Einar K. Guðfinnsson sagði að ekki væri hægt að hugsa sér meira áfall fyrir eina lýðræðisþjóð en að standa frammi fyrir þeim veruleika sem nú er uppi. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði ábyrgðina liggja hjá ríkisstjórninni allri, sem léti stjórnast af stundarhagsmunum fremur en hagsmunum þjóðarinnar. Róbert Marshall Samfylkingunni, formaður allsherjarnefndar, sagðist finna til ábyrgðar yfir peningunum sem fóru í súginn vegna ógildingar kosningarinnar. Bað hann þjóðina afsökunar á sínum þætti málsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að halda þyrfti áfram að koma á stjórnlagaþingi og taka þyrfti fullt tillit til ákvörðunar Hæstaréttar. Hvatti hún í þeim efnum til þess að gripið yrði til þess að hugsa, sem væri vanmetin iðja. Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki átaldi málflutning sjálfstæðismanna, sagði að sér leiddist að hlusta á sakbendingar og flokksbróðir hennar; Guðmundur Steingrímsson gaf lítið fyrir málflutning þeirra sem segja að þingið verði að forgangsraða; koma verði atvinnulífinu í gang og bíða með allar pælingar um stjórnlagaþing. Sagði Guðmundur að þingmönnum væri í lófa lagið að gera tvennt í einu. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira
Hvað var sagt í umræðu um framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings? Þriggja og hálfs klukkustundar umræða um ógildingu Hæstaréttar var um flest fyrirséð. Þingmenn töluðu eins og við mátti búast, málflutningur flokkanna var eintóna og línur skýrar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hóf umræðuna og sagði málið mjög alvarlegt. Hann vék að ábyrgð og nefndi Hæstarétt fyrstan til sögunnar. Aðkoma réttarins að málinu væri lögum samkvæmt óljós þar sem framkvæmd kosningarinnar hefði ekki verið kærð í ljósi galla sem höfðu áhrif á úrslit þeirra. Í ræðunni margítrekaði hann að hvað sem þeim skoðunum liði væri niðurstaða réttarins óvefengjanleg. Ögmundur fjallaði líka um ábyrgð Alþingis og þeirra sem framkvæmdu kosninguna; ráðuneytið, landskjörstjórn og sveitarfélög. Að endingu boðaði hann að ítarleg skýrsla um kosningaframkvæmdina verði birt á vef innanríkisráðuneytisins. Orð Ögmundar um ábyrgð Hæstaréttar fóru illa í þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn, Bjarni Benediktsson, sagði Ögmund skjóta sér undan ábyrgð og tala niðurstöðu Hæstaréttar niður. Stjórnvöld ættu að biðjast afsökunar. Siguður Kári Kristjánsson sagði ríkisstjórnina fullkomlega vanhæfa, mörg hneykslis- og klúðursmál staðfestu það. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði sjálfstæðismenn vilja endurskoða stjórnarskrána en krafa þeirra væri að það verði gert rétt. Einar K. Guðfinnsson sagði að ekki væri hægt að hugsa sér meira áfall fyrir eina lýðræðisþjóð en að standa frammi fyrir þeim veruleika sem nú er uppi. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði ábyrgðina liggja hjá ríkisstjórninni allri, sem léti stjórnast af stundarhagsmunum fremur en hagsmunum þjóðarinnar. Róbert Marshall Samfylkingunni, formaður allsherjarnefndar, sagðist finna til ábyrgðar yfir peningunum sem fóru í súginn vegna ógildingar kosningarinnar. Bað hann þjóðina afsökunar á sínum þætti málsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að halda þyrfti áfram að koma á stjórnlagaþingi og taka þyrfti fullt tillit til ákvörðunar Hæstaréttar. Hvatti hún í þeim efnum til þess að gripið yrði til þess að hugsa, sem væri vanmetin iðja. Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki átaldi málflutning sjálfstæðismanna, sagði að sér leiddist að hlusta á sakbendingar og flokksbróðir hennar; Guðmundur Steingrímsson gaf lítið fyrir málflutning þeirra sem segja að þingið verði að forgangsraða; koma verði atvinnulífinu í gang og bíða með allar pælingar um stjórnlagaþing. Sagði Guðmundur að þingmönnum væri í lófa lagið að gera tvennt í einu. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira