Segist stoltur af lygunum 17. febrúar 2011 05:00 Bandarískir hermenn á vettvangi í Írak nokkrum vikum eftir að innrásin hófst.nordicphotos/AFP „Ég varð að gera eitthvað fyrir landið mitt, svo ég gerði þetta og ég er ánægður með það, því nú er enginn einræðisherra lengur í Írak,“ sagði Rafid Ahmed Alwan al-Janabi í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Janabi er fæddur 1967 í Bagdad. Hann er með próf í efnaverkfræði og hafði starfað hjá iðnfyrirtæki í Írak. Hann flúði til Þýskalands árið 1999 og fékk þar hæli sem flóttamaður í mars árið eftir. Nokkrum mánuðum síðar höfðu þýskir leyniþjónustumenn samband við hann og vildu fá að vita hvað hann vissi um áform efnavopnaframleiðslu á vegum stjórnar Saddams Hussein. Janabi greip tækifærið og næstu mánuðina spann hann upp lygavef sem þýska leyniþjónustan féll flöt fyrir. Hún sendi upplýsingarnar beint til bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sem einnig kokgleypti uppspunann. Árið 2003 voru upplýsingarnar frá Janabi, sem nefndur var Curveball í skýrslum leyniþjónustumanna, notaðar til þess að réttlæta innrásina í Írak. Janabi hefur áður komið fram í löngu viðtali. Það var á sjónvarpsstöðinni CNN árið 2007 þar sem hann var í fyrsta skipti nafngreindur. Þar neitaði hann þó að hafa logið og þóttist ekkert vita um þátt sinn í því að réttlæta innrásina í Írak. Hann leysti loks frá skjóðunni nú í janúar og hafði sjálfur samband við blaðamenn frá The Guardian í von um að saga hans yrði efni í bók eða kvikmynd. The Guardian hefur eftir Tyron Drumheller, fyrrverandi yfirmanni CIA í Evrópu, að játning Janabis sé fagnaðarefni. Drumheller hafði frá upphafi efasemdir um sanngildi þess sem Janabi sagði, og skýrði æðstu yfirmönnum CIA í Bandaríkjunum frá þessum efasemdum sínum áður en þeir sannfærðu Colin Powell og aðra bandaríska ráðamenn um mikilvægi upplýsinganna frá Janabi. Á þessar efasemdir var hins vegar ekki hlustað. Stríðsátökin í Írak hafa nú, nærri átta árum síðar, kostað meira en hundrað þúsund saklausa borgara lífið, en Janabi segist ekki fá alvarlega bakþanka við þá tilhugsun. „Ég fékk þetta tækifæri til að spinna lygavef til að steypa stjórninni,“ sagði Rafid Ahmed Alwan al-Janabi í viðtali við breska dagblaðið Guardian. „Ég og synir mínir erum stoltir af því, og við erum stoltir af því að hafa fært Írak vott af lýðræði.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
„Ég varð að gera eitthvað fyrir landið mitt, svo ég gerði þetta og ég er ánægður með það, því nú er enginn einræðisherra lengur í Írak,“ sagði Rafid Ahmed Alwan al-Janabi í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Janabi er fæddur 1967 í Bagdad. Hann er með próf í efnaverkfræði og hafði starfað hjá iðnfyrirtæki í Írak. Hann flúði til Þýskalands árið 1999 og fékk þar hæli sem flóttamaður í mars árið eftir. Nokkrum mánuðum síðar höfðu þýskir leyniþjónustumenn samband við hann og vildu fá að vita hvað hann vissi um áform efnavopnaframleiðslu á vegum stjórnar Saddams Hussein. Janabi greip tækifærið og næstu mánuðina spann hann upp lygavef sem þýska leyniþjónustan féll flöt fyrir. Hún sendi upplýsingarnar beint til bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sem einnig kokgleypti uppspunann. Árið 2003 voru upplýsingarnar frá Janabi, sem nefndur var Curveball í skýrslum leyniþjónustumanna, notaðar til þess að réttlæta innrásina í Írak. Janabi hefur áður komið fram í löngu viðtali. Það var á sjónvarpsstöðinni CNN árið 2007 þar sem hann var í fyrsta skipti nafngreindur. Þar neitaði hann þó að hafa logið og þóttist ekkert vita um þátt sinn í því að réttlæta innrásina í Írak. Hann leysti loks frá skjóðunni nú í janúar og hafði sjálfur samband við blaðamenn frá The Guardian í von um að saga hans yrði efni í bók eða kvikmynd. The Guardian hefur eftir Tyron Drumheller, fyrrverandi yfirmanni CIA í Evrópu, að játning Janabis sé fagnaðarefni. Drumheller hafði frá upphafi efasemdir um sanngildi þess sem Janabi sagði, og skýrði æðstu yfirmönnum CIA í Bandaríkjunum frá þessum efasemdum sínum áður en þeir sannfærðu Colin Powell og aðra bandaríska ráðamenn um mikilvægi upplýsinganna frá Janabi. Á þessar efasemdir var hins vegar ekki hlustað. Stríðsátökin í Írak hafa nú, nærri átta árum síðar, kostað meira en hundrað þúsund saklausa borgara lífið, en Janabi segist ekki fá alvarlega bakþanka við þá tilhugsun. „Ég fékk þetta tækifæri til að spinna lygavef til að steypa stjórninni,“ sagði Rafid Ahmed Alwan al-Janabi í viðtali við breska dagblaðið Guardian. „Ég og synir mínir erum stoltir af því, og við erum stoltir af því að hafa fært Írak vott af lýðræði.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira