Lán og ólán Anna Margrét Guðjónsdóttir skrifar 4. október 2011 13:33 Flestir þurfa að taka lán til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það á ekki bara við um Íslendinga heldur líka íbúa annars staðar í Evrópu og öllum heiminum ef því er að skipta. En þar sem við erum Evrópubúar getur verið hollt og skynsamlegt að skoða og bera saman hvaða kjör bjóðast okkur í samanburði við nágranna okkar þegar kemur að því finna fé til húsnæðiskaupa. Allur samanburður í þessum efnum hefur verið snúinn hingað til því langflest lán til húsnæðiskaup hér á landi hafa um áratuga skeið verið verðtryggð, en slíkt þekkist ekki í öðrum Evrópulöndum. Nú eru sumir íslensku bankanna farnir að að bjóða óverðtryggð lán með föstum vöxtum til a.m.k. fimm ára og vænkar þá hagur þeirra sem vilja bera saman aðstöðu okkar og annarra Evrópubúa. Kjör okkar batna hins vegar ekkert - því miður. Dæmin hér að neðan eru tekin af heimasíðu Arion banka og ING bankans í Belgíu hinn 27. september 2011. Forsendur eru þær sömu, þ.e. beðið er um 16 milljón króna lán annars vegar og 100.000 evra lán hins vegar með veði í fasteign. 100.000 evrur samsvara tæplega 16 milljónum íslenskra króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands sama dag. Lánin eru bæði til 25 ára og í báðum tilvikum er um að ræða fastar mánaðarlegar afborganir á lánstímanum eða 300 afborganir alls. Niðurstaðan er þessi: Báðir bankarnir hafa þann varnagla á að endurskoða vextina að fimm árum liðnum. Samkvæmt skilmálum ING bankans geta þeir þó hvorki hækkað né lækkað um meira en 5% þegar þar að kemur. Ekkert slíkt þak er að finna hjá Arion banka. Íbúum víðast hvar í Evrópu bjóðast svipuð lánakjör og ING bankinn í Belgíu býður. En þau bjóðast ekki okkur Íslendingum - við verðum að sætta okkur við að borga nokkur hundruð þúsund krónum meira en þeir, á ári hverju, fyrir nákvæmlega sams konar lán. Svo lengi sem við stöndum fyrir utan Evrópusambandið. Nú er spurt: Hvaða kjör viljum við láta bjóða okkur, börnum okkar og barnabörnum í framtíðinni? Lán eða ólán? Flestir þurfa að taka lán til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það á ekki bara við um Íslendinga heldur líka íbúa annars staðar í Evrópu og öllum heiminum ef því er að skipta. En þar sem við erum Evrópubúar getur verið hollt og skynsamlegt að skoða og bera saman hvaða kjör bjóðast okkur í samanburði við nágranna okkar þegar kemur að því finna fé til húsnæðiskaupa. Höfundur er stjórnarmaður í Já Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir þurfa að taka lán til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það á ekki bara við um Íslendinga heldur líka íbúa annars staðar í Evrópu og öllum heiminum ef því er að skipta. En þar sem við erum Evrópubúar getur verið hollt og skynsamlegt að skoða og bera saman hvaða kjör bjóðast okkur í samanburði við nágranna okkar þegar kemur að því finna fé til húsnæðiskaupa. Allur samanburður í þessum efnum hefur verið snúinn hingað til því langflest lán til húsnæðiskaup hér á landi hafa um áratuga skeið verið verðtryggð, en slíkt þekkist ekki í öðrum Evrópulöndum. Nú eru sumir íslensku bankanna farnir að að bjóða óverðtryggð lán með föstum vöxtum til a.m.k. fimm ára og vænkar þá hagur þeirra sem vilja bera saman aðstöðu okkar og annarra Evrópubúa. Kjör okkar batna hins vegar ekkert - því miður. Dæmin hér að neðan eru tekin af heimasíðu Arion banka og ING bankans í Belgíu hinn 27. september 2011. Forsendur eru þær sömu, þ.e. beðið er um 16 milljón króna lán annars vegar og 100.000 evra lán hins vegar með veði í fasteign. 100.000 evrur samsvara tæplega 16 milljónum íslenskra króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands sama dag. Lánin eru bæði til 25 ára og í báðum tilvikum er um að ræða fastar mánaðarlegar afborganir á lánstímanum eða 300 afborganir alls. Niðurstaðan er þessi: Báðir bankarnir hafa þann varnagla á að endurskoða vextina að fimm árum liðnum. Samkvæmt skilmálum ING bankans geta þeir þó hvorki hækkað né lækkað um meira en 5% þegar þar að kemur. Ekkert slíkt þak er að finna hjá Arion banka. Íbúum víðast hvar í Evrópu bjóðast svipuð lánakjör og ING bankinn í Belgíu býður. En þau bjóðast ekki okkur Íslendingum - við verðum að sætta okkur við að borga nokkur hundruð þúsund krónum meira en þeir, á ári hverju, fyrir nákvæmlega sams konar lán. Svo lengi sem við stöndum fyrir utan Evrópusambandið. Nú er spurt: Hvaða kjör viljum við láta bjóða okkur, börnum okkar og barnabörnum í framtíðinni? Lán eða ólán? Flestir þurfa að taka lán til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það á ekki bara við um Íslendinga heldur líka íbúa annars staðar í Evrópu og öllum heiminum ef því er að skipta. En þar sem við erum Evrópubúar getur verið hollt og skynsamlegt að skoða og bera saman hvaða kjör bjóðast okkur í samanburði við nágranna okkar þegar kemur að því finna fé til húsnæðiskaupa. Höfundur er stjórnarmaður í Já Ísland.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar