Mánaðamót án verðtryggingar Jens Pétur Jensen skrifar 4. október 2011 06:00 Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa „mánaðamót án verðtryggingar" og bjóða óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Hins vegar mætti vaxtaprósentan vissulega vera lægri, en 6,45% ársvextir þýða að bankinn fær lánsfjárhæðina til baka á innan við 12 árum! Íslandsbanki býður mun lægri vexti á samsvarandi lánum, eða 5,4%, sem gerir 20,3% lægri vaxtagreiðslur. Á móti kemur að vextir Íslandsbanka breytast í takt við vexti Seðlabankans og þar er ekki á vísan að róa. Arion banki býður hins vegar fasta vexti til fimm ára í senn, sem er lykilatriði. Vonandi fá húsnæðiskaupendur enn betra tilboð frá Landsbankanum, banka allra landsmanna, á næstunni. Bankarnir bregðast með þessum lánum við óskum almennings um húsnæðislán án verðtryggingar líkt og tíðkast í öðrum löndum. Þeir brugðust hins vegar ekki svona vel við þessum óskum fyrir bankahrunið, heldur veittu fólki og fyrirtækjum nær óheftan aðgang að erlendum lágvaxtalánum þrátt fyrir að þurfa að innheimta þau í íslenskum krónum. Þetta var auðvitað galin blanda og þess vegna fór sem fór. Ef verðbólgan fer aftur á skrið geta óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum orðið launafólki ofviða, eins og sýndi sig í kjölfar skattlausa ársins 1987 þegar verðbólgan fór í 21,8%. Höfuðmeinsemdin og aðalástæðan fyrir hinni almennu verðtryggingu er verðbólgan og veikur gjaldmiðill. Hefði verðtryggingin hins vegar ekki komið til á sínum tíma væru Íslendingar nú verr staddir en raunin er og ættu lítinn sem engan lífeyrissparnað. Því er spurning hvort við getum ekki áfram verðtryggt lífeyrinn en eigi að síður aflagt almenna verðtryggingu á fjárskuldbindingar almennings. Snjallir bankamenn eru hvattir til að svara þessu. Færa má rök fyrir því að hin almenna notkun lánveitenda, stofnana og sumra fyrirtækja á vísitölum neysluverðs og byggingarkostnaðar ýti undir verðbólgu. Þannig er verðlag hækkað sjálfkrafa hjá sumum fyrirtækjum og stofnunum eftir því sem vísitölurnar hækka, án tillits til þess hvort um raunverulega hækkunarþörf sé að ræða í hverju tilviki. Þetta fyrirkomulag mætti kalla sjálfnærandi eða heimatilbúna verðbólgu. Í kjölfar bankahrunsins 2008, og verðbólgunnar sem fylgdi í kjölfar falls krónunnar, sáu mörg fyrirtæki og stofnanir sig knúin til að aftengja vísitöluuppreikninginn (a.m.k. tímabundið) eða þurfa að öðrum kosti að horfa á eftir viðskiptamönnum sínum í gjaldþrot. Við þessar aðstæður sýndi sig að hin almenna verðtrygging gekk ekki upp. Sú sjálfnærandi verðbólga sem almenn verðtrygging fjárskuldbindinga og einingaverða myndar verður líklega aðeins stöðvuð með meiri samkeppni á fjármálamarkaði, sbr. tilboð bankanna hér að ofan, og/eða lagasetningu sem þrengir notkun verðtryggingarinnar við tilgreindar tegundir samninga, líkt og gert var þegar tilraunin með verðtryggingu launa var afnumin. Svo virðist sem mörg fyrirtæki (þ.m.t. bankar og ýmsar stofnanir) hafi á einhverjum tímapunkti gefist upp á samkeppninni og sameinast um að nota verðvísitölur, sem eru frítt í boði hins opinbera, til að hækka sjálfkrafa verð á vörum og þjónustu án tillits til annarra þátta, svo sem áhrifa verðhækkana á eftirspurnina. Í þessu felst vítahringur sjálfnærandi verðbólgu en einnig tækifæri til aukinnar markaðshlutdeildar fyrir þau fyrirtæki sem segja skilið við vísitölubindinguna og sækjast fremur eftir aukinni markaðshlutdeild sér til handa á grundvelli lægra verðs eða lægri vaxta. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir eru hvött til að beina viðskiptum sínum til þeirra banka og fyrirtækja sem sagt hafa skilið við verðtrygginguna. Vonandi verða „mánaðamót án verðtryggingar" hversdagslegur veruleiki hjá sem flestum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa „mánaðamót án verðtryggingar" og bjóða óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Hins vegar mætti vaxtaprósentan vissulega vera lægri, en 6,45% ársvextir þýða að bankinn fær lánsfjárhæðina til baka á innan við 12 árum! Íslandsbanki býður mun lægri vexti á samsvarandi lánum, eða 5,4%, sem gerir 20,3% lægri vaxtagreiðslur. Á móti kemur að vextir Íslandsbanka breytast í takt við vexti Seðlabankans og þar er ekki á vísan að róa. Arion banki býður hins vegar fasta vexti til fimm ára í senn, sem er lykilatriði. Vonandi fá húsnæðiskaupendur enn betra tilboð frá Landsbankanum, banka allra landsmanna, á næstunni. Bankarnir bregðast með þessum lánum við óskum almennings um húsnæðislán án verðtryggingar líkt og tíðkast í öðrum löndum. Þeir brugðust hins vegar ekki svona vel við þessum óskum fyrir bankahrunið, heldur veittu fólki og fyrirtækjum nær óheftan aðgang að erlendum lágvaxtalánum þrátt fyrir að þurfa að innheimta þau í íslenskum krónum. Þetta var auðvitað galin blanda og þess vegna fór sem fór. Ef verðbólgan fer aftur á skrið geta óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum orðið launafólki ofviða, eins og sýndi sig í kjölfar skattlausa ársins 1987 þegar verðbólgan fór í 21,8%. Höfuðmeinsemdin og aðalástæðan fyrir hinni almennu verðtryggingu er verðbólgan og veikur gjaldmiðill. Hefði verðtryggingin hins vegar ekki komið til á sínum tíma væru Íslendingar nú verr staddir en raunin er og ættu lítinn sem engan lífeyrissparnað. Því er spurning hvort við getum ekki áfram verðtryggt lífeyrinn en eigi að síður aflagt almenna verðtryggingu á fjárskuldbindingar almennings. Snjallir bankamenn eru hvattir til að svara þessu. Færa má rök fyrir því að hin almenna notkun lánveitenda, stofnana og sumra fyrirtækja á vísitölum neysluverðs og byggingarkostnaðar ýti undir verðbólgu. Þannig er verðlag hækkað sjálfkrafa hjá sumum fyrirtækjum og stofnunum eftir því sem vísitölurnar hækka, án tillits til þess hvort um raunverulega hækkunarþörf sé að ræða í hverju tilviki. Þetta fyrirkomulag mætti kalla sjálfnærandi eða heimatilbúna verðbólgu. Í kjölfar bankahrunsins 2008, og verðbólgunnar sem fylgdi í kjölfar falls krónunnar, sáu mörg fyrirtæki og stofnanir sig knúin til að aftengja vísitöluuppreikninginn (a.m.k. tímabundið) eða þurfa að öðrum kosti að horfa á eftir viðskiptamönnum sínum í gjaldþrot. Við þessar aðstæður sýndi sig að hin almenna verðtrygging gekk ekki upp. Sú sjálfnærandi verðbólga sem almenn verðtrygging fjárskuldbindinga og einingaverða myndar verður líklega aðeins stöðvuð með meiri samkeppni á fjármálamarkaði, sbr. tilboð bankanna hér að ofan, og/eða lagasetningu sem þrengir notkun verðtryggingarinnar við tilgreindar tegundir samninga, líkt og gert var þegar tilraunin með verðtryggingu launa var afnumin. Svo virðist sem mörg fyrirtæki (þ.m.t. bankar og ýmsar stofnanir) hafi á einhverjum tímapunkti gefist upp á samkeppninni og sameinast um að nota verðvísitölur, sem eru frítt í boði hins opinbera, til að hækka sjálfkrafa verð á vörum og þjónustu án tillits til annarra þátta, svo sem áhrifa verðhækkana á eftirspurnina. Í þessu felst vítahringur sjálfnærandi verðbólgu en einnig tækifæri til aukinnar markaðshlutdeildar fyrir þau fyrirtæki sem segja skilið við vísitölubindinguna og sækjast fremur eftir aukinni markaðshlutdeild sér til handa á grundvelli lægra verðs eða lægri vaxta. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir eru hvött til að beina viðskiptum sínum til þeirra banka og fyrirtækja sem sagt hafa skilið við verðtrygginguna. Vonandi verða „mánaðamót án verðtryggingar" hversdagslegur veruleiki hjá sem flestum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun