Viðamesta þýðing íslenskrar ritsögu 26. mars 2011 08:00 Stefnt er að því að allar Íslendingasögurnar komi út í nýjum þýðingum á norsku, dönsku og sænsku árið 2012. Útgáfan var kynnt á kynningarfundi á Hótel Loftleiðum í gær. Um er að ræða umfangsmesta þýðingarverkefni í sögu íslenskra bókmennta, jafnvel í heiminum að mati Jóhanns Sigurðssonar, útgefanda hjá Sögu forlagi, sem stendur að verkefninu. „Við þekkjum að minnsta kosti engin dæmi um verkefni þar sem heil bókmenntagrein er þýdd yfir á þrjú tungumál í einu." Útgáfan fylgir í kjölfar heildarútgáfu sagnanna á ensku frá 1997 en sú þýðing liggur einnig til grundvallar þýskri þýðingu Íslendasagnanna sem kemur út í tengslum við bókamessuna í Frankfurt í haust. Ákveðið var að ráðast í heildarþýðingu Íslendingasagnanna yfir á Norðurlandamálin árið 2004. Fyrstu árin fóru í fjármögnun verksins undir forystu Jóhanns. Fyrsta styrkinn fékk verkefnið frá Alþingi 2007 og fóru hjólin þá að snúast. Gerðir voru samningar við ríflega 60 manns, sem vinna að þýðingunum og hafa sérstakir ritstjórar verið ráðnir í hverju landi. Efnahagshrunið setti aftur á móti strik í reikninginn. „Við vorum langt komin með fjármögnun þegar hrunið reið yfir. Þá misstum við bæði bakhjarla, sem sáu sér ekki fært að standa við sitt og hrun krónunnar varð til þess að samningar við þýðendur og ritstjóra hækkuðu um helming," segir Jóhann, en heildarkostnaður verksins er um 200 milljónir króna. Brugðist var við með því að leita til stofnana og fyrirtækja á Norðurlöndum, sem Jóhann segir að hafi brugðist vel við, auk fyrirtækja hér heima sem leggja verkefninu lið. „Fjármögnunin er mjög langt á veg komin; við erum ekki alveg komin fyrir vind en sjáum í mark. Þar skiptir ekki síst máli að þetta er gert af bullandi hugsjón ritstjóranna og fleiri sem að þessu verkefni standa." Nú stendur yfir viðamikill yfirlestur á þýðingunum, samræming og annar frágangur á atriðum á borð við kveðskap sagnanna og þekktustu orðtök. Útgáfustjóri norrænu þýðinganna er Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, og með honum í ritnefnd eru fyrrverandi forstöðumenn Árnastofnunar, Jónas Kristjánsson og Vésteinn Ólason, Örnólfur Thorsson forsetaritari og Viðar Hreinsson, ritstjóri ensku heildarútgáfunnar. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns eru nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Stefnt er að því að allar Íslendingasögurnar komi út í nýjum þýðingum á norsku, dönsku og sænsku árið 2012. Útgáfan var kynnt á kynningarfundi á Hótel Loftleiðum í gær. Um er að ræða umfangsmesta þýðingarverkefni í sögu íslenskra bókmennta, jafnvel í heiminum að mati Jóhanns Sigurðssonar, útgefanda hjá Sögu forlagi, sem stendur að verkefninu. „Við þekkjum að minnsta kosti engin dæmi um verkefni þar sem heil bókmenntagrein er þýdd yfir á þrjú tungumál í einu." Útgáfan fylgir í kjölfar heildarútgáfu sagnanna á ensku frá 1997 en sú þýðing liggur einnig til grundvallar þýskri þýðingu Íslendasagnanna sem kemur út í tengslum við bókamessuna í Frankfurt í haust. Ákveðið var að ráðast í heildarþýðingu Íslendingasagnanna yfir á Norðurlandamálin árið 2004. Fyrstu árin fóru í fjármögnun verksins undir forystu Jóhanns. Fyrsta styrkinn fékk verkefnið frá Alþingi 2007 og fóru hjólin þá að snúast. Gerðir voru samningar við ríflega 60 manns, sem vinna að þýðingunum og hafa sérstakir ritstjórar verið ráðnir í hverju landi. Efnahagshrunið setti aftur á móti strik í reikninginn. „Við vorum langt komin með fjármögnun þegar hrunið reið yfir. Þá misstum við bæði bakhjarla, sem sáu sér ekki fært að standa við sitt og hrun krónunnar varð til þess að samningar við þýðendur og ritstjóra hækkuðu um helming," segir Jóhann, en heildarkostnaður verksins er um 200 milljónir króna. Brugðist var við með því að leita til stofnana og fyrirtækja á Norðurlöndum, sem Jóhann segir að hafi brugðist vel við, auk fyrirtækja hér heima sem leggja verkefninu lið. „Fjármögnunin er mjög langt á veg komin; við erum ekki alveg komin fyrir vind en sjáum í mark. Þar skiptir ekki síst máli að þetta er gert af bullandi hugsjón ritstjóranna og fleiri sem að þessu verkefni standa." Nú stendur yfir viðamikill yfirlestur á þýðingunum, samræming og annar frágangur á atriðum á borð við kveðskap sagnanna og þekktustu orðtök. Útgáfustjóri norrænu þýðinganna er Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, og með honum í ritnefnd eru fyrrverandi forstöðumenn Árnastofnunar, Jónas Kristjánsson og Vésteinn Ólason, Örnólfur Thorsson forsetaritari og Viðar Hreinsson, ritstjóri ensku heildarútgáfunnar. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns eru nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira