Hundastríð á Selfossi: Svefnvana leigubílstjóri berst gegn hundahaldi Valur Grettisson skrifar 10. febrúar 2011 12:21 Hundar á Selfossi. Myndin er úr safni. „Ég er búinn að kæra þetta tvisvar til lögreglunnar," segir rúmlega fimmtugur leigubílstjóri sem býr í fjölbýlishúsi á Selfossi, en hundahald nágranna hans veldur slíku ónæði að hann getur varla sofið eftir næturvaktirnar. Spurður hvort hann hafi rætt við formann húsfélagsins, svarar leigubílstjórinn því til að það sé hann sem eigi hundinn. Leigubílstjórinn vinnur meðal annars á nóttinni og því er ónæðið af hundinum talsvert þegar eigendur hundsins eru í vinnunni, „og hann geltir endalaust hérna á neðri hæðinni," segir leigubílstjórinn pirraður. Hann segir fleiri íbúa vera með hunda enda gengur formaðurinn ekki beinlínis fram með góðu fordæmi að mati leigubílstjórans. „Og það sem er verra er að það er þvílíkur óþrifnaður af þessu hérna fyrir utan," segir leigubílstjórinn en svo virðist sem eigendur hundanna séu ekki nógu duglegir að þrífa upp stykki dýranna. Leigubílstjórinn fékk að lokum nóg og reyndi að kæra málið til lögreglunnar. „En þeir hlógu næstum því að mér og sögðu mér að þeir hefðu hvorki mannskapinn né tímann í svona mál." Leigubílstjórinn hefur nú leitað til bæjaryfirvalda. Formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir dýrahald í blokkum þrálátt vandamál. En almenna reglan sé sú að ef einn íbúi leggist gegn dýrahaldinu þá eigi það að vera bannað. Hann segir úrræði fólks, sem er ósátt við dýrahald í fjölbýlishúsum, vera helst þau að leita til heilbrigðiseftirlitsins í viðkomandi sveitarfélagi. „Ég er nú sjálfur hundamaður," segir Sigurður og bætir við: „En ég hef oft orðið var við að hundaeigendur vaða yfir aðra og eru að auki ekki mjög tillitsamir." Sigurður segir hundaeigendur líta mjög persónulega á svona mál og eigi stundum erfitt með að skilja að hundahald getur valdið astma- og ofnæmissjúkum, og svefnvana leigubílstjóra í þessu tilviki, talsverðum ama. Sigurður segir reglurnar þó of strangar eins og þær eru nú en hann ásamt starfshópi hefur samið nýtt frumvarpum um dýrahald í fjöleignarhúsum sem er til skoðunar á Alþingi. Sigurður segir að áður hafi í raun verið gengið of langt í að verja réttindi astma- og ofnæmissjúkra, meðal annars á kostnað fólks með hjálpar- og blindrahunda. Til stendur að breyta því í frumvarpinu sem liggur fyrir á Alþingi. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
„Ég er búinn að kæra þetta tvisvar til lögreglunnar," segir rúmlega fimmtugur leigubílstjóri sem býr í fjölbýlishúsi á Selfossi, en hundahald nágranna hans veldur slíku ónæði að hann getur varla sofið eftir næturvaktirnar. Spurður hvort hann hafi rætt við formann húsfélagsins, svarar leigubílstjórinn því til að það sé hann sem eigi hundinn. Leigubílstjórinn vinnur meðal annars á nóttinni og því er ónæðið af hundinum talsvert þegar eigendur hundsins eru í vinnunni, „og hann geltir endalaust hérna á neðri hæðinni," segir leigubílstjórinn pirraður. Hann segir fleiri íbúa vera með hunda enda gengur formaðurinn ekki beinlínis fram með góðu fordæmi að mati leigubílstjórans. „Og það sem er verra er að það er þvílíkur óþrifnaður af þessu hérna fyrir utan," segir leigubílstjórinn en svo virðist sem eigendur hundanna séu ekki nógu duglegir að þrífa upp stykki dýranna. Leigubílstjórinn fékk að lokum nóg og reyndi að kæra málið til lögreglunnar. „En þeir hlógu næstum því að mér og sögðu mér að þeir hefðu hvorki mannskapinn né tímann í svona mál." Leigubílstjórinn hefur nú leitað til bæjaryfirvalda. Formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir dýrahald í blokkum þrálátt vandamál. En almenna reglan sé sú að ef einn íbúi leggist gegn dýrahaldinu þá eigi það að vera bannað. Hann segir úrræði fólks, sem er ósátt við dýrahald í fjölbýlishúsum, vera helst þau að leita til heilbrigðiseftirlitsins í viðkomandi sveitarfélagi. „Ég er nú sjálfur hundamaður," segir Sigurður og bætir við: „En ég hef oft orðið var við að hundaeigendur vaða yfir aðra og eru að auki ekki mjög tillitsamir." Sigurður segir hundaeigendur líta mjög persónulega á svona mál og eigi stundum erfitt með að skilja að hundahald getur valdið astma- og ofnæmissjúkum, og svefnvana leigubílstjóra í þessu tilviki, talsverðum ama. Sigurður segir reglurnar þó of strangar eins og þær eru nú en hann ásamt starfshópi hefur samið nýtt frumvarpum um dýrahald í fjöleignarhúsum sem er til skoðunar á Alþingi. Sigurður segir að áður hafi í raun verið gengið of langt í að verja réttindi astma- og ofnæmissjúkra, meðal annars á kostnað fólks með hjálpar- og blindrahunda. Til stendur að breyta því í frumvarpinu sem liggur fyrir á Alþingi.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira