Erlent

Aðgerðarsinnar handteknir í Moskvu

Mikhail Khodorkovsky fyrir rétti.
Mikhail Khodorkovsky fyrir rétti.
Lögreglan í Moskvu í Rússlandi handtóku tíu aðgerðasinna sem mótmæltu fangelsun olíujöfursins, Mikhail Khodorkovsky, en hann verður 48 ára gamall í dag. Hann hefur setið í fangelsi í Rússlandi í átta ár. Aðgerðarsinnarnir telja Khodorkovsky saklausan mann og í raun pólitískan fanga sem braut það eitt af sér að bjóða Vladimar Pútin, forsætisráðherra, byrginn.

Alls mótmæltu 50 aðgerðarsinnar í Moskvu. Mótmæli fóru einnig fram í Pétursborg og í London.

Þó svo fjölmargir trúi því að Khodorkovsky sé fórnarlamb pólitískrar kúgunar, þá eru ekki allir Rússar jafn samúðarfullir, en Khodorkovsky var hluti af klíku sem var nátengd stjórnmálamönnum eftir hrun kommúnismans, og urðu þeir skyndilega vellauðugir af þeim tengslum. Þessir menn eru að öllu jöfnu kallaðir olígarkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×