Innlent

Lögreglan í útkall vegna gítarleiks

Lögreglan var kvödd að iðnaðarhúsnæði með íbúðarherbergjum í Höfðahverfi í Reykjavík undir morgun, þar sem íbúum var ekki svefnsamt vegna gítarleiks í einu herberginu.

Þar þandi íbúinn rafmagnsgítar, sem tengdur var í hátalara í gegnum magnara, þannig að undir tók í húsinu.

Líkaði tónlistin ekki betur en svo að lögreglan var beðin að stöðva konsertinn.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.