Hundastríð á Selfossi: Svefnvana leigubílstjóri berst gegn hundahaldi Valur Grettisson skrifar 10. febrúar 2011 12:21 Hundar á Selfossi. Myndin er úr safni. „Ég er búinn að kæra þetta tvisvar til lögreglunnar," segir rúmlega fimmtugur leigubílstjóri sem býr í fjölbýlishúsi á Selfossi, en hundahald nágranna hans veldur slíku ónæði að hann getur varla sofið eftir næturvaktirnar. Spurður hvort hann hafi rætt við formann húsfélagsins, svarar leigubílstjórinn því til að það sé hann sem eigi hundinn. Leigubílstjórinn vinnur meðal annars á nóttinni og því er ónæðið af hundinum talsvert þegar eigendur hundsins eru í vinnunni, „og hann geltir endalaust hérna á neðri hæðinni," segir leigubílstjórinn pirraður. Hann segir fleiri íbúa vera með hunda enda gengur formaðurinn ekki beinlínis fram með góðu fordæmi að mati leigubílstjórans. „Og það sem er verra er að það er þvílíkur óþrifnaður af þessu hérna fyrir utan," segir leigubílstjórinn en svo virðist sem eigendur hundanna séu ekki nógu duglegir að þrífa upp stykki dýranna. Leigubílstjórinn fékk að lokum nóg og reyndi að kæra málið til lögreglunnar. „En þeir hlógu næstum því að mér og sögðu mér að þeir hefðu hvorki mannskapinn né tímann í svona mál." Leigubílstjórinn hefur nú leitað til bæjaryfirvalda. Formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir dýrahald í blokkum þrálátt vandamál. En almenna reglan sé sú að ef einn íbúi leggist gegn dýrahaldinu þá eigi það að vera bannað. Hann segir úrræði fólks, sem er ósátt við dýrahald í fjölbýlishúsum, vera helst þau að leita til heilbrigðiseftirlitsins í viðkomandi sveitarfélagi. „Ég er nú sjálfur hundamaður," segir Sigurður og bætir við: „En ég hef oft orðið var við að hundaeigendur vaða yfir aðra og eru að auki ekki mjög tillitsamir." Sigurður segir hundaeigendur líta mjög persónulega á svona mál og eigi stundum erfitt með að skilja að hundahald getur valdið astma- og ofnæmissjúkum, og svefnvana leigubílstjóra í þessu tilviki, talsverðum ama. Sigurður segir reglurnar þó of strangar eins og þær eru nú en hann ásamt starfshópi hefur samið nýtt frumvarpum um dýrahald í fjöleignarhúsum sem er til skoðunar á Alþingi. Sigurður segir að áður hafi í raun verið gengið of langt í að verja réttindi astma- og ofnæmissjúkra, meðal annars á kostnað fólks með hjálpar- og blindrahunda. Til stendur að breyta því í frumvarpinu sem liggur fyrir á Alþingi. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Ég er búinn að kæra þetta tvisvar til lögreglunnar," segir rúmlega fimmtugur leigubílstjóri sem býr í fjölbýlishúsi á Selfossi, en hundahald nágranna hans veldur slíku ónæði að hann getur varla sofið eftir næturvaktirnar. Spurður hvort hann hafi rætt við formann húsfélagsins, svarar leigubílstjórinn því til að það sé hann sem eigi hundinn. Leigubílstjórinn vinnur meðal annars á nóttinni og því er ónæðið af hundinum talsvert þegar eigendur hundsins eru í vinnunni, „og hann geltir endalaust hérna á neðri hæðinni," segir leigubílstjórinn pirraður. Hann segir fleiri íbúa vera með hunda enda gengur formaðurinn ekki beinlínis fram með góðu fordæmi að mati leigubílstjórans. „Og það sem er verra er að það er þvílíkur óþrifnaður af þessu hérna fyrir utan," segir leigubílstjórinn en svo virðist sem eigendur hundanna séu ekki nógu duglegir að þrífa upp stykki dýranna. Leigubílstjórinn fékk að lokum nóg og reyndi að kæra málið til lögreglunnar. „En þeir hlógu næstum því að mér og sögðu mér að þeir hefðu hvorki mannskapinn né tímann í svona mál." Leigubílstjórinn hefur nú leitað til bæjaryfirvalda. Formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir dýrahald í blokkum þrálátt vandamál. En almenna reglan sé sú að ef einn íbúi leggist gegn dýrahaldinu þá eigi það að vera bannað. Hann segir úrræði fólks, sem er ósátt við dýrahald í fjölbýlishúsum, vera helst þau að leita til heilbrigðiseftirlitsins í viðkomandi sveitarfélagi. „Ég er nú sjálfur hundamaður," segir Sigurður og bætir við: „En ég hef oft orðið var við að hundaeigendur vaða yfir aðra og eru að auki ekki mjög tillitsamir." Sigurður segir hundaeigendur líta mjög persónulega á svona mál og eigi stundum erfitt með að skilja að hundahald getur valdið astma- og ofnæmissjúkum, og svefnvana leigubílstjóra í þessu tilviki, talsverðum ama. Sigurður segir reglurnar þó of strangar eins og þær eru nú en hann ásamt starfshópi hefur samið nýtt frumvarpum um dýrahald í fjöleignarhúsum sem er til skoðunar á Alþingi. Sigurður segir að áður hafi í raun verið gengið of langt í að verja réttindi astma- og ofnæmissjúkra, meðal annars á kostnað fólks með hjálpar- og blindrahunda. Til stendur að breyta því í frumvarpinu sem liggur fyrir á Alþingi.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira