Gillz er opinn fyrir nýrri þáttaröð Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2011 16:00 Gillz segist opinn fyrir nýrri þáttaröð ef þessi gengur vel. Mynd/ GVA. „Það rigndi inn sms-um í gær og það er alltaf jákvætt. Ef þú ert að byrja með nýjan þátt og færð engin sms að þá er það ekki jákvætt," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson um nýja þáttinn sinn sem fór í loftið á Stöð 2 í gær. Þátturinn heitir Mannasiðir Gillz og byggir á bók sem Egill skrifaði. Egill segir að auk smáskilaboðanna sem hann fékk hafi hann jafnframt hitt marga menn sem hafi fundist þetta fyndið og fengið mjög jákvæð viðbrögð á fésbókarsíðu sinni. Egill segir að leikstjóri þáttanna, Hannes Þór Halldórsson, eigi mikinn þátt í því hversu vel hafi tekist til. „Hann er allan sólarhringinn að vinna í þessu," segir Egill sem telur að hann hafi staðið sig mjög vel. „Það er enginn áhugamannastimpill yfir þessu hjá honum," bætir Egill við. Egill segir að fimm þættir hafi verið gerðir í þessari seríu og útilokar ekki fleiri þætti. „Næsta sería myndi þá kannski heita lífsleikni Gillz og yrði þá byggð á bók númer 2," segir Egill. Annars segist Egill hafa í nógu að snúast þessa dagana. Hann er þessa dagana að þjálfa fólk í líkamsrækt allan liðlangann daginn. „Það er janúar og allir á Íslandi að koma sér í form þannig að ég er bara hérna í Sporthúsinu allan sólarhringinn. Ég mæti á morgnana og fer heim seint á kvöldin," segir Egill. Þess á milli vinnur Egill í útgáfu símaskrárinnar, en stutt er í að það verkefni þarf að klárast. Samið hefur verið um að Evrópumeistarar Gerplu í fimleikum verði með honum á símaskránni. „Í staðinn fyrir að hafa bara mig þarna beran á ofan ógeðslegan að þá ákvað ég að hafa fimmtán Evrópumeistara með mér með. Það lífgar aðeins upp á símaskrána," segir Egill. Framundan hjá Agli er svo að endurgera Biblíu fallega fólksins sem hann gaf út árið 2006. „Ég var að renna yfir Biblíuna og sá að það var svo margt sem ég vildi gera betur," segir Egill sem er því búinn að ákveða hver jólabókin í ár verður. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Það rigndi inn sms-um í gær og það er alltaf jákvætt. Ef þú ert að byrja með nýjan þátt og færð engin sms að þá er það ekki jákvætt," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson um nýja þáttinn sinn sem fór í loftið á Stöð 2 í gær. Þátturinn heitir Mannasiðir Gillz og byggir á bók sem Egill skrifaði. Egill segir að auk smáskilaboðanna sem hann fékk hafi hann jafnframt hitt marga menn sem hafi fundist þetta fyndið og fengið mjög jákvæð viðbrögð á fésbókarsíðu sinni. Egill segir að leikstjóri þáttanna, Hannes Þór Halldórsson, eigi mikinn þátt í því hversu vel hafi tekist til. „Hann er allan sólarhringinn að vinna í þessu," segir Egill sem telur að hann hafi staðið sig mjög vel. „Það er enginn áhugamannastimpill yfir þessu hjá honum," bætir Egill við. Egill segir að fimm þættir hafi verið gerðir í þessari seríu og útilokar ekki fleiri þætti. „Næsta sería myndi þá kannski heita lífsleikni Gillz og yrði þá byggð á bók númer 2," segir Egill. Annars segist Egill hafa í nógu að snúast þessa dagana. Hann er þessa dagana að þjálfa fólk í líkamsrækt allan liðlangann daginn. „Það er janúar og allir á Íslandi að koma sér í form þannig að ég er bara hérna í Sporthúsinu allan sólarhringinn. Ég mæti á morgnana og fer heim seint á kvöldin," segir Egill. Þess á milli vinnur Egill í útgáfu símaskrárinnar, en stutt er í að það verkefni þarf að klárast. Samið hefur verið um að Evrópumeistarar Gerplu í fimleikum verði með honum á símaskránni. „Í staðinn fyrir að hafa bara mig þarna beran á ofan ógeðslegan að þá ákvað ég að hafa fimmtán Evrópumeistara með mér með. Það lífgar aðeins upp á símaskrána," segir Egill. Framundan hjá Agli er svo að endurgera Biblíu fallega fólksins sem hann gaf út árið 2006. „Ég var að renna yfir Biblíuna og sá að það var svo margt sem ég vildi gera betur," segir Egill sem er því búinn að ákveða hver jólabókin í ár verður.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira